Vikan


Vikan - 23.08.1990, Qupperneq 41

Vikan - 23.08.1990, Qupperneq 41
tvinna saman heimilislíf og hljómlistina og George Harri- son lifir huggulegu kastalalífi meö konu sinni, Oliviu, og vegnar vel í viðskiptalífinu. Þegar bítlakonur komu til sögunnar var þeim illa tekið af eigingjörnum aðdáendum Bítlanna víða um heim. Þær tóku þátt í tónlistinni með þeim við dræmar undirtektir og margir töldu þær öðrum frem- ur hafa eyðilagt hina einu sönnu bítlatónlist. Harðir dóm- ar það. Á þetta einkum við um Yoko Ono og Lindu McCart- ney sem voru sagðar eiga stóran þátt í þeirri misklíð sem upp kom á milli höfuðpaur- anna, Lennon og McCartneys. Tíminn læknar öll sár og ölduganginn hefur fyrir löngu lægt. Þær hafa komið mörgu góðu til leiðar, staðið af sér ágang og ámælin öll og notað aðgang sinn að digrum sjóð- um peninga til ýmissa mál- efna. Fremst í flokki fer Yoko Ono sem enn boðar friða á jörð og er trú málstað Lennons. Nýverið hefur sú minnst þekkta, Olivia Harrison, vakið athygli á bágu ástandi munað- arlausra barna í hinu bylting- arhrjáöa landi Rúmeníu. Hún gerði sér ferð til Rúmeniu í vor til að kynnast ástandinu af eig- in raun, kom heim hreinlega ( sjokki og hefur síðan ekki aldeilis látið sitja við orðin tóm. Hún hefur hrundið af stað hjálparstarfi, stofnað sjóð til styrktar börnunum, staðið fyrir lyfjasendingum til Rúmeníu, safnað fötum og hreinlætisvör- um og síðast en ekki síst feng- ið Barböru Starkey, Lindu McCartney og Yoko Ono til liðs við sig til að sinna málefn- inu. Eiginmanninn George bað hún um liðsinni og hefur hann nú snarað saman upptökum með heimsþekktum tónlist- armönnum á hljómplötu sem ber heitiö Nobodys child og mun allur ágóði af henni renna til styrktar munaðarlausum börnum í Rúmeníu. „Ástandið þarna er vægast sagt hræðilegt. Börnin eru geymd eins og dýr í búri, al- næmi grasserar og næringar- skortur birtist manni í Ijótustu myndum hvert sem litið er. Að- búnaður allur og gífurlegur óþrifnaður er ekki sæmandi nokkurri mannlegri veru og börnin kunna ekki einu sinni að gráta lengur. Þau vita ekki til hvers. I þessu landi harð- ræðis og stjórnarhátta einræð- is var hverri konu gert að eiga fimm börn burtséð frá efnum eða aðstæðum og fóstureyð- ingar í neyðartilvikum voru jafnvel harðbannaðar," segir Olivia Harrison harðákveðin í því að bæta ástandið. George Harrison lá ekki á liði sínu og var ekki lengi að fá stjórstjörnurnar til að leggja hönd á plóginn. Hljómsveit hans, Travelling Willburys, með þá Jeff Lynne, Bob Dylan og Tom Petty innanborðs flyt- ur titillagið Nobodys child en það er yfir þrjátíu ára gamalt, sungið af Lonnie Donegan árið 1959. Þeir mundu eftir laginu en textann kunnu þeir ekki allan svo þeir fylltu upp í eyðurnar með eigin skáldskap og fóru létt með það. Billy Idol lagði til eitt lag, Elton John samdi og hljóðritaði lag þegar hann hafði spurnir af framtak- inu, Stevie Wonder átti á lag- er lag sem hæfði, sömu sögu Olivia bað George Harrison um aðstoð við hjálparstarfið og tveim dögum síðar var hljómplata komin vel á veg. er að segja af Eric Clapton. Paul Simon var vant við látinn við upptökur en gaf leyfi fyrir notkun á laginu Homeward Bound, hljóðritun þar sem hann og George sungu það saman á hljómleikum fyrir tólf árum. Guns N’Roses, Dave Stewart (Eurythmics), Van Morrison, Mike and the Mechanics, Bee Gees og Du- ane Eddy lögðu einnig sitt af mörkum. „Það komust færri að en vildu en ég varð að vinna að þessu í miklum flýti og loka málinu á tilsettum tíma,“ segir George Harrison ánægður með árangurinn. Nú er hljóm- platan komin út, sannkallaður stjörnufans sem syngur og leikur til styrktar munaðarlaus- um börnum í Rúmeníu. Við- brögðin láta ekki á sér standa og skal engan undra. Nöfn flytjenda segja sitt, hvað þá annað. Kveikjan að þessu öllu var lítil mynd í bresku dagblaði af rúmensku barni meö alnæmi sem Olivia Harrison sá fyrir til- viljun. Átakið er orðið að kröftugri hreyfingu sem án efa á eftir að hjálpa mörgum sár- þjáðum börnum i Rúmeníu á legg við mannsæmandi að- stæður. Bítlakonur hafa mikil áhrif þegar þær beita sér. □ Kirkjukór Prúðuleikara Höfundur Prúðuleikaranna, Jim Henson, lést á sjúkra- húsi í New York fyrr í sumar og var lungnabólga bana- mein hans. Hann varð 53 ára og bjó síðustu ár ævi sinnar á Englandi þar sem heitir Hampstead. Jarðarförin fór fram í St. Paul dómkirkjunni að við- stöddu fjölmenni og var at- höfnin gleðirík að ósk hins iátna. Óvenjuleg skipan kirkju- kórsins vakti athygli því Prúðuleikararnir sjálfir voru Hensonhjónin skömmu áður en Henson lést. Á neðri myndinni má sjá hluta Þrúðuleikaranna sem skipuðu kirkjukórinn vlð útför hans. þar mættir og þöndu radd- böndin. Þó vantaði höfuðþaur- inn, froskinn Kermit, i kórinn en Henson lét honum í té rödd sína í öllum sjónvarpsþáttum og á hljómplötum þannig að segja má að rödd Kermits hafi farið með Henson í gröfina. Svínku var líka sárt saknað en raddgjafi hennar, Frank Oz að nafni, talar og syngur einnig fyrir björninn Fossa og hann var í kórnum ásamt Gonzo, Dýra og öllum góðkunningjum okkar úr stétt Prúðuleikara. Sagt er að sjaldan eða aldrei hafi jafnlitríkur söngur og margbreytilegur hljómað innan veggja hinnar frægu kirkju og margir felldu tár þeg- ar leikin var stutt hljóöritun á söng Kermits (Jims Henson) úr Rainbow Connection. Með- fram kirkjubekkjunum var rað- að litlum trjáþlöntum til vitnis um ást Hensons á gróðri og náttúru jarðar svo útför þessi var um margt ööruvísi en venjulegar jarðarfarir. Jane Henson, ekkja hins látna, og dóttir hans, Cheryl,, höfðu beðið kirkjugesti um að klæðast ekki svörtu þvf at- höfnin ætti að vera lífleg og gleðirík. Sonurinn Brian las uþp bréf frá föður sínum sem endurspeglar lífsskoðun Hensons: „Gætið hvert annars, elskið og fyrirgefið öllum. Þetta er gott líf, njótið þess.“ Aðdáendur Prúðuleikar- anna eru sagðir 235 milljónir manna víða um veröld og þrátt fyrir fráfall höfundarins koma þeir til með að njóta leiks Prúðuleikaranna áfram því Walt Disney fyrirtækjasam- stæðan keypti höfundarréttinn eins og hann leggur sig fyrir rúmu ári. Kaupverðið? Litlar hundrað milljónir dollara eða sem samsvarar tæpum fimm milljörðum íslenskra króna. □ 17. TBL. 1990 VIKAN 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.