Vikan


Vikan - 23.08.1990, Page 44

Vikan - 23.08.1990, Page 44
um. Enn var þó nægilegt eftir í vasanum til aö gera helming gamla fólksins í borginni á aldur við þeirra eigin barnabörn. Meöan loftbólurnar freyddu enn viö glasbarmana hrifsuöu gestirnir glösin sín af borðinu og gleyptu innihaldiö í einum gúlsopa. Var þetta blekking? Jafnvel meðan þau voru aö kyngja virtist vökvinn valda breytingu á öllu yfirbragði þeirra. Augun uröu skýr og björt; dökkur skuggi varð sýnilegur meðal silfurgrárra lokka. Við borðið sátu þrír herramenn á miðjum aldri og kona trauðla komin af blómaskeiði sínu. „Mín kæra ekkja, þú ert heillandi," hrópaði Colonel Killigrew. Augu hans höföu verið föst við andlit hennar meðan skuggar ellinnar flögr- uðu frá því eins og myrkrið hopar fyrir fyrstu skímu dagsins. Af reynslu vissi ekkjan að hrósyröi Colonels Killigrews voru ekki alltaf sannleikanum samkvæm. Því stökk hún upp og þaut að speglinum, hrædd um aö Ijót ásjóna gamallar konu mætti augum hennar. Á meðan höguðu herramennirnir þrír sér þannig að augljóst var að vatnið úr æskubrunninum bjó yfir einhverj- um ölvunaráhrifum, nema glaðværð andans væri einungis kvikur svimi er stafaöi af létti við að losna undan þunga áranna. Hugur Gasc- oignes virtist snúast um stjórnmál en hvort þau lutu að fortíðinni, nútíðinni eða framtíðinni var ekki auðvelt að ákvarða þar sem sömu hug- myndirnar og tungutakið höfðu verið í tísu þessi fimmtíu ár. Núna talaði hann fullum hálsi í síbylju um föðurlandsást, vegsemd þjóðar- innar og rétt fólksins. Núna tautaöi hann eitt- hvert háskalegt þvaður með svo slóttugu og grunsamlegu hvísli og svo gætilega aö jafn- vel hans eigin samviska gat naumlega skilið leyndarmálið. Og núna talaði hann aftur með yfirveguðum raddblæ og mjög virðulega eins og einhver konungborinn væri að hlusta á hnyttilegar setningar hans. Allan tímann söng Colonel Killigrew hástöfum fjörugan drykkju- mannasöng og sló taktinn á glasið sitt, meðan augu hans hvörfluðu í átttil þrifalegrar ásýndar ekkjunnar Wychery. Hinum megin borðsins var Medbourne upptekinn við útreikninga á dollurum og sentum sem tengdust á undarleg- an hátt því verkefni aö sjá Austur-lndíum fyrir ís með því að flytja stóra ísjaka frá heimskaut- unum. Það er af ekkjunni Wycherly að segja að hún stóð frammi fyrir speglinum, hneigði sig, brosti smeðjulega til sinnar eigin myndar og heilsaði henni eins og vininum sem hún elskaði heitar en allt annað í veröldinni. Hún þrýsti andliti sínu þéttingsfast að glerinu til að sjá hvort gamlar hrukkur eða fellingar hefðu raunveru- lega horfið. Hún athugaði hvort snjórinn hefði bráðnað svo algerlega úr hári hennar að hún gæti lagt virðulegu húfuna til hliðar. Að lokum sneri hún sér rösklega við og kom hálfdans- andi að borðinu. „Minn kæri gamli læknir," hrópaði hún, „vertu svo vænn að gefa mér annað glas!“ „Sjálfsagt, mín kæra, sjálfsagt!" svaraði við- felldni læknirinn. „Sjáðu! Ég hef þegar fyllt glösin." í raun og veru stóöu glösin fjögur þarna, barmafull af þessu dásamlega vatni. Ljúffeng- ur úðinn, sem freyddi á yfirborðinu, líktist glitri demanta. Það var komið svo nærri sólsetri að herbergið var orðið drungalegra en áður; en mildir geislar, líkir tunglskini, glömpuðu frá vasanum og hvíldu jafnt á gestunum fjórum sem á virðulegri persónu læknisins. Hann sat í bakháum listilega útskornum eikararmstól með dapurlegan virðuleik í svipnum, sem hefði hæft sjálfum Tímanum vel en valdi hans hafði aldrei verið mótmælt nema af þessum farsæla hóp. Meöan þau svelgdu í sig þriðja glasið af vökvanum úr æskubrunninum fylltust þau allt að því óttablandinni lotningu vegna vitneskj- unnar um dularfullan kraft hans. Á næsta augnabliki skaust lífgandi foss yngri áranna um æðar þeirra. Nú voru þau á ánægjulegu blómaskeiði æskunnar. Ellinnar, með halarófu af áhyggjum, sorgum og sjúk- dómum, var einungis minnst sem vandamáls draums sem þau höfðu til allrar hamingju vaknað af. Atburðakeðja heimsins hafði ekki verið annað en sjónarspil án frísklegs gljáa sálarinnar sem glataðist svo skjótt en kastaði aftur heillandi áhrifum sínum yfir allar þeirra væntingar. Þeim leið eins og nýsköpuðum ver- um í nýsköpuðum alheimi. „Við erum ung! Við erum ung!“ hrópuðu þau himinlifandi. Æskan hafði - eins og ellin áöur - afmáð einkenni miðaldursins og samlagast þeim öll- um á gagnkvæman hátt. Þau voru hópur kátra og lífsglaðra ungmenna, næstum ærð af geisl- andi kæti þessara ára. Sérstæðustu áhrif kát- ínu þeirra var hvöt til að skopast að heilsu- bresti og hrumleika ellinnar, þótt þau hefðu nýlega verið meöal fórnarlambanna. Þau hlógu hátt að gamaldags kiæðnaði sínum, víð- um frakklöfum og blaktandi vestum ungu mannanna og fornfálegum kappa og kvöldkjól blómstrandi stúlkunnar. Einn haltraöi yfir gólfið eins og gigtveikur afi; annar setti gleraugu á nef sér og lét sem hann væri niðursokkinn í töfrabókina; þriðji settist í hægindastól og reyndi af megni að herma eftir æruverðugum virðuleika Heideggers læknis. Síðan ráku allir upp gleðihróp og hlupu um herbergið. Ekkjan Wycherly - ef hægt er að kalla svo káta stúlku ekkju - trítlaði að stól læknisins með kankvís- an gleðisvip á björtu andlitinu. „Læknir, þú elskulegi gamli maður,“ hrópaði hún, „stattu upp og dansaðu við mig!“ Og þá hlógu ungmennin fjögur hærra en nokkru sinni fyrr, hugsandi um hvað læknirinn gamli tæki sig illa út í dansi. „Hafðu mig afsakaðan," svaraði læknirinn hljóölega. „Ég ergamall og gigtveikurog dans- dagar mínir eru löngu liðnir. En einhver þess- ara glaðværu ungu herramanna veröur ánægður meö svo laglegan dansfélaga." „Dansaðu við mig, Clara!" hrópaði Colonel Killigrew. „Nei, nei, ég verð félagi hennar!" æpti Gasc- oigne. „Hún lofaði mér hönd sinni fyrir fimmtíu áruml" hrópaði Medbourne upp yfir sig. Þeir söfnuðust allir kringum hana. Einn faldi báðar hendur hennar í ástríöufullri greip sinni - annar lagði handlegg um mjaðmir hennar - sá þriðji gróf hönd sína í glansandi krullunum undir höfuðfati ekkjunnar. Hún roðnaði, blés, brölti, skammaðist og hló en heitur andardrátt- ur hennar æsti þá til skiptis. Hún kepptist við að losna, þeir voru enn í þreföldum faðmlög- um. Aldrei hafði verið barist líflegar um heill- andi fegurð. Vegna undarlegrar blekkingar, sem eignuö er dimmu herbergisins og fornfá- legu fötunum sem þau klæddust enn, er stóri spegillinn sagður hafa endurkastað líkömum dapurlegu, fölnuðu mannanna þriggja berjast á fáránlegan hátt um grindhoraðan Ijótleika gamallar uppþornaðrar konu. En þeir voru ungir: brennandi ástríða þeirra gerði þeim það Ijóst. Vitfirrtir af æsingi vegna daðurs stúlkunnar - ekkjunnar sem hvorki samþykkti né hélt alveg aftur af áleitninni - hófu keppendurnir þrír að senda hver öðrum hótandi augnaráð. Þeir héldu enn um heiðar- lega fengið herfangið er þeir gripu tryllingslega hver um annars háls. Meðan þeir börðust fram og aftur valt borðið og vasinn brotnaði í þús- und mola. Dýrmætt vatn æskunnar flóði um gólfið, vætti vængi fiðrildis sem eltist er leið á sumarið og hafði sest þarna til að deyja. Skordýrið flögraði léttilega um herbergið og settist á snjóhvítt höfuð Heideggers læknis. „Svona, svona, herramenn - svona, frú Wycherly," sagði læknirinn. „Ég verð hrein- lega að mótmæla þessum ólátum.“ Þau stóðu kyrr og skulfu því svo virtist sem Tíminn grái væri að kalla þau til baka frá sól- ríkri æskunni, langt niður í kaldan og myrkan dal áranna. Þau litu á Heidegger gamla lækni sem sat í útskorna hægindastólnum sínum og hélt á hálfrar aldar rósinni sem hann hafði bjargað innanum brotin af mölbrotnum vasan- um. Eftir bendingu handar hans settust óeirða- seggirnir fjórir fúslega á ný. Þrátt fyrir æsku þeirra hafði tryllingsleg áreynslan þreytt þá. „Aumingja rósin hennar Sylviu minnar," hreytti Heidegger læknir út úr sér og hélt henni í birtu sólarlagsins. „Hún virðist vera að fölna á ný.“ Og sú var raunin. Jafnvel meðan hópurinn horföi á hélt blómið áfram að veslast upp þar til það var orðið jafnþurrt og stökkt og þegar læknirinn fleygði því fyrst í vasann. Hann hristi nokkra dropa af krónublöðum þess. „Ég elska það einnig svona, jafnt og í dögg- votum ferskleika þess,“ varð honum að orði og þrýsti föinaðri rósinni að skorpnuðum vör- um sínum. Meðan hann talaöi flögraöi fiðrildið frá snjóhvítu höfði hans og féll á gólfið. Gestirnir skulfu aftur. Undarlegur kuldahroll- ur laumaðist smám saman um þau öll, hvort hann var frá sál eða líkama gátu þau ekki sagt til um. Þau einblíndu hvert á annað og ímynd- uðu sér að hvert hverfult augnablik hrifsaði burtu þokka og skildi eftir sig djúpa hrukku þar sem engin hafði verið áður. Var þetta blekking? Hafði breytingum ævinnar verið þröngvað inn í svo stutta stund? Voru þau orönar fjórar aldraðar manneskjur er sátu með gamla vini sínum, Heidegger lækni? „Erum við að verða gömul á ný, svo skjótt?" kveinuðu þau. í raun voru þau það. Áhrif vatns æskunnar voru skammvinni en víns. Æðið, sem af því hlaust, var gufað upp. Já! Þau voru gömul á ný. Hana hryllti við hugdettunni sem þó sann- aði fyrir henni að hún var enn kona: ekkjan spennti skinhoraðar greipar sínar frammi fyrir andliti sínu og óskaði að líkkistulokið væri yfir þeim þar sem þær voru ekki lengur fallegar. „Já, vinir, þið eru gömul á ný,“ sagði Heid- egger læknir. „Og sjáið! Vatn æskunnar er allt farið til spillis á gólfinu. Jæja - ég harma það ekki því þótt brunnurinn gysi við dyrastafinn hjá mér myndi ég ekki leggjast svo lágt að lauga varir mínar með því - ekki þótt áhrifa þess gætti í mörg ár í stað augnablika. Slík er fræðslan sem þið hafið veitt mér!“ Ekki höfðu þó vinir læknisins sjálfir dregið slíkan lærdóm af þessari tilraun. Þau ákváðu þegar í stað að fara í pílagrímsferð til Flórída og svolgra úr æskubrunninum á morgnana, um miðjan dag og á kvöldin. □ 44 VIKAN 17. TBL. 1990

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.