Vikan


Vikan - 04.04.1991, Síða 7

Vikan - 04.04.1991, Síða 7
SYRGJENDUR SEGJA FRA Hamingjusöm fjölskylda og ekkert farið að bjáta á. Einína og Magnús ásamt börnunum Ólöfu, Brynhildi, Helenu og Magnúsi. Neðri myndin var tekin árið eftir að Magnús féll frá. Tveimur árum síðar dundi annað reiðarslag yfir - Ólöf dó mjög skyndilega. myrkrid veiktist. Hann var liðlega fertugur þegar hann fékk kransæðastíflu og stuttu síðar veiktist hann af krabbameini sem dró hann til dauða. Faðir minn var 47 ára gamall þegar hann lést. Þetta var mér mikill reynslutími. Þar sem ég er elst af systkinum mínum og samband okkar móður minnar mjög náið sótti hún til mín mik- inn stuðning. Ég var trúnaðarvinkona hennar og deildi með henni bæði ótta og áhyggjum. Þegar faðir minn lést hrundi tilvera móður minnar gjörsamlega til grunna og hún náði aldrei að fóta sig í lífinu eftir það. Sjálf lést hún mjög skyndilega úr hjartasjúkdómi árið 1975, þá rúmlega fimmtug. - Telur þú að þessi lífsreynsla hafi gert þig betur undir það búna að takast á við veikindi mannsins þíns? Ég er ekki í nokkrum vafa um það. Þessi lífs- reynsla herti mig mikið. Eitt vil ég þó nefna sem mótaði mig öðru fremur og það er hversu mikilvægt er að hinn sjúki hafi von um bata. Þegar faðir minn lá banaleguna var hann hress og jákvæður þar til honum var sagt á óbeinan hátt af nunnu á sjúkrahúsinu að hann ætti stutt eftir ólifað. Ég gleymi aldrei hvað honum brá. Það var eins og hann missti samstundis lífsvilj- ann og nokkrum klukkustundum síðar var hann allur. Mér skildist þá hversu hættulegt getur veriö aö svipta þann sjúka voninni. Þess vegna var það að ég gætti þess ætíð að Magn- UÓSMVNDASTOFA PÓRIS 7.TBL1991 VIKAN 7 UÓSMYNDASTOFA ÞÓRIS

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.