Vikan


Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 10

Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 10
TEXTI: VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR Sumir segja aö hún hafi fórnaö lífi sínu listina, þaö hafi oröiö henni of- viöa aö sækja efnivið skáldskapar- ins í kviku eigin sálarlífs. Hefði hún aöeins látið vera að kryfja sálarlífið hefði hennar eigiö líf ekki þurft aö enda meö sviplegum hætti. Aðrir segja að hún hafi ort síðustu og jafn- framt bestu Ijóö sín eftir aö hafa tekið þá ákvörðun aö svipta sig lífi og Ijóðin séu þannig hennar eigin eftirmæli. Enn aðrir halda því fram aö hún hafi alls ekki ætlað aö fremja sjálfsmorö, líf hennar hafi einfald- lega verið of erfitt og þetta hafi verið loka- ákall á hjálp, hún hafi treyst á aö barnfóstran kæmi á réttum tíma og skilið eftir símanúmer Sylvía 1937. veikindi hans. Ekki er ólíklegt að Sylvía hafi óbeint tekið viö því hlutverki innan heimilisins þó með ólíkum hætti hafi verið. Metnaðarfullar mæður hafa oft viljaö sjá drauma sína rætast í börnum sínum þannig að þau verði nokkurs konar framlenging á þeim sjálfum. Það er því nokkuð nöturlegt að Sylvía velur sömu leið og faðir hennar valdi óbeint, eins og hún lýsir á nærgöngulan og miskunnarlausan hátt í síð- ustu Ijóðum sínum. Þar kemst hún að þeirri ör- væntingarfullu niðurstöðu að lífið sé einfald- lega ekki þess virði aö lifa því. Sylvía var mjög efnilegur námsmaður. Hún stundaði nám við Smith háskólann í Boston og lauk prófum með hæstu einkunn vorið 1955. Þá hlaut hún Fulbrightstyrk til aö halda áfram Frh. á bls. 12 Sigrar og sorgir Sylvíu Plotfli hjá neyðarlækni við símann. Og svo eru þeir sem segja að sköpunargáfan sé samofin sjálfseyðingarhvötinni, þörfin til að rífa niður þurfi að vera til staðar til að hægt sé að byggja upp og skapa eitthvað nýtt og í lífi Sylvíu hafi sjálfseyðingarhvötin orðið yfirsterkari. En menn eru alltaf að reyna að útskýra allt og þó engin útskýring fáist á því hvort dauðinn hafi verið fylgifiskur skáldskaparins í lífi Sylvíu eða Sylvía og Ted árið 1958. Hjónaband þeirra endaði með skilnaði. Ted er á lifi og er lárviðarskáld Breta í dag. Að henni látinni stóð hann fyrir heildarútgáfu á Ijóðum hennar og aflaði henni þannig Pulitzer verðlauna. hvort skáldskapurinn hafi jafnvel lengt líf henn- ar þá var skáldgyðjan ásamt manninum með Ijáinn í farangri hennar alla tíð. Líf Sylvíu var efniviður listar hennar, að minnsta kosti síðustu Ijóða hennar. Ted Hughes, fyrrum eiginmaður hennar, segir í for- mála bókarinnar „Johnny Panic and the Bible of Dreams" að Sylvía hafi eitt sinn sagt að hún vonaðist til að líf hennar tvinnaðist ekki saman við Ijóðin. En það var einmitt það sem gerðist og því er ekki hægt að gera grein fyrir skáld- skapnum án þess að tengja hann lífi hennar. Hún fæddist í Boston í Massachusettes árið 1932. Faðir hennar, Ottó Plath, var líffræðing- ur af þýskum ættum. Hann var rúmum tuttugu árum eldri en móðir hennar, Aurelía, sem var ættuð frá Austurríki. Saman áttu þau hjónin tvö börn, auk Sylvíu soninn Warren sem var tveimur og hálfu ári yngri en hún. Sylvía var ekki nema fimm ára þegar faðir hennar dó, en hann lést um aldur fram þar sem hann hafði dregið of lengi að fara til læknis af ótta við að vera með krabbamein. Sylvía sýndi lítil við- brögð þegar faðir hennar dó, hélt áfram eins og ekkert hefði ískorist. Hún lýsti því þó yfir að hún ætlaði aldrei framar að tala við Guð og alla ævi fannst henni faðir sinn hafa svikiðsig, þar sem hann hefði getað lifað mun lengur ef hann hefði ekki þrjóskast við að leita læknis. Þessar tilfinningar koma meðal annars fram í einu síðasta Ijóði hennar, „Daddy“ eða Pabbi. Sérfræðingar síðari tíma telja að föður- missirinn hafi orðið henni mjög þungbær og jafnvel orðið til þess að hugsanir um dauðann sóttu stöðugt á hana og líf hennar endaði einn kaldan morgundag ( Lundúnum, í húsi hennar þar sem hún lá með höfuðið í gasofninum. I íbúðinni voru börnin hennar tvö sem hún hafði átt með eiginmanninum, Ted Hughes, einu þekktasta skáldi Breta í dag. o Móðir Sylvíu, Aurelía, var hæfileikarík kona < sem settist í helgan stein eftir að hún giftist 5 eiginmanni sínum. Samband þeirra mæðgna S var alla tíð mjög náið og eflaust hefur föður- 5 missirinn haft einhver áhrif á hvernig samband -| þeirra þróaðist. Eftir lát Ottós vann Aurelía fyrir ° sér og börnum sínum með kennslu. Ýmislegt ^ virðist benda til þess að Aurelía hafi ekki veriö ^ mjög hamingjusöm í hjónabandi þar sem heimilislífið snerist að miklu leyti um Ottó og Guðbjörg Thoroddsen í hlutverki Sylvíu Plath og Helga Bachmann í hlutverki móðurinnar f sýningu Þjóðleikhússins á leikritinu því sem samið var með hliðsjón af bréfum þeim sem Sylvía ritaði móður sinni og hún gaf út þegar dóttirin hafði svipt sig lífi. 10 VIKAN 7.TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.