Vikan - 04.04.1991, Síða 13
Bible of Dreams" nefnist heildarsafn smá-
sagna hennar og skemmri prósaverka sem
kom út 1967.
Sylvía er talin standa í Ijóörænni þakkar-
skuld við Robert Lowell, Theodore Roethke,
Anne Sexton og Elizabeth Bishop. Hún hefur
veriö talin í sama hópi og hin þrjú fyrstnefndu
þar sem hún setur sjálfa sig í miöju Ijóðsins og
lýsir sálfræðilegu varnarleysi sínu sem lifandi
fulltrúi þeirrar menningar sem hún fæöist inn í.
Hún var lærisveinn Roberts Lowell og aö
sögn bókmenntafræðinga má sjá skyldleika
Ijóða þeirra í fyrstu Ijóöunum sem hún sendi
frá sér. En þaö er ekki fyrr en í síðustu Ijóðum
hennar sem í Ijós kemur sérstök snilligáfa
enda brýtur hún þar upp ýmis form og nálgast
viðfangsefni sín á nýjan og sérstæðan hátt.
Þekktustu Ijóð hennar eru frá þessu tímabili.
Þar má meðal annars nefna Ijóðin Frú Lazar-
us, „Lady Lazarus", Pabbi, „Daddy", Orð,
„Words" og Nöf „Edge“. Um síðustu Ijóð
hennar segir Árni Ibsen í leikskrá Þjóðleik-
hússins. „Allt eru þetta ofsafengin Ijóð, áleitin
og skelfileg (senn, líkingarnar naktar og sting-
andi, hrynjandin er látlaust staccato og inni-
haldið sárasta örvænting, tær og ómenguð.
Þessi Ijóð eru það sem Robert Lowell kallaði
vott um skelfilegan fullnaðarsigur Sylvíu Plath.
Annar gagnrýnandi hefur sagt að Ijóðin frá
þessu lokaskeiði séu eins og ort í kyrrðinni í
miðju djúpar geðlægðar, þar sem Ijóðmæland-
inn fylgist furðurór með ofsanum innra með sér
og allt í kring og skráir jafnskjótt samviskusam-
lega. Víst er að áralöng þjálfun og góður, meö-
Ottó Plath, faðir Sylvfu, árið 1930. Hann var
líffræðingur af þýskum ættum. Sylvía var ekki
nema fimm ára þegar hann dó og lýsti telpan því
þá yfir að hún ætlaði aldrei framar að tala við
Guð...
vitaður undirbúningur skilar Sylvíu Plath ár-
angri í lokaljóðunum, en hitt vill gleymast að
það sem hún haföi áður ort hefði einnig nægt
henni til langlífis á meðal helstu skálda aldar-
innar og er hér enn eitt dæmið um aö hið frá-
bæra byrgi mönnum sýn á það sem er einung-
is ágætt.11
Nöí
Konan er fullkomnuð.
Lík hennar
ber með sér bros afreksins.
Blekking grískrar nauðsynjar
flæðir um kyrtilsfellingar
og naktir
fætur hennar virðast vilja segja:
hingað komumst við, nú er því lokið.
Hvort barn hringað saman, hvít naðra
hvort við sína litlu
tæmdu mjólkurkönnu.
Hún hefur fellt
þau aftur inn í líkama sinn, eins og rósin
lokar blöðunum þegar garðurinn
stirðnar og blæðir ilmi
úr sætum, djúpum hálsum næturblóma.
Máninn er ekki svekktur yfir neinu
þar sem hann starir undir beinhettunni.
Hann hefur séð annað eins áður.
Sorgarklæði hans braka og dragnast.
„Huldukona
í verkinu“
- segir Helga Bachman
sem leikur móður Sylvíu
Eg hafði lesið eitthvað af Ijóðum Syl-
víu Plath áður en æfingar hófust á
þessu verki, mig minnir að Nína
Björk hafi bent mér á Ijóðið Pabbi.
Svo þegar ég tók að mér þetta verk-
efni vaknaði forvitnin fyrir skáldkonunni og
verkum hennar fyrir alvöru," segir Helga
Bachmann.
- Þú ert í hlutverki Aurelíu, móður skáld-
konunnar. Hvernig kona er Aurelía?
„Hún er móðirin sem hrindir öllu af stað. En
hún er huldukona í verkinu, hún kýs þá leið að
túlka dóttur sína, segir lítið frá sjálfri sér nema
í upphafi verksins, þar sem hún segir: „Sylvía
fléttaði þráðum úr mínu lífi saman við sitt eigið
í öllum sínum Ijóöum og sögum.11 Því þarf Aur-
elía að segja lítillega frá sjálfri sér. Það er af-
skaplega spör mannlýsing á þessari konu I
verkinu. Hún lifir lífinu I gegnum sorgirog sigra
dóttur sinnar. Hún er traust eins og bjarg og
hlutverk hennar er að koma erindi Sylvíu til
skila. Hlutverk hennar er því tvöfalt, hún túlkar
dóttur sína og sjálfa sig og það er gaman að
fást við þessa gllmu sem hlutverkið býður upp
á.“
- Myndin, sem dregin er upp af Sylvíu, er af
lífsglaðri konu sem hefur mestar áhyggjur af
því að henni vinnist ekki tími til að sinna öllum
sínum hugðarefnum og því kemur á óvart að
hún skuli falla fyrir eigin hendi.
„Já, það er eins og margir afreksmenn okkar
geri sér betur grein fyrir því en flestir aðrir hvað
lífið er stutt. Það er oft eins og þetta fólk sé
gamlar sálir. En því er ekki að leyna að í lífi
Sylvíu er það sá sjúkdómur sem herjar á sál
hennar sem tekur bókstaflega af henni völdin í
lokin. Síðustu Ijóö hennar eru sprottin úr þess-
um lífsháska og þau lýsa einnig mikilli biturð."
- Svo við snúum okkur aftur að Aurelíu,
helduröu að hún hafi verið hamingjusöm
kona?
„Ja... hún giftist Ottó sem er tuttugu árum
eldri en hún og lætur undan þeirri ósk hans að
helga heimilinu starfskrafta sína sem er gömul
og ný saga. Hjónaband þeirra stendur I átta ár
og lýkur með dauða Ottós. Þá fer Aurelía að
stunda kennslu aftur en það kemur fram í upp-
hafi verksins að hún er greind Kona og mikill
bókaormur. Börnin verða hennar líf og hún
þarf að vinna fyrir þeim upp frá því. Ég held
§ það sé óhugsandi annað en að þessari konu
z hafi þótt vænt um mann sinn. Hún stendur við
< hlið hans í veikindunum eins og klettur. Ég hef
^ einhvern óljósan grun um að Ottó hafi verið
| sjarmerandi maður.11
5 - Heldurðu að konur eins og hún séu til í
-dag?
« „Áreiðanlega, hún er hin dæmigerða
3 trausta, greinda móðir. En mæður verða að
varast að vera of verndandi fyrir börn sín því
það er ekkert gaman fyrir börn að eiga leiðin-
lega móður. Og það er hundleiðinleg kona
sem gerir ekkert annað en vera móðir og allar
líkur á því að hún eigi leiðinleg börn. En Aurel-
ía átti sér drauma um ýmislegt og mér finnst
hún geta verið svolítill bóhem. Aurelía gat ekki
uppfyllt drauma sína og fór því út í kennslu,
reyndi að Oþna veröldina öðru ungu fólki, það
var engin önnur leið fyrir konu á þessum tíma.
Aurelía er hlý, viðkunnanleg kona en hræði-
lega ábyrg."
7. TBL. 1991 VIKAN 13