Vikan - 04.04.1991, Side 15
/ ástarsorg
GUM STÖÐUM ^OG BRALLAÐ IVIA.RGT
Hún lætur ekki mikið yfir
sér þegar hún veifar til mín
í speglinum á Hressó, sest
og pantar sér kaffi. Hún er
giettin, giöð í bragði og
hiær oft dátt meðan við
spjöllum saman. Hún er
Þingeyingur með mikið loft
eins og hún segir sjálf.
Athafnamanneskjan
Ágústa Waage er fædd á
Raufarhöfn, alin upp i
Neskaupstað en flutti til
Reykjavíkur á unglings-
aldri. Á þessum aldri
reynist mörgum erffitt að
skipta um umhverfi, einnig
henni. Ágústa hefur búið á
mörgum stöðum og brallað
margt þrátt fyrir ungan
aldur. Unnið í fiski á
Bíldudal og í Neskaupstað.
Lærður flugvirki, stundaði
þyrluflug og fallhlífarstökk
í Los Angeles. Ofan á þetta
bættist mótorhjóladella
sem hún fékk á einni nóttu.
Upphaflega ætlaði hún að
verða dýralæknir, síðar
ríkur tannlæknir en núna
starfar hún hjá véladeild
Reykjavíkurborgar þar
sem hún ekur meðal
annars saltbíl og ryður
götur borgarinnar.
Eg hef alltaf veriö frekar fljóthuga.
Hlutirnir veröa helst aö gerast
strax. í ástarsorg ákvaö ég að
fara í meiraprófið til þess aö hafa
eitthvað viö aö vera á kvöldin. Ég
sá fram á að sitja heima og vola
en fannst ég verða aö eyða tím-
anum í eitthvaö betra. Þaö má því
segja aö ég hafi farið í meiraþróf-
iö af rælni, ég hafði aldrei gert neitt mál úr
vörubílum. Mamma sagöi reyndar aö ég ætti
aö vera strákur, þar sem ég lék mér yfirleitt
meö bíla i drulluþollunum á Þiljuvöllunum. Ég
skipti þeim þó fljótlega út fyrir barbídúkkur.
Þaö var einmitt í meiraprófinu sem ég hitti
strák sem talaöi mikiö um flugvirkjanám í
Bandaríkjunum. í þessu stuöi sem ég var í til
aö gera eitthvað, fara í skóla eöa annað
sniðugt, ákvaö ég aö gerast flugvirki. Þetta
hljómaði mjög vel. Námiö var stutt, hægt aö fá
námslán og ég komst til útlanda. Gallinn var
bara einn, ég haföi enga hugmynd um hvað
flugvirkjun fól í sér.
Ég dreif mig því upp í Landhelgisgæslu og
kynnti mér í hverju vinnan fólst ásamt því
hvaða skólar væru í boöi. Á þessum tíma var
ég eitthvað aö dunda mér viö vinnu á smur-
olíulager Olis. Tveimur dögum eftir heimsókn-
ina hjá Landhelgisgæslunni hringdu þeir í mig
og buðu mér vinnu sem aðstoöarmanneskja.
Ég var aö vinna hjá Gæslunni í fjóra mánuöi.
Launatékkinn, sem fékkst á hverjum föstudegi,
dugði ekki fyrir bensínkostnaði upp í banka aö
skipta ávísuninni. Ég sá ekki fram á Banda-
ríkjaferö og flugvirkjanám á þessum launum.
Hjá Gæslunni meiddi ég mig á hnéskelinni.
Einn daginn, þegar ég var á rápi á mínum veik-
indalaunum, frélti ég aö þaö vantaði mann-
eskju á götusóþ hjá borginni i hálfan mánuð.
Ég fór þangað og sótti um en fékk nei, því
miður. Mér var sagt aö þeir gætu ekki ráðiö
núna og það hjálpaði ekki aö ég var öll vafin
um hnéö, ég gæti ekki stjórnaö bíl. Þeir hafa
sjálfsagt líka veriö svolítiö hræddir við aö fá
konu í þetta karlavígi. Strákarnir, sem vinna
hjá borginni, sögöu hins vegar viö mig: Bless-
uð verlu, mættu bara í fyrramáliö. Og það
geröi ég. Verkstjórinn uppgötvaöi viku seinna
aö ég var þarna í fullri vinnu. Ég tróö mér því
hingaö inn. Ég ætlaði bara aö vera í tvær vikur
en þegar ég fékk launin ákvaö ég að vera
lengur.
FLUGVIRKI FÆR MEIRA
BORGAÐ EN FÓSTRA
Síöan hef ég unnið hér fyrir utan þann tíma
sem ég var úti i skóla. Ég verö hér áfram meö-
an þeir vilja hafa mig og borga vel.
Ég er klár á því aö flugvirki eöa bílstjóri fær
meira borgaö en fóstra. Misjöfn störf aö vísu,
misjafnlega erfið og því misjafnlega borguö,
en ég fór í flugvirkjann og meiraprófið vegna
launanna.
Tíminn á götusópnum var svolítiö ævintýri.
Ég burstaði oft skóna hjá þessum dauöu í
Austurstræti. Þeir sem voru meö lífsmarki áttu
þaö til aö skríöa upp á tunnuna á götusópnum.
Þá tók ég yfirleitt þaö ráö að keyra undir
skyggniö hjá Hressó og skemmti mér yfir því
að heyra hrópin og formælingarnar þegar þeir
hentu sér af, greyin.
í vinnunni hefur gengið á ýmsu. Mér er ekki
alveg eins tekiö og körlunum. Ég þarf aöeins
aö sanna mig áður en ég fæ aö gera hlutina.
Fyrstu tvö árin fékk ég aö reyna þaö sem mér
datt í hug, strákunum fannst gaman aö leyfa
mér aö prófa. En ég fékk ekki aö keyra malbik
fyrr en seint og síöar meir. Það þurfti aö bakka
svo mikið. Svo leysti ég af í klukkutima og eftir
það var ég tekin í sátt. Þeir fóru frekar hægt í
aö treysta mér, verkstjórarnir.
Mórallinn hér er hins vegar mjög góöur
Hann verður aö vera þaö. Hér eru fimmtíu karl-
menn og þrjár konur. Ein á skrifstofunni, ein
sem skúrar og svo ég sem keyri. En mórallinn
er svolítiö sérstakur. Ég hef oft hótaö aö kæra
þá fyrir kynferðislegt ofbeldi á vinnustaö en þá
segjast þeir bara ætla aö standa viö allt sem
þeir segja viö mig.
Vinnufélagarnir tóku mér misjafnlega. Þeir
vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að vera. Ég
hef samt aldrei unniö á betri vinnustað. Þegar
ég fer að sofa hlakka ég til aö vakna og mæta
í vinnuna daginn eftir. Þaö veröur aö vera eitt-
hvaö af konum á þessum heföbundnu karla-
stööum. Mér finnst ekki mjög gaman aö vinna
á blönduðum vinnustaö og alls ekki aö vinna
meö eintómum konum. Karlarnir eru léttari.
Þeir skilja frekar vandamálin eftir heima.
KONUR GETA EKKI ALLT
Þaö er auðvitað ætlast til aö ég þrífi bílinn á
kvöldin og mæti klukkan fjögur á morgnana.
Þá á líka aö vera hægt að hringja í mig hvenær
sem er sóiarhringsins. Þaö væri mjög erfitt fyrir
húsmæöur að segja bara viö karlinn klukkan
hálfátta aö kvöldi: - Heyröu, vinur, ætlar þú aö
sjá um börnin, ég er aö fara aö vinna og kem
kannski heim í nótt. Þaö myndu ekki allir karl-
menn sætta sig viö þegar komin eru börn. Ég
vil þó ekki meina aö viö konur getum allt en viö
getum flest. Ég sjálf gæti ekki unnið á verk-
stæðisbílnum hjá Reykjavíkurborg þar sem
þarf aö keyra um og lyfta kannski 120 kílóa
hlutum. Karlmenn eru hins vegar ekkert betri.
Þeir geta til dæmis ekki skúraö jafnvel og
konur. Þeir eru ekki eins samviskusamir.
Ég ætti erfiöara með aö vinna hér ef ég væri
farin að búa og komin meö börn. Oft á kvöldin
fer ég ekkert heim heldur sit hér áfram og spila
bridge viö karlana. Þaö er ekki þar meö sagt
aö ég fari ekki stundum í heimsókn til stelpn- I
7. TBL.1991 VIKAN 15
TEXTI OG MYNDIR: KRISTJÁN LOGASON