Vikan - 04.04.1991, Síða 18
TEXTI: PÓRDÍS BACHMANN
HRÚTSMERKIÐ
TÁKN HINS ÆVINTÝRAGJARNA
FRUMHERJA
Rómverjar kölluöu stríðs-
guö sinn nafninu sem
viö notum einnig, Mars.
Það var háttur Rómverja að fá
goðafræðina lánaða frá Grikkj-
um en breyta nöfnunum úr
grísku yfir á latínu. Mars var
þó Rómverjum miklu mikil-
vægari guð en Ares var
Grikkjum, því Róm var ávallt
höll undir stríð. Mars stóð
næstur hinum mikla Júpíter að
völdum og félagar hans tveir,
Fölvi og Ótti, fylgdu honum til
orrustu. Þar eð Rómverjar
höfðu Mars í svo miklum há-
vegum tileinkuðu þeir honum
marga jákvæða eiginleika.
Hann var mikill náttúruguð,
veitti frjósemi, verndaði akra
og veitti auk þess öllum nýjum
framkvæmdum og hugmynd-
um brautargengi. Það var hon-
um til heiðurs að Rómverjar
skirðu fyrsta mánuðinn í nýju
tímatali, timabil sem gaf vor-
komuna til kynna - Mars.
Hrúturinn er fyrsta merkiö í
stjörnuhringnum, frumkvæður
eldur. Hann er frumkvæður á
þann hátt að tímabil hans
gegnir hlutverki nokkurs konar
svisslykils ársins, eldurinn er
táknrænn fyrir sprengikraft
vorsólarinnar. ( þessu merki
eru dagar og nætur jöfn að
lengd. Hrúturinn er almennt
séð tákn hins ævintýragjarna
frumherja og hefur eins og öll
hin merkin bæði kosti og galla.
Hrútur tekur sem sagt frum-
kvæði en miðar við hugsjónir
sínar og þörf fyrir að vera
fyrstur. Eldurinn er úthverfast-
ur frumþáttanna fjögurra enda
er oft sagt um fólk í eldmerkj-
um að það sé lifandi og kraft-
mikið.
Hrúturinn ber leitina að sjálf-
inu innra með sér. Þó hann
taki lífinu gjarna af miklu hug-
rekki og sýni karlmennskutil-
burði er hann innst inni afar
óöruggur með sig. Flestir gera
sér grein fyrir sínum innri
manni með árunum en þar til
Hrúturinn nær þeim þroska
mun hann ávallt reyna á sig til
hins ýtrasta. Hrúturinn þarf því
að gera sér betur grein fyrir til-
finningum annarra og láta sér
ekki yfirsjást að hann getur
lært af reynslu annarra. Heim-
ur hans er hugmyndaheimur
en hann skortir reynslu í ver-
aldlegum efnum sem gæti
hjálpað honum að beita orku
sinni á hagnýtan hátt. Hann
hvetur þannig til þess að lifað
sé og skapað en hann skortir
oft hæfni til að gera innblástur
sinn að veruleika.
Hrúturinn þarf á stöðugri
Stjörnubjört nótt
í Saint-Rémy,
mynd sem Hrút-
urinn Van Gogh
máiaöi í júnf
1889.
Sprengi-
krafturinn í mál-
verkinu endur-
speglar eldinn
og ástríðurnar
sem oft eru sögð
mest áberandi
eiginleiki fyrsta
merkis stjörnu-
hringsins, Hrúts-
merkisins.
spennu að halda. Sé ekki næg
spenna í nánasta umhverfi er
hann vís til að skapa hana eða
fara á grænni veiðilendur.
Hann sækist eftir tilfinninga-
hita f öllum sínum sambönd-
um og getur verið afar eignar-
haldssamur í rómantískum
málum. Hrúturinn gerði því rétt
í að læra muninn á kynlífi og
ást, því það síðarnefnda kallar
á að sjálfið sé sett til hliðar,
nokkuð sem oft reynist Hrútn-
um erfitt.
í samböndum sínum vill
Hrúturinn að aðilarnir geti bætt
hvor annan upp og hann
þarfnast einhvers sem haldið
getur eldi hans við án þess að
slökkva á honum. Herskárri
Hrúturinn mun leita uppi ein-
hvern sem er honum mjög
háður en er þó sjálfstæður
sem félagi. Óvirkara lambið
þarf á að halda einstaklingi
sem örvar hann til dáða og
veitir honum það öryggi sem
hann þarfnast.
Þegar Hrúturinn finnur slík-
an einstakling er hann afar
trygglyndur. Hann langar til að
geta verið stoltur af sinni út-
völdu og börnum þeirra, vegna
þess að fjölskyldan er fulltrúi
þess sem hann er og þess
sem hann hefur skapað. Hann
mun örva börn sín til tjáningar
og þess að berjast fyrir því
sem þau trúa á svo að þeim
gangi vel með það sem þau
taka sér fyrir hendur.
Sjálfur á Hrúturinn erfitt með
að taka við skipunum frá öðr-
um og hann mun ávallt reyna
að koma sér í leiðtogastöðu.
Samkeppni er honum mjög að
skapi og hann lætur ekki minni
háttar áföll tefja sig lengi. Hrút-
urinn reynir oft að taka foryst-
una með valdi og þröngva sér
upp á tindinn. Ef tækifæri
býðst á hann til að stökkva til
og gerir það oft án þess að sjá
fyrir allar afleiðingar gerða
sinna. Hrúturinn verður að
læra að taka sér tíma til að
skoða öll smáatriði stöðunnar
vandlega en einbeita sér ekki
eingöngu að aðalatriðinu.
18 VIKAN 7.TBL.1991