Vikan


Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 33

Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 33
AFKONUNGAKYNI Stephen King sagði eitt sinn að „lyst fólks á hryllingi virtist óseðj- andi“. Það kemur sér vel fyrir hann því King veit nákvæm- lega hvernig hann á að fram- reiða það sem hann kallar „bókmenntalegt jafngildi hamborgara og stórs skammts af frönskum". Hryllingsborgar- arnir hans hafa verið þaul- sætnir á metsölulistum í rúm- an áratug. Hér á eftir eru nokkrar tölfræðilegar upplýs- ingar um Stefán Kóng: TÖLUR Hann hefur skrifað 30 hryil- ingssögur sem komið hafa út í 80 milljón eintökum. Árið 1989 var bók hans The Dark Half gefin út í einni og hálfri milljón eintaka og kom hún inn á met- sölulista New York Times, í fyrsta sæti. Á síðastliðnu ári notaöi King vald sitt til að krefjast þess að þau 150 þúsund orð sem tekin voru út úr frumútgáfu The Stand árið 1978 yrðu sett inn aftur. Þessi rúmlega þúsund síðna, endurborna bók komst einnig í fyrsta sæti metsölulist- ans. TEKJUR 22 milljón dollara tekjur á tveimur árum gerðu að verk- um að hann var eini rithöf- undurinn á lista fjármálatíma- ritsins Forbes árið 1990. Sum- ir tölfræðingar fullyrða að Kon- ungurinn hafi yfir 100 milljónir dala í brúttólaun árlega. Ekki slæmt fyrir mann sem lýsir sér sem hálfgerðum lúða og hóf feril sinn sem ritstjóri skóla- blaðs sem nefndist Þorpsæl- an. UPPHAF Hann seldi fyrstu smásögurn- ar sínar fyrir 35 dollara hverja; hann hélt áfram að skrifa og selja sögur meðan hann vann í þvottahúsi fyrir 60 dollara vikulaun. Fyrsta fyrirframgreiðsla, sem hann fékk fyrir bók og kom rétt eftir að simanum hans var lokað vegna van- skila, hljóðaði upp á 2.500 .0 dali. Stuttu eftir það barst hon- um til eyrna aö kiljuréttindin fyrir Carrie hefðu selst á 400.000 dollara. Hann keypti hárþurrku handa konu sinni til að halda upp á söluna. Síðast- liðið ár gerði bókaútgáfan Vik- ing fjögurra bóka samning við hann sem hljóðaði upp á 38 milljónir dala. SAFNARAR Sérútgáfur sumra bóka Kings seljast á verði sem er næstum jafnhátt og fyrsta fyrirfram- greiðslan hans: Fyrir bókina Firestarter í eldtraustri kápu úr asbesti má fá tvö þúsund doll- ara. Síðastliðið ár lét bókafor- Stephen King er höfundur framhalds- sögunnar sem fer af stað í þessu tölublaði Vikunnar. Bókin hefur selst í stórum stil, verið kvik- mynduð og rakað inn milljónum dollara í vasa kóngsins. lagið Doubleday prenta 1.250 árituð, gullslegin eintök af The Stand, innbundin í svart leður. Hvert eintak var verðlagt á 325 dollara en ákafir safnarar hringdu og buðu upp undir 1.200 dali á eintak. KVIKMYNDIR Kvikmyndir hafa verið gerðar eftir 21 af bókum Kings; fyrir hverja mynd, sem gerð verður í framtíðinni, fær höfundurinn frá einni og upp i tvær milljónir dala. Hann skrifaði handritið aö fimm myndanna og lék aukahlutverk í þremur þeirra. Sú mynd Kings sem mestu skilaði í kassann var Pet Sem- atary, fyrir hana komu inn rúm- ar 57 milljónir dala og fyrir Stand by Me fékkst 51 milljón dala. It var gerð að fjögurra tfma sjónvarpsmynd og sýnd á ABC-sjónvarpsstööinni síð- astliðið haust og myndin Eymd var einnig frumsýnd síðastliðið haust. DULNEFNI Það fyrirfinnast tveir Konung- ar. Þegar útgefendur neituðu að gefa út fleiri en eina af bók- um hans á ári fór hann að skrifa bækur undir nafninu „Richard Bachman". Þegar pretturinn uppgötvaðist til- kynnti King að Bachman hefði látist úr „krabbameini í. dul- nefninu“. SKRIFTIR King skrifar tíu síður daglega á Wang-tölvuna sína nema á afmælisdaginn sinn, þjóðhá- tíðardag Bandaríkjanna og jóladag. „Á morgnana, alltaf á morgnana,“ hefur hann sagt. „Heldurðu að ég vilji skrifa þetta aö kvöldlagi?" Meöan hann skrifar hlustar hann á uppáhalds þungarokkið sitt á WZON, útvarpsstöðinni sem er í eigu hans sjálfs. Hann hættir yfirleitt á „bjórtíma" sem er um fimmleytið. Eftirlætis- greinarmerkjasetning hans er röð þriggja upphrópunar- merkja!!! VERA Hann er 43 ára að aldri, 195 sm á hæð og vegur 93 kíló. EIGUR Hann á tvö hús: sumarbústað við vatn í Maine-fylki og 130 ára gamalt, 23 herbergja hús frá Viktoríutímabilinu í Bangor. Umhverfis húsið er svört smíðajárnsgirðing, skreytt kóngulóm og leður- blökum. Hann á tvo Benza, einn rauðan Cadillac blæjubíl, einn Chevrolet sendiferðabíl og eitt Harley- Davidson mót- orhjól. Hann segir sjálfur að hann hafi fengið þrjár frumlegar hugmyndir á ævinni. 7.TBL.1991 VIKAN 33 TEXTI: ÞORDIS BACHMANN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.