Vikan - 04.04.1991, Síða 41
OFFITA OQ
ÖNNUR ÁÞJAN
SVAR TIL L Ó U
Kœra Jóna Rúna!
Mig langar til að vita hvort þú getur leiðbeint mér og ráðiagt. Þannig er mál
með vexti að ég er tœplega þrítug og er með ofsalega minnimáttarkennd.
Ég er ógift. Það sem þjakar mig mest er að ég erþrjátíu kílóum ofþung og
er með frekar skemmda húð.
Ég á mjög erfitt með að taka sjálfstœðar ákvarðanir og lœt yfirleitt aðra um
að ákveða fyrir mig. Mér finnst oftast, þegar ég tek þœr sjálf, að allt fari í
vaskinn. Ég grœt oft á kvöldin því mér finnst ég eiga bágt. Þó veit ég að
margt fólk á miklu erfiðara en nokkurn tíma ég.
Reyndar finnst mér allt eitthvað svo vonlaust og ömurlegt, þó á ég mjög
góða íbúð. Oft hef ég sótt um hinar ýmsu stöður því mig langar að komast
í framtíðarstarf, en alltafverið hafnað. Ég get ekki meir og er að gefast upp.
Getur þú ráðlagt mér eitthvað.
Kæra Lóa!
Þakka þér hjartanlega
fyrir þitt ágæta og ein-
læga bréf. Við skoðum
ástand það sem plagar þig í
gegnum innsæi mitt og
hyggjuvit, í von um að það
kunni að liggja einhver mögu-
leiki þér til handa í því sem
mér er Ijúft að leggja til þér til
viðmiðunar við þinn eigin vilja,
til réttra lausna á því sem hvílir
á þér og gerir þig dapra.
VANMAT VARHUGAVERT
Að hafa takmarkaða tiltrú og
persónulegan áhuga á sjálfum
sér er ekki viturlegt eða þægi-
legt innra ástand en vissulega
vandleyst og viðkvæmt ef
dýpra er skoðað. Þó er langt
frá að það sé óyfirstíganlegt,
Með fyrirfram þökk
Lóa.
þó þaö kunni að hafa hvarflað
að þér.
Flest erum við þannig gerð
að við komumst vart hjá ein-
hverjum efasendum um okkur
sjálf á vissum tímabilum í lífs-
göngu okkar hér á þessari
annars ágætu jörð. Það er vit-
anlega afar nauðsynlegt að
hafa staðgóða innri þekkingu
á eigin ágæti og ýmsar þægi-
legar en tímafrekar leiðir eru til
að slíku markmiði.
SKÓLAKERFIÐ
Best væri ef viðgengist í
skólakerfinu kennsla og þjálf-
un í almennri hvatningu til
handa einstaklingum og hæf-
ist strax í byrjun skólagöngu.
Þar ætti sér stað einhvers kon-
ar greining á augljósum kost-
um og göllum viðkomandi og
hvort tveggja fengi viðhlítandi
meðhöndlun þeirra sem til
þekktu hvernig mögulega
mætti vinna úr. Ef kostir okkar
væru strax í upphafi ræktaðir
upp, auk þess sem augljósir
áhugaverðir og eftirtektarverð-
ir eiginleikar væru efldir og
styrktir markvisst, myndi ör-
ugglega draga stórlega úr
vanmati alþýðumanna á eigin
persónu.
Aftur á móti yrði á sama
tíma að draga úr og plokka
burt það sem augljóslega félli
undir heftandi eiginleika við-
komandi. Hvort tveggja yrði að
gerast með fullkomnum vilja og
vitund þess sem í hlut á, þó
um börn væri að ræða sem
skilja ekki allt í fyrstu.
Til þess að þannig sjónar-
mið gagnvart einstaklingseðli
barna njóti sín, verður að fá
þau til að tala og kynnast þeim
í gegnum viðræður og tilfinn-
ingalega tjáningu. Slíkt er ein-
ungis hægt ef tekið er með í
reikninginn að mannlegir þætt-
ir tilverunnar eru ekki síður
mikilvægir til umfjöllunar og
meðhöndlunar og jafnvel til
framdráttar einstaklingnum en
til dæmis almenn þjálfun í er-
lendum tungumálum og
stærðfræði.
HROKI AÐ VANMETA
ANDLEGA EIGINLEIKA
Það er óviturlegur andlegur
hrokagikksháttur að vanmeta
mikilvægi andlegra verðmæta,
sem liggja fyrst og fremst í
hæfni einstaklingsins til að
meta sem nákvæmast eigið
ágæti. Það er svo aftur á móti
vísir að mannlífi sem byggist
fremur og ekki síður upp á því
persónulega og huglæga en
því járnkennda og kalda.
Við erum öll á áþekkan hátt
byggð upp á sviðum tilfinninga
og þurfum öll á því að halda
að rökræn þjálfun þeirra sé
markmviss frá upphafi en ekki
tilviljunarkennd og komi þá í
framhaldi af einhvers konar
vonbrigðum eða missi.
Við eigum ekki að þurfa að
byrja tilfinningalega og and-
lega upþbyggingu í framhaldi
af áfalli heldur eigum við að
vera vel undir slíka innri
hnekki búin þegar að þeim
kemur, eftir að hafa frá barns-
aldri lært að skilja og skynja
mikilvægi þess að láta I Ijós
með orðum og atferli þær til-
7.TBL. 1991 VIKAN 41
JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SVARAR LESANDA