Vikan


Vikan - 04.04.1991, Page 61

Vikan - 04.04.1991, Page 61
Grænmetispönnukaka með sojasósu Smáréttur Fyrir 4-6 Áætlaður vinnutími 20 mín. Höfundur: Ásbjörn Pálsson HRÁEFNI: Pistasiur (hnetur) 10 sveppir 2 gulrætur 2 stönglar sellerí 1 blaðlaukur 1 paprika gul, rauð, græn 10 sykurbaunir 10-15 smjörbaunir 1 laukur % dl ólífuolía Sósa 250 g smjör 2 dl rjómi 3 dl mysa eða hvítvín 1 msk. mango chutney 1 Vá dl sojasósa Deig: 1/2 I mjólk 2-3 egg hveiti V4 tsk. salt 50 g smjörlíki Ódýr □ Erfiður □ Heitur □ Kaldur □ Má frysta □ Annað: AÐFERÐ: ■ Deigið er lagað eins og venjulegt pönnukökudeig. Mjólk og egg er hrært saman. Hveitinu hrært út í smám saman. Smjörlíkið brætt og bætt út í síðast ásamt saltinu. Síðan eru bakaðar úr deiginu pönnukökur, ein á mann. ■ Sósan: Smávegis af lauknum er saxað og kraumað í klípu af smjörinu. Mysunni eða vfninu bætt út í og látið sjóða niður um helming. Þá er rjómanum hellt saman við. Er hann sýður er smjörið öllu hrært út í en gætið þess að sjóða sósuna ekki eftir að smjörinu er komið í hana. Þegar þessu er lokið er sojasósunni og mango chutney bætt saman við. Þá er sósan tilbúin. ■ Grænmetisfylling: Grænmetið er allt skorið niður í fína strimla nema eitt lauf af blaðlauknum sem er skorið eftir endilöngu svo hægt sé að binda fyrir pönnukökurn- ar. Þá er grænmetið steikt á mjög heitri pönnu í ólífuolíunni, kryddað með salti og '/2 dl sojasósu. Grænmetinu er síðan komið fyrir í miðjunni á pönnukökunum ásamt hnetunum og bundið fyrir með blaðlauksstrimlunum. Til að hægt sé að binda fyrir með blaðlauknum verður að dýfa honum í sjóðandi vatn í nokkrar sekúndur. Pönnu- kökurnar eru síðan hitaðar í 160 gráða heitum ofni í 5 til 10 mínútur. TESCO VÖRUR STRAUMNES S 91-72800 SPORHAMRAR S 91-675900 FJÖLNISGÖTU 4b S 96-27908 GRlMSBÆ S 91-686744 ÁLFASKEIÐ 115 S 91-52624 Fyllt rauðspretturúlla með blaðlaukshreiðri Fyrir 4 Höfundur: Ásbjörn Pálsson HRÁEFNI: 600 g rauðsprettuflðk 4 sveppir 4-5 blaðlaukur 4 hörpuskelfiskar V2 msk. kjúklingakraftur % laukur 250 g smjör 1 Vz dl mysa eða hvítvín 11/2 dl kræklingasoð 2 dl rjómi Ódýr □ Erfiður □ Heitur □ Kaldur [x| Má frysta □ Annað: ADFERÐ: ■ Fyllingin í rauðsprettuna: Skerið tvo blaðlauka niður í 4 cm langa bita og sfðan hvern bita í fernt (notið aðeins hvíta hlutann af blaðlauknum). Skolið hann síðan vel og kraumið í potti - bætið kjúklingakraftinum og vatni út í þannig að rétt fljóti yfir blaðlaukinn. Látið sjóða þar til næstum allt vatnið er horfið og látið kólna. ■ Rauðsprettan fyllt: Roðflettið rauðsprettuna og beinhreinsið. Bankið lítillega með buffhamar eða hnff. Skerið sveppina ( sneiðar svo og hörpuskelfiskinn. Flökin eru lögð á bretti þannig að roðhliðin snúi upp. Blaðlaukurinn, hörpuskelin og sveppirnir lögð í miðjuna í þessari röð - kryddað með salti og pipar. Rúllið fiskinum síðan upp og plastfilma sett utan um hverja rúllu. Þannig helst formið á rúllunum fallegt. Gufu- sjóðið síðan fiskinn í 4-6 mínútur. ■ Sósan: Laukurinn er saxaður og kraumaður í smjörklípu. Mysunni (eða hvítvín- inu) og kræklingasoðinu bætt út í og soðið niður um helming. Rjómanum blandað við þar á eftir. Þegar sósan sýður er afganginum af smjörinu bætt í og kryddað með salti og pipar eftir smekk. ■ Blaðlaukshreiðrið: Skerið blaðlaukinn sem eftir er niður í u.þ.b. 7 cm langa strimla (fína). Notið aðeins hvíta hlutann. Skolið vel og djúpsteikið í matarolíu. Þerrið og saltið.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.