Vikan


Vikan - 04.04.1991, Page 64

Vikan - 04.04.1991, Page 64
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON NOKKRAR TILLÖGUR AD ANDLITSFÖRÐUN Forngrikkir reiknuðu út hlutföll fullkomins lík- ama þannig að þeir sklptu honum í átta jafnstóra hluta: höfuðið, frá höku að geirvörtum, frá geirvörtum að nafla, frá nafla að nára, frá nára að miðju læri (þangað sem hendurnar ná þegar mað- ur stendur þráðbeinn), þaðan að hnjám, frá hnám á miðjan sköflung og þaðan til Ilja. Sam- tímamennirnir og erkióvinirnir Michelangelo og Leonardo da Vinci fundu út ýmislegt í viðbót um mannslikamann og nú vita helstu tískufræðingar heims- ins að hlutföllin í fullkomnu andliti eru ótrúlega skipulögð. Fjarlægðin frá hársrótum að augnabrúnum er jöfn fjarlægð- inni frá augnabrúnum að nef- broddi og frá nefi niður á miðja höku (til dæmis að péturs- spori) er sama fjarlægð. Það vill svo vel til að þumallinn á að vera jafnlangur og þessar fjar- lægðir svo það ætti að vera auðvelt að nota hann sem mælistiku. Ef þessi mælistika er færð í beinni línu frá nefi að eyrum kemur í Ijós að eyrun eru í sömu hæð og nefið og jafnlöng því. Nákvæmlega eitt auga á að rúmast á milli augn- anna tveggja og nefið á að vera eins breitt og lengd ann- ars augans en munnurinn tvær augnlengdir þegar bros- að er. Svona er staðlað andlit en frávik gera það óneitanlega persónulegt. Til dæmis er sagt að vinstri andlitshelmingur Gretu Garbo hafi verið gjöró- líkur þeim hægri. Hvernig er svo best að ná fram bestu eiginleikum andlits- ins með förðun? Auðvitað er byrjað á undirlitnum og síðan púðrað yfir. Grunnurinn ætti ekki að vera dekkri en húðin, frekar Ijósari. Það er vegna þess að annars verður hálsinn of Ijós en hann er að öllu jöfnu ekki farðaður. Það fer svolítið eftir duttl- ungum tímans hvað er í tísku en við skulum halda okkur við upphaf tíunda áratugar þess- arar aldar og byrja á augna- brúnunum. Þær eiga að vera óplokkaðar og eðlilegar í ár. ◄ Þhilippe Cornll frá Monaco með sýnlkennslu í förðun á vegum Lancaster á Holiday Inn fyrir skömmu. Best er að hafa þær örlítið dekkri eða jafnvel töluvert dekkri en höfuðhárið og fer það að sjálfsögðu eftir því hvað hárið er dökkt. Best er að bursta fyrst á móti augna- brúnahárunum og greiða þau síðan til baka með burstanum. Ekki þykir ráðlegt að fara fram- ar en beint fyrir ofan augna- krókinn nær nefinu því annars verður andlitið þungbúið (breiðar augnabrúnir) eða grímulegt (mjóar augnabrún- ir). Ekki skal heldur fara langt út að ytri brúnunum nær eyr- anu. Næst skal draga boga- dregna línu yfir augnlokið og fylgja eðlilegu línunni sem er þar fyrir. Gott er að nota lit sem er andstæður við augun, til dæmis brúnt á móti bláum augum, blátt, grátt, fjólublátt eða jafnvel grænleitt við brún augu. Gott getur veri ð aö miða við lit fatanna eða lit klúts um hálsinn og láta samræmið ráða. Nú er komið að augn- skuggunum. Franska fyrirtæk- ið Lancaster framleiðir til dæmis augnskugga sem eru tveirtil þrír i sama boxinu; Ijós og dökkur eða Ijós, miðlungs og dökkur. Þessir augnskugg- ar eru sérstaklega ætlaðir til blöndunar hver við annan. Ef augun eru mjög framstæð er ágætt að dekkja svæðið á milli augnakróks og augnabrúna næst nefinu en það má ekki vera of áberandi. Undir venju- legum kringumstæðum er gott að lita ytri hluta augnaloksins (svona einn þriðja) og þaðan skugga í áttina upp að ytri enda augnabrúnarinnar. Sama lit má setja undir augun upp að augnhárunum, ekki alla leið í áttina að nefinu en svona tvo þriðju af leiðinni og láta litinn dofna út. Það á reyndar alltaf við þegar skugg- ar eru málaðir; láta þá deyja út. Augnhárin eru svo máluð á hefðbundinn hátt. Þá er komið að kinnalitnum. Best er að byrja við gagnaug- að og bursta með hringlaga hreyfingum í áttina að nasa- vængnum. Umfram allt ekki hafa þetta of áberandi. Um varalitinn mætti hafa mörg orð og eins mismunandi og varirnar eru margar. Gott er að nota til dæmis Lancaster- varalit. Hann helst á vörunum, smitar ekki og er þannig settur saman að það má jafnvel nota hann með kinnalitnum - á kinnarnar. Og svo er bara að hafa neglurnar í sama lit og varirnar. 62 VIKAN 7. TBL. 1991

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.