Vikan


Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 66

Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 66
TEXTI: JÓHANNA S. SIGÞÓRSDÓTTIR Ferðaskrifstofufólkið mætti vel og var salurinn þétt setinn. FLUGLEIÐIR HEFJA kÆTLUNARFLUG TIL HAMBORGAR LÍFLEG LANDKYNNING í BORGINNI GRÆNU Þaö var mikið um að vera í ráðstefnuhöllinni Con- gress Centrum í Ham- borg á dögunum þegar Flug- leiðir kynntu nýtt áætlunarflug til sömu borgar, sem hefst 25. apríl næstkomandi. Til gleðinnar var boðið ferðaskrifstofufólki í Hamborg og var vel mætt. Við komuna var gestum boðið upp á drykk, rétt á meðan þeir voru að kasta mæðinni. Að því loknu var þeim boðið að ganga í salinn. Þar gaf á að líta því fyrsta sjónin sem mætti þeim var langborð, fallega skreytt í íslensku fánalitunum, hlaðið rammíslenskum kræsingum. Auðvitað var íslenska fjalla- lambið mætt á staðinn og naut mikilla vinsælda eins og alltaf. Þá voru á boðstólum ýmsir sjávarréttir og svo auðvitað þorramatur. Ilmandi hákarlinn var þarna líka og mátti sjá gesti sem hölluðu sér fram og þefuðu svo lítið bar á upp úr krúsinni. Flestir þeirra voru fljótir að rétta úr sér aftur en sumir létu sig hafa að smakka og líkaði bara vel! Voru þeir afar hrifnir af íslenska matnum og sögðu einhverjir að þeir væru vísir til þess að koma til landsins þótt ekki væri nema bara til þess að fá sér að borða. Þegar fólk var sest til borðs hófst kynning á íslandi. Sýnd- Steinn Logi Björnsson, forstööumaöur Flugleiðaskrifstofunnar í Frankfurt (annar f.v.), ásamt tveim erlendum starfs- mönnum Flugleiða við veisluborðið. ar voru litskyggnur og Ingi Gunnar Jóhannsson flutti ís- lensk lög og lék undir á gítar. Steinn Logi Björnsson, yfir- maður Flugleiðaskrifstofunnar í Frankfurt, sagði frá fyrirhug- uðu áætlunarflugi, kynnti nýj- an flugflota Flugleiða og fræddi gesti á ýmsu sem við- kemur landi og þjóð. Loks sýndi töframaður kúnstir sínar meö aðstoð nokkurra fórnar- dýra úr salnum. Við innganginn höfðu gestir fengið afhenta miða sem voru happdrættismiðar í ferða- getraun. Vinningar voru Lamb kiötið F W' ^ dregnir út í lok samkomunnar isienska þótti M0ST 'Lt'-f 1 ■ °9 vitaskuld var aðalvinningur afar Ijúffengt. I 'f. ';***&&~ " * ferö til íslands og til baka. 64 VIKAN 7. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.