Vikan


Vikan - 30.05.1991, Blaðsíða 8

Vikan - 30.05.1991, Blaðsíða 8
TEXTI: GUÐNÝ Þ. MAGNÚSDÓTTIR / LJÓSM.: BINNI Hvað segir nýja konan? Frh. af bls. 7 - Þaö hefur þá ekki komið þér á óvart að hann skildi svo stuttu eftir að þið kynntust? „Nei, alls ekki. Það sem kom mér aftur á móti mjög á óvart var að umhverfið virtist skrifa þennan skilnað gjörs- amlega á minn reikning." - Hvaða skýringar hefur þú á því að þér var kennt um skilnaðinn? „Ein ástæðan gæti verið sú að hann hélt því aldrei leyndu að það væri ný kona í lífi sínu. Meðal annars sagöi hann frá því þegar þau hjónin leituðu til prests til að láta lesa sig I sundur. Samband okkar var því strax gert lýðum Ijóst. En aðalástæðuna tel ég vera þá að þegar fólk stendur frammi II Þau hata sýnt föður sínum gífurlegan hefndarhug og þau heimsækja hann aldrei. 11 ff Þeir sem hneyksluðust voru ekki ættingjar mínir né vinir heldur ýmsir karlmenn sem í mörg ár höfðu reynt að gera mig að viðhaldi sínu. f f fyrir skilnaði er gott að finna einhvern til að geta kennt um hvernig fór. Skilnaður er skip- brot ef svo má að orði komast og þá er gott að hafa tiltækan einhvern utanaðkomandi aðila til aö kenna um ófarirnar frem- ur en að leita sakar hjá sjálf- um sér. Það er mjög þægilegt að geta kennt konu úti í bæ um í stað þess að horfast í augu við sjálfan sig og vanda- mál heimilisins og hjóna- bandsins. Hjónaband þarf að rækta rétt eins og hvert annaö samband manna I millum og hafi fólk sofnað á verðinum og haldið að eitthvað vari að ei- lífu, án þess að þurfa til þess að kosta nokkru, hefur það rangt fyrir sér.“ - Þú ert með þessu að segja aö þú hafir engin áhrif haft á þaö að maðurinn skildi við konu sína. „Það er einmitt það sem ég er að segja. Það er nefnilega ekki hægt að eyðileggja neitt sem þegar er ónýtt. Ef einhver heldur að til sé sá aðili sem hefur slíkt aðdráttarafl að hann geti splundrað hamingju- sömu hjónabandi þá segi ég hinum sama að hann hafi rangt fyrir sér. Það fær sér enginn hamborgara niðri I bæ ef hans bíður stórsteik heima. Svo einfalt er það.“ - Þú hefur sagt mér að spunnar hafi verið upp mergj- aðar kjaftasögur um samband ykkar. „Já, þær voru margar og margvíslegar að gerð. Meðal annars voru sagðar um það sögur að ég hefði komið inn á heimili mannsins og sótt hann og nánast beitt hann ofbeldi til að fá hann til að flytja til mín. Annars eiga flestar sögurnar það sammerkt að fjalla um ófarir okkar, til dæmis eigum við sífellt að vera að skilja því samband okkar sé svo slæmt. Það var þó sýnu alvarlegra þegar haft var samband við vinnufélaga mannsins míns og reynt að sverta hann í þeirra augum meö andstyggi- legum söguburði. Ein sagan segir að við höfum skilið fyrri konu mannsins míns eftir al- gjörlega eignalausa. Það rétta I þvi máli er að viö skilnaðinn fór maðurinn minn út úr ára- tuga hjónabandi án nokkurs nema skulda. Annars vinnur tíminn gegn þessum sögu- smettum því að smám saman kemur í Ijós aö sögurnar eiga við engin rök að styðjast og þá hættir fólk að trúa þeim og hlusta á þær.“ - Hvernig tóku börnin skiln- aði foreldra sinna og seinna hjónabandi ykkar? „Þau brugðust afar illa við. Þau eru öll i kringum tvítugt og það er skemmst frá því að segja að ég hef aldrei séð þau þó ég hafi nú verið gift föður þeirra í rúm tvö ár. Þau hafa sýnt föður sínum gífurlegan hefndarhug og þau heimsækja hann aldrei." - Hefur þetta ekki haft áhrif 8 VIKAN 11.TBL1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.