Vikan


Vikan - 30.05.1991, Blaðsíða 62

Vikan - 30.05.1991, Blaðsíða 62
ÞÝÐING: LÍNEY LAXDAL MEDÞAD! Vatnið flæðir yfir gólfið og bleytir nýja teppið þitt. Karlinn og krakkarnir vaða inn á skítugum stígvél- um. Viðgerðarmaðurinn kem- ur of seint. Bílhurðin rispast. Stressar þú þig undir slíkum kringumstæðum eöa segir þú skítt með það, þetta gerir ekk- ert til! - Ég hef áhyggjur af þér, sagði vinkona mín við mig um daginn. - Þú drekkur allt of mikið te. Sjálf drakk hún bara vatn. - Ég hef einhvers staðar lesið að það sé óhollt. Þú verð- ur að fara að hugsa um hvað þú lætur ofan í þig, góða mín. Mér svelgdist næstum á og samviskan nagaði mig, ekki samt út af einum tebolla held- ur af því að vinkona mín hafði fundið sér enn eitt áhyggjuefn- ið. Hún hefur áhyggjur af öllu sem gerist í heiminum. Hún segir líkur á stríði og hungri vera þetta og þetta miklar, hún hefur áhyggjur af einkunnum barnanna, ránum, sjálfs- morðsfaröldrum og ég veit ekki hverju hún hefur ekki áhyggjur af. Hún tilheyrir þeim hópi fólks sem ber heiminn á herðum sér og finnur alltaf rök með hinu illa. Það er sama hvernig reynt er að sannfæra hana, það tekst ekki. En hún er líka mjög góð vinkona, virki- legur vinur vina sinna. Hún er vís til að bjóðast til að pakka niður fyrir mann þegar maður er að fara í ferðalag (til þess að ferðaapótekið gleymist ekki) og hún segir manni að ganga í inniskóm svo manni verði ekki kalt. Þegar einhver er veikur er hún fyrsta mann- eskjan sem kemur til að hlúa að sjúklingnum því, eins og hún segir, alltaf getur eitthvað komið upp á! Ég á tvær aðrar góðar vin- konur og þær eru þeim góðu kostum búnar að geta tekið öllu með fullkominni ró. Ég kalla þær skítt með það Grétu og skítt með það Lísu. Hugsið ykkur bara þegar ryksugupokinn hjá skítt með það Grétu sprakk, allt rykið þyrlaðist um allt og klesstist á nýþvegnar gluggarúðurnar. Ekki nóg með það heldur duttu blómapottar úr glugganum og moldin úr þeim fór út um allt. Gréta var að undirbúa afmæl- isveislu dóttur sinnar og var í tímaþröng. En hún tók þessu létt. Hún girti svæðið af með stólum og sagöi: - Ég lýsi því yfir að þetta er hættusvæði. Það er tóm vitleysa að væla yfir þessu. Síðan gekk hún fullkomlega róleg út í garö. - Eigum við ekki að fá okkur hressingu? spurði hún. - Krakkarnirtaka hvort sem ekk- ert eftir þessu. Hvernig hefðir þú tekið þessu? Ég setti blómapottana varlega á sinn stað og ýtti hættulegu ryksugunni undir borð. Eitthvert barniö gæti dottið um hana og meitt sig, ekki satt? Og hvernig var þetta hjá henni skítt með það Lísu þeg- ar frárennslisslangan á þvotta- vélinni hennar stíflaðist? Lísa vissi að vélin var farin að dansa upp á síðkastið en hún var ekkert að hafa áhyggjur af því. Eitt kvöldið, þegar hún kom heim, var allt á floti og slangan lá DAUÐ á gólfinu. - Það er svei mér gott að ég bý á neðstu hæðinni svo ná- grannarnir geta ekki kvartað, sagði hún við mig í símann og hló. - Veistu þaö að ef þú ætl- ar að heimsækja mig i kvöld verður þú að koma á vaðstíg- vélum. Þetta var alveg ágætt, bætti hún við. - Ég þurfti hvort sem er aö þvo gólfið! Þvottavélin hennar var gam- aldags. Frárennslisslangan lá upp í næsta vask, síðan datt hún í gólfið og vélin dældi öllu vatninu beint á gólfið. - Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af, sagði Lísa. - Þaö er ómögu- lega hægt að muna eftir að gera allt. 62 VIKAN n.TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.