Vikan - 30.05.1991, Blaðsíða 27
##Viðskiptavinir þessa hamborgara-
staðar hafa víst aldrei séð neitt
þessu líkt, fyrr eða síðar, því strákarn-
ir tóku fram hljóðfœrin sín og fóru að
syngja úti á bílastœðinu og brátt
bœttist Marianne Faithful í hópinn.##
Olga og
Sigrún
dóttir
hennar á
sveita-
balli í
Ameríku.
Lengst til
vinstri á
myndinni
er sóló-
gítarleik-
ari The
Ventur-
ers.
A
4
rrSvo eignaðist ég íslenska vin-
konu. Hún var alltaf að reyna að
draga mig inn á þessa country-
klúbba. En almáttugur, þvílík
músík! Ég hélt ég myndi deyja.##
laust að bóka hótelherbergi
því þá var bara keyrt megnið
af nóttinni og næsta dag til að
komast á milli áfangastaða.
Það er miklu rólegra að sitja
við símann í miðri viku, enda
voru símareikningarnir ógur-
legir. Ég hugsa að ég gæti
keypt mér Bessastaöi fyrir það
sem ég hef borgað í þá (hlær),
en það kemur líka mikið í
kassann í staðinn.
- Svo fórstu út í fasteigna-
miðlun. Hvers vegna?
- Árið 1980 flutti ég til Se-
attle í Washington. Þar tók ég
það rólega um tíma og settist
á skólabekk til að taka próf í
fasteignasölu, fasteignalögum
og svo framvegis. Þetta er
svolítið strangt og allt öðruvísi
en hérna. Leiguhúsnæði er
líka allt öðruvísi. Þarna eru
kannski byggðar fimm hundr-
uð íbúða einingar í svo og svo
mörgum blokkum og í miðj-
unni á hverfinu er svokallað
klúbbhús. Þar er til dæmis
skrifstofan, sérstök dagstofa,
heiti potturinn, sána og jafnvel
fleira. Svo er sundlaug úti,
tennisvöllur og svoleiðis. Og
til að sjá um þetta þarf sérstak-
an framkvæmdastjóra. Hann
hefur aðstoðarmann og leigu-
miðlara á sínum snærum, auk
þess viðgerðarmann, húsvörð
og garðyrkjumann. Ég fór að
vinna við þetta, fyrst sem
leigumiðlari við að sýna fólki
íbúðir en vann mig upp í aö
verða framkvæmdastjóri. Fjór-
um árum seinna fékk ég vinnu
hjá öðru fyrirtæki sem aðstoð-
areignastjóri.
- Hvað er það eiginlega?
- Eignastjóri (property
manager) hefuröll nauðsynleg
próf til að geta selt fasteignir.
Þá er maður kominn í lögin og
heildarfjármálin. Hann getur
séð um nokkra tugi íbúða-
hverfa og hefur marga fram-
kvæmdastjóra undir sér. Stór
fyrirtæki, eins og til dæmis
IBM, eru með eignastjóra
vegna þess að þau eiga eignir
um allan heim. Ef maður vinn-
ur fyrir svo stórt fyrirtæki getur
maður þurft að fljúga heimsálf-
anna á milli. En þegar ég hafði
verið aðstoðareignastjóri í
stuttan tíma bauðst mér vinna
sem eignastjóri við fyrirtæki
sem var að mestu leyti með
stór einbýlishús og ég tók því
strax.
- Þú ert þá með marga í
vinnu?
- Vonandi ekkert allt of
marga. Ég er með skrifstofu-
fólk, aðstoðarmenn, húsverði í
blokkunum og stúlkur sem
sýna íbúðir. En ég sérhæfði
mig í stórum einbýlishúsum
sem eru dýr í leigu. Meðalverð
er kannski um 1800 dollara á
mánuði, sundlaug og allt inni-
falið. Það er sérstakur maður
yfir þessum dýru húsum og
sérstök ögrun að finna leigj-
endur fyrir þau. Og til að geta
fyllt þessi hús, því ég var á
prósentum, þá fór ég til dæmis
að hafa samband við Boeing-
skrifstofurnar. Þannig gat ég
fengið ýmsa sérfræðinga sem
vinna kannski á hverjum staö í
svona eitt ár. Mikið af þessu
fólki á kannski heimili og er
ekki að kaupa sér nýtt hús
heldur leigir það til lengri eða
skemmri tíma. Maður verður
því að vera fljótur að þefa uppi
stórfyrirtæki sem planta fólk-
inu sínu niður út um allt.
- Svo fórstu að selja fast-
eignir.
- Já, já. Það var sjálfsögð
þróun vegna þess að ef eig-
endur vildu selja húsin var
eðlilegt að láta mig um það.
Ég þekki þau betur en einhver
annar fasteignasali.
- Varstu þá búin að snúa
baki við skemmtanabrans-
anum?
- Þegar hér var komið hafði
ég smám saman dottið út úr
honum, þótt ég hafi alltaf hald-
ið sambandi við kunningja
mína þar. Ég hafði ekki sungið
opinberlega sjálf árum saman
heldur gutlaöi bara á gítarinn
fyrir sjálfa mig heima. En þetta
blundaði alltaf í mér. Þegar ég
komst út úr húsi þá var ég
komin niður í klúbb til að
dansa og hlusta á músik. Svo
eignaðist ég íslenska vinkonu.
Hún var alltaf að reyna að
draga mig inn á þessa coun-
try-klúbba. En almáttugur,
þvílík músíkiÉ.g hélt ég myndi
deyja. Fyrsta skiptið sem ég
fór með henni fór ég í bílnum
hennar. Ég gerði það aldrei
aftur því ég varð að hanga yfir
þessu í fjóra klukkutíma. Næst
fórum við á tveim bílum. Þá
sat ég í tuttugu mínútur, stóð
upp og sagði: Ég er að verða
veik, ég er farin, bless. Svo
gerðist það einn daginn.
Ég var orðin leið á öllum
þessum útvarpsstöðvum svo
ég fór að snúa takkanum. Þá
kemur allt í einu lag sem er al-
veg hoppandi fjörugt. Svo ég
var komin upp um alla veggi
áður en ég vissi af. Þá var
þetta Country & Western stöð
og lagið var með hljómsveit
Charlie Daniels, sem gerði
lagið The Devil Went Down to
Georgia. Þetta lag hét hins
vegar Drinking My Baby
Good-bye, fjörugt og skemmti-
legt. Svo ég hugsa: Ja, ég
gæti nú vel hlustað á meira af
þessu. Og næst þegar ég fór
út með vinkonu minni fór ég að
hlusta á þetta með allt öðru
eyra. Ekki rokkeyranu. Þar-
næst fór ég ein. Og út frá
þessu fór ég að tala við strák-
ana í hljómsveitinni. Seinna
var ég kynnt fyrir country-
dansara sem kenndi mér að
dansa þetta. Ég fór þangað
ein á sunnudagskvöldi og þá
er þar „Open Mike“ (opinn
hljóðnemi) sem þýðir að gestir
hússins mega troða upp. Ég
kunni nú engin country lög en
mér fannst ég samt verða að
reyna þetta. Þá mundi ég eftir
laginu Singin’ the Blues sem
ég kunni. Þetta gekk bara vel
og ég gerði þetta oftar. Þá var
elsta dóttir mín, Sigrún, nýbúin
í hernum en við höfðum oft
sungið saman og skemmt
okkur. Hún fer að vinna á
þessum stað sem barþjónn
þangað til hún fengi aðra
vinnu. Um sama leyti ætla þeir
að setja upp country-sjó. Þetta
átti að vera keppni sem fólst í
því að syngja, líta út og haga
sér eins og uppáhalds coun-
try-stjörnurnar manns. Ég átti
mér nú engar uppáhalds-
stjörnur í þessu ennþá en ein-
hver úr hljómsveitinni kom til
mín og spurði hvort við mæðg-
urnar værum ekki til í að taka
þátt í keppninni sem The
Judds; afskaplega frægar co-
untry-stjörnur í Bandaríkjun-
um, mæðgur. Ja, ég skal tala
um þetta við hana dóttur mina
en hvorug okkar er mikið inni í
Frh. á bls. 50
H.TBL1991 VIKAN 27