Vikan


Vikan - 30.05.1991, Blaðsíða 13

Vikan - 30.05.1991, Blaðsíða 13
HVAR ERU GÖMLU GÓÐU ÖMMURNAR? að er liðin tíð að amma sé með nýstraujaða svuntu og beri aðeins á sig ilmvatn við sérstök tækifæri. Ömmur em í æ meira mæli úti á vinnumarkaðnum. Þær ferðast um allan heim, eru í eróbikk og kökurnar kaupa þær í bakaríi! Víst þykir þeim vænt um barna- börnin og börnin sín en þær lifa sjálfar skemmtilegu lífi sem þær vilja halda í. Líf þeirra minnir lítið á hana gömlu góðu ömmu! Ég ætla að skreppa til ömmu, sögðum við og hentum skóla- töskunni inn í forstofu. Amma bjó á næsta horni og átti alltaf nýbakað brauð, heitt kakó og haföi nógan tíma til að segja okkur sögur eða leika við okkur. Hún setti plástur á sár sem sá- ust ekki nema í smásjá, var með blómamunstraða svuntu og það var alltaf gott að skríða upp í kjöltu hennar. Hún hafði líka óendanlegan tíma... Amma mín hafði svo góðan tíma - og þolinmæði - að ég fékk að leika hárgreiðslukonu tímunum saman. Árangurinn voru þúsund krullur sem stóðu í allar áttir en amma sagðist vera svo fín að hún gæti farið á ball. Og ég varð afar stolt! Þessa klukkutíma hefði amma senni- lega getað notað til skynsam- legri hluta en hún vildi vera með mér. Seinna um daginn gátum við skroppið upp á háaloft og mátað gömul föt. Það tók einnig sinn tíma. Það var gaman í gamla daga. Ein þekkt amma hefur eigin skrifstofu og ef hún er ekki þar er hún á ferðalögum um allan heim eða á „hemaðarlega" mikilvægum fundum. Það eru ekki öll börn sem geta sagt að amma þeirra sé forsætisráð- herra. Fólk myndi álíta þau Ijúga. En þetta geta barnabörn Gro Harlem Brundtland sagt. Ég er viss um að henni þykir mjög vænt um barnabömin sín en ég get ekki ímyndað mér að hún hafi mikinn tíma til að sinna þeim. Ekki geta allar ömmur verið forsætisráðherrar en það emb- ætti þarf ekki til, til að konur taki starf sitt alvarlega. Stööugt fleiri konur fara í framhaldsnám og fá vinnu í samræmi við það. Þegar þessar konur verða ömmur hætta þær ekki að vinna fyrir það! Ömmur okkar eru unglegar. Það eru bara langömmur sem eru gráhærðar og staulast um í popplínkápu. Amma hefur nefnilega uppgötvað París og London og tískuna þar. Hún er vel klædd, gengur í aðskorinni dragt og litar hárið kastaníu- brúnt. (jólagjöf fær hún stress- tösku og dömurakvél í stað nokkurra tegunda af ilmvatni. Og amma hugsar vel um lík- ama sinn með alls kyns leikfimi- æfingum. Það gerðu ömmurnar ekki hér áður fyrr. Þá þótti alveg ágætt að hafa nokkur aukakíló á maga og mjöðmum. Það var svo mjúkt að skríða upp í fang- ið á henni ömmu þá og heyra sögur af henni frá því að hún var lítil. Nú eru heilsustúdíóin full af ömmum. Þær sippa, hoppa, svitna og afþakka rjómatertusneið eða pönnsur þegar þær eru í heimsókn. Á isskápnum hennar ömmu hangir kaloríutafla og hún borð- ar gulrætur milli mála því hún er á kúr. Hún verður að líta vel út í vinnunni, á fundunum og öll- um ferðalögunum. Andlitsfarð- inn er í stíl við klæðnaðinn og þegar aldurinn verður sýnilegur er vandalaust að láta fjarlægja hrukkur hér og þar. Staðreyndin er sú aö ömmur nútímans vilja ekki eiga sín síð- ustu ár bara með börnum og barnabörnum heldur vilja þær líka eiga sitt eigið líf, vini, sinn eigin frama og áhugamál. Þær dýrka barnabörnin og vilja gefa þeim hitt og þetta, líka brot af dýrmætum tíma sínum - en ekki lengi í senn. Þær kasta ekki frá sér því sem þær eru að gera til þess eins aö passa barnabörnin meðan foreldrarnir fara í bíó. Amma ætlar nefni- lega líka sjálf í bíó! Þær eru ekki heima að bíða eftir að deigið lyfti sér eða barnabörnin komi heim úr skólanum. Reyndar búa barnabörnin ekki endilega í næsta nágrenni þannig að sambandsleysið er ekki alltaf ömmu að kenna. Það má skella skuldinni á breytta lífshætti og margt fleira. Það vantar ekki umhyggjusemi, síð- ur en svo. Amma kann aö meta öll smáatvik og smáhluti sem börnin gefa henni. Litið visið blóm, sem tveggja ára puttar hafa slitið upp, gleður ömmu. Það er bara heimurinn sem breytist og við með. Það er ekki langt í aö gam- aldags ömmur séu bara til f ævintýrum. Er þetta leiðinlegt? Kannski. En hver okkar sem nú erum ungar vill láta setja sig á bás þegar hún verður amma - af því hún verður amma? Nei, við viljum vinna, fara út að trimma, fara í fínum fötum á árshátíð og umfram allt eiga gott ástarlíf - þrátt fyrir að við séum ömmur! Við spillum barnabörnunum okkar með sælgæti úr fríhöfninni og leik- föngum úr síðustu ferð til London. Við viljum ekki láta nota okkur sem ókeypis barna- píu í tíma og ótíma. Við eigum okkar líf og það er ekki nóg að hringja meö fimm mínútna fyrir- vara til að spyrja hvort við get- um passað. Við viljum gjarnan passa barnabörnin en við gæt- um verið búnar að ákveða eitt- hvað annað fyrir kvöldiö. Við viljum heldur ekki láta kalla okk- ur egóista af því að við þurftum nauðsynlega að fara í við- skiptaferð daginn sem Lilli varð fjögurra ára. Á jólunum erum við samt alltaf til staðar - ef við erum ekki á Hawaii að slappa af! □ 11. TBL 1991 VIKAN 13 LÍNEY LAXDAL ÞÝDDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.