Vikan - 30.05.1991, Blaðsíða 26
Mæðgurnar Olga Dís og Sigrún í country-múnderingu fyrir
hæfileikakeppni í Oregon.
##Ég ráðskaðist með Coasters en var líka
með bókanir fyrir Drifters, Platters, Jewel
Akins, Venturers og The Ink Spots, sem
meðal annars gerðu frœgt lagið You Al-
ways Hurt the One You Love. Ég bókaði
þessa síðastnefndu bara einu sinni og
það var dramatískt.##
kraftarnir séu komnir á svæöið
og séu að gera sig klára. Á
meðan keyrum við hring eftir
hring í bænum og finnum ekki
neitt fyrr en við erum bókstaf-
lega lóðsuð inn á svæðið. Co-
asters höfðu átt að verða fyrst-
ir og Platters síðastir en þetta
fór þannig að Platters byrjuðu
og svo varð Jewel Akins að
verða næstur. Hann reyndi
auðvitað að teygja atriðið sitt
og tengja það með sögum um
Coasters. Enginn hafði heyrt
neitt frá okkur því þetta er ekki
eins og næturklúbbur sem er
hægt að hringja í til að segja
að maður sé týndur niðri í bæ.
En þetta endaði með því að
það var búið að hita svo vel
upp fyrir Coasters að það varð
allt vitlaust og á endanum
slógust Jewel Akins og Platt-
ers ( hópinn í lokaatriðinu.
- Þú varst með fleiri
skemmtikrafta.
- Jájá. Ég ráðskaðist með
Costers en var líka með
bókanir fyrir Drifters, Platters,
Jewel Akins, Venturers og The
Ink Spots, sem meðal annars
gerðu frægt lagið You Always
Hurt the One You Love. Ég
bókaði þessa síðastnefndu
bara einu sinni og það var
dramatískt. Ég komst í sam-
band við þá í Kaliforníu. Ég
var með skemmtilegan staö í
Klamath Falls í Oregon sem
ég var búin að setja Drifters og
Coasters inn á. Mértókst að fá
Ink Spots í klúbbinn þessa
umbeðnu helgi. En ég vissi
það ekki fyrr en seinna aö
aðalsöngvari þeirra var nýbú-
inn að gangast undir hjarta-
uppskurð og hann var sá eini
sem eftir var af upphaflegu Ink
Spots. Læknarnir voru búnir
að segja honum að hann
mætti alls ekkert gera strax.
En þetta er náttúrlega í blóð-
inu hjá þessu fólki. Það getur
ekki hætt. Honum fannst hann
vera alveg nógu hraustur til að
syngja. Og þeir fljúga frá Kali-
forníu til Klamath Falls. Ég var
í símasambandi við flugvöllinn
því ég komst ekki þangað
sjálf. Þeir lenda og allt í fína
lagi. Þegar aðalsöngvarinn var
kominn út úrflugvélinni hringdi
hann í konuna sína til að segja
henni að ferðin hefði gengið
vel. Svo kveður hann hana,
leggur tólið á, snýr sér við - og
dettur niður dauður.
- Hvað gastu gert?
- Það var ekkert hægt að
gera. Þeir sem eftir voru héldu
sína skemmtun á áætlun og
gerðu það í minningu söngv-
arans. Það var mjög sérstakt
og fór vel.
- Ég hélt að svona nokk-
uð gerðist bara í bíómynd-
um. Hvernig komstu þér í öll
þessi sambönd?
- Þegar ég hafði kynnst
Coasters var ég komin inn í
hringinn; inn fyrir þennan ó-
sýnilega vegg sem er utan um
þetta fólk. Þegar það gerist er
eins og hurð lokist aftan frá og
maður getur náð ( hvern sem
er, því að þetta fólk hefur sam-
band sín á milli. Nokie
Edwards, aðalgítarleikari The
Venturers, hringdi ( mig um
daginn með fyrirspurn um sjó
á íslandi. Hvað finnst þér? Svo
lengi sem ég hef rétt síma-
númer get ég alltaf náð í rétt
fólk. Sumt af því er með einka-
umboðsmann og marga auka-
umboðsmenn. Ég hringi
stundum í umboösmenn ef ég
er beðin um ákveðna
skemmtikrafta, alveg eins og
menn hringdu í mig þegar ég
ráðskaðist meö Coasters. Svo
eru skemmtanaskrifstofur sem
sjá um klúbbana eða það sem
skemmtikraftarnir kalla „the
rooms" eða herbergin. Leiðin-
legir klúbbar eru aftur á móti
kallaðir „klósett". Það eru
staðir sem fæstir vilja troða
upp á aftur, jafnvel þótt vel sé
borgað. Menn frá þessum
skrifstofum hringja stundum í
mig ef einhverjir af klúbbunum
þeirra vilja fá eitthvað af fólk-
inu sem er á mlnum snærum.
- Þú hefur ekki gert neitt
annað á meðan?
- Þetta var aukavinna til að
byrja með en svo fór það út í
það að ég gerði ekkert annað
þegar ég var á ferðinni. Þetta
er vel borgað og getur verið
skemmtilegt. Sérstaklega þeg-
ar eitthvað gerist óvænt. Einu
sinni fór ég með Coasters upp
í Salem og Drifters voru í
bænum. Coasters vildu fá að
sjá þá svo ég fór með þá (
klúbbinn, en þeir voru í galla-
buxum svo þeir stóðu bara
upp við vegg í myrkrinu. Svo
um eittleytið, þegar sjóið var
að enda og það var kominn
galsi í fólkið, byrjaði einn af
Coasters að syngja milliradd-
ir, hátt og skýrt og hinir tóku
undir. Fólkið í salnum heyrði
þá einhvern söng koma eins
og í stereo, sitt hvorum megin
úr salnum. Og Drifters taka
náttúrlega eftir þessu. Þá
slökktu þeir á hljóðnemunum
og það varð bara söngur, fram
og til baka, þeirra á milli, enda
fór ekkert á milli mála hverjir
þetta voru. Fólkið í salnum var
farið að standa upp og klappa
á milli laga. Á endanum varð
allt brjálað.
Daginn eftir áttum við
Coasters samleið meö Drifters
suöur eftir Oregon og fórum á
tveim rútum. Á leiðinni stopp-
uðum við hjá hamborgara-
sjoppu við þjóðveginn til að fá
okkur að borða. Þá er þar fyrir
ein hljómsveitarrúta. Og það
kom upp úr kafinu að í henni
er Marianne Faithful ásamt
hljómsveit á leiöinni norður.
Viðskiptavinir þessa hamborg-
arastaðar hafa víst aldrei séð
neitt þessu líkt, fyrr eöa síðar,
því strákarnir tóku fram hljóð-
færin sín og fóru aö syngja úti
á bílastæðinu og brátt bættist
Marianne Faithful ( hópinn.
Þessir fínu hljómleikar um há-
bjartan dag í sólskini; níu
söngvarar og einir sjö eða átta
hljóðfæraleikarar. Þarna voru
nokkur útiborð og fólkið færði
sig þangaö og starði. Fyrst
spurði það: Hverjir eru þetta?
Og þegar það komst á hreint
sögðu sumir: Guð minn góður!
Þetta eru Coasters! Drifters!
Marianne Faithful! Þarna voru
sungnir gamlir negrasálmar,
gamalt og nýtt rokk og svo
endaði allt á allsherjar blús.
Síðan var pakkað saman og
allir fóru sína leið. Stundum,
þegar ég hugsa til þessa fólks
sem hefur kannski sagt frá
ævintýri sínu á skyndibita-
staðnum við þjóðveginn og
enginn hefur trúað, þá finn ég
hvað lífið getur verið ótrúlegt.
- En var þetta ekki stund-
um erfitt?
- Það erfiðasta í þessu eru
ferðalögin því fjarlægðirnar
eru svo ótrúlegar í Bandaríkj-
unum. Stundum var tilgangs-
26 VIKAN 11.TBL1991