Vikan - 30.05.1991, Blaðsíða 48
JÓNA RÚNA KVARAN
Frh. af bls. 47
þig aftur á aö þar er um líkur
aö ræöa, hugsaðar til viðmiö-
unar fyrir þig ásamt ýmsum
öörum og öllu hefðbundnari
upplýsingum sem þú hugsan-
lega getur nálgast eöa upp-
götvað um sjálfan þig. Þó sýnir
reynsla síðustu tveggja ára-
tuganna vissulega aö ég get
farið nokkuö nærri staðreynd-
um í þessari innsæisgrein-
ingu.
Þú viröist þessi skemmti-
lega blanda af viðkvæmni og
styrk. Þaö getur veriö mjög
happadrjúg blanda ef hægt er
aö láta þannig skaphöfn vera í
sem mestu jafnvægi. Þó er
hætt við að þú sveiflist nokkuð
til geörænt og sért ýmist ofsa-
glaöur eöa fremur dapur, eigir
erfitt meö aö vera það sem er
nauðsynlegt þar á milli, vegna
mögulegra öfga í aðra hvora
áttina.
Þú virðist geðríkur, skap-
andi og eiginlega frekar frjór
og spennandi hugur, sýnist
mér. Sennilega henta huglæg
störf þér betur en verkleg, þó
ekki vilji ég fullyrða neitt um
mögulega hæfni þína til aö
reka nagla í spýtu ef bráö
nauðsyn krefur.
Þú ert trúlega bæöi tilfinn-
inganæmur og viðkvæmur.
Trúlega tengjast flest tilfinn-
ingahrif þín sterku ímyndunar-
afli og þess vegna nauðsyn-
legt fyrir þig að íhuga af skyn-
semi allt sem hendir þig svo
þú dragir sem réttastar álykt-
anir af möguleikum aðstæðna
þinna hverju sinni.
Hvað varðar framtíð þína er
sennilegt að eðlislægt sjálf-
stæði þitt verði til að fleyta þér
nokkuð langt hvað varðar
mögulegan frama og hæfni til
framkvæmda. Trúlega ertu
fremur einrænn í verunni en
góður og tryggur vinur þar
sem þú tekur fólki. Þú vilt trú-
lega eiga fáa en trygga vini.
Seinni partur ævi þinnar getur
framkvæmdalega orðið í
tengslum við mannúðarverk
einhvers konar og gæti orðið
til ávinnings fyrir heildina.
Þú verður sennilega eigin-
gjarn í ástarmálum og gætir
haft tilhneigingu til að slá eign
þinni alfarið á maka þinn ef þú
verður ekki á verði. Slik til-
hneiging er nefnilega fremur
hvimleið árátta sem eyðilagt
hefur mörg hjónaböndin að
ósekju. Þú ert fjölhæfur náungi
með launfyndinn húmor sem
getur örugglega auðveldað
þér mörg möguleg vonbrigði
lífsins. Sennilega hættir þér til
að taka of stórt upp í þig á
stundum vonbrigða.
Sennilega væri réttast fyrir
þig að hafa ákveðið keppikefli
að miða að sem fyrst hvað
varðar líklegt lífshlutverk
þannig að þú eflir möguleika
þína á sjálfstæði og stöðug-
leika í lífinu. Þetta þýðir náttúr-
lega að hyggilegast væri að
byrja að leggja góðan grunn
að framtíðarplönum og vinna
markvisst að því að þau fái lif.
Þú hefur, að því er mér sýnist,
sterka trúarþörf og ættir að
nota einlægar bænir sjálfum
þér til styrktar á sem flestum
augnablikum innri erfiðleika.
Eins og þú sérð, elskulegur,
virðist ekki vanta í þig mögu-
leikana. Óvissa þín um ástfor-
eldra þinna á þér er hryggileg
og þann mikilvæga þátt tilveru
þinnar verður að laga hið snar-
asta. Ég get ekki séð að
ástæða sé að efast um að þau
elski þig, þó þau mættu að
skaðlausu láta þig finna öllu
betur fyrir því. Gott er líka að
íhuga þann gullna sannleika
að það heyrirtil algerra undan-
tekninga að foreldrar elski ekki
börnin sín og venjulegast
liggja þá einhverjar afbrigði-
legar sálrænar ástæður fyrir
slíkum frávikum.
Þú ert litli strákurinn þeirra
og vertu það bara þangað til
þig langar til að verða stór.
Hættu samt ekki að vera strák-
urinn þeirra þó þú eldist og
þroskist því það er gott að vita
að pabbi og mamma elska
mann þó maður verði jafnvel
miklu stærri I annan endann
en þau að lokum og hana nú.
Eða eins og strákurinn
með stóru svörtu fílapensl-
ana sagði einu sinni í góðra
vina hópi: „Síðan ég lærði
að elska sjálfan mig með öll-
um mínum kostum og göll-
um er ég ekkert að skafa af
því, strákar mínir, að þá
„
LAUSN SIÐUSTU GATU
+ + + + + + H + 0 + + + + + s S + F
+ + + + + A L L T 0 F + L É T T + E
+ + + + + + E I N L Æ G A + R E R I
+ + + + + + S T E G L A + F A L E G
+ + + + + + S + S A N G U R + L I Ð
+ K Á L A + A F + + I N N A V I K A
H E M I L L + A T T + A U M A N N R
H N A S L + A L £ I G U + A N G 1 +
+ N + T T + N A + F + G A G A + N K
A S N I + S D + B A K A + 0 F + G L
+ L A + E T A + E R Ó + + s Ö L S A
+ U N D R A N D I + K V E I S A D D
+ K Ö R + F E R T U G U M + T V Æ D
L 0 S A Ð + F A T T U R + F + A M I
+ N + K I L J U + A L T + Æ F + I +
T A B 0 + A U M A N + A S R I T + S
H N A L L + + + U L L + ö T A R F I
+ + V A N D R Æ D A L E G + T E Y G
+ S 1 + Y + Ö G U N + I + A F I R U
S K A F T + K I N D I N A + U N I R
N Á N A S A R + S S + F + s N A R +
+ L + L A K Æ K + + V Ö L V A + + D
P L A S M A D + + G I L J I + S M A
+ + M A U R A R + E L D Ó p A L I Ð
U M T U R N A .+ Y N D I s + S Ö G U
+ + + + + + + + + + + + + + 1 R A R
1 Lausnarord : í j síðusti Jj krossgáTU:
Li A L L Æ R I S L E G U R
fyrst fann ég að aðrir elsk-
uðu mig líka, þrátt fyrir
þessa stóru svörtu á nefinu
á mér, sem þó eru grátiegir
gaurar svona beint framan í
manni eða þannig, Hemmi
minn.“
Guð gefi þér skilning á þínu
eigin gildi í hugum foreldra
þinna og trú á gott líf þér til
handa.
Með vinsemd,
Jóna Rúna.
Vinsamlega handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn
og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu
Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau
í einkabréfi.
Utanáskriftin er:
Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík.
INNSÆISNEISTAR
Stundum verðum við fyrir
því að einhver bregst
okkur, jafnvel persóna
sem við höfum sjálf stutt og
styrkt. Slík framkoma gerir
okkur flest ósátt. Þannig von-
brigði draga nefnilega oft dilk á
eftir sér andlega sem tilfinn-
ingalega. Við finnum fyrir ólgu
óánægju innra með okkur og
jafnvel hugsum viðkomandi
þegjandi þörfina, þó síðar
verði. Hyggilegt væri í þessu
huglæga kreppuástandi að
minnast þess að ef við erum
ósátt við framkomu viðkom-
andi er óviturlegt að auka á-
hrifin í hug okkar með því að
eyða tfma og þrótti í neikvæða
hugsun um viðkomandi.
Þannig erum við nefnilega
að gera áhrifamátt þessarar
persónu óþarflega fyrirferð-
armikinn í okkar ágæta huga.
Þar er átt við ef röng fram-
koma hans veldur okkur hug-
arangri og gerir okkur hrygg
þannig að við verðum aö auki
neikvæð um tíma. Það er svo
sem eðlilegt að finna tíma-
bundið til hryggðar. Ef hryggð-
in fær aftur á móti aukið l(f í
huganum óheft um langt skeið
er hætt við að dapurlegt hug-
lægt ástand myndist, jafnvel
vaxi og geti orðið afleitt með
tímanum. Slikt ástand getur
eitrað út frá sór og yfirfærst
beint eða óbeint á aðra og
óviðkomandi, sem er rangt
þegar betur er að gáð.
Ef óvarkárni í framkomu við-
komandi veldur síðan alls
kyns ömurlegum hugsunum
innra með okkur, sem afleið-
ing af breytni hans, sem lifa
svo kannski tímunum saman í
hugskoti okkar, erum við á
mjög varhugaverðum leiðum
andlega. Við erum beinlínis
með slíkri afstöðu að gefa ó-
fullkominni persónu ótakmark-
að líf og jafnvel vald yfir hugs-
unum okkar og kannski at-
höfnum. Nokkuð sem er að
sjálfsögðu heldur betur hall-
ærislegt, þó ekki væri nema
vegna þess að viðkomandi
brást okkur og gerði rangt með
því, að okkur finnst. Við það
eitt ættu ófullkomin völd hans
að takmarkast hjá eins ágætu
fólki og okkur.
Við viðhöldum sem sagt
ekki lágkúrulegri framkomu
þeirra sem sýna ódrengskap í
samskiptum sinum við okkar
annars ágætu persónu. Alveg
sama hversu fús viðkomandi
væri til að setjast einfaldlega
að í huga okkar óumbeðinn í
lengri tíma. Óþægindin, sem
heltóku okkur þegar hann
brást, voru nógu slæm þó við
séum ekki að láta þau fitna og
dafna óáreitt í hugsun okkar,
heilbrigðu sjálfsmati til þungra
byrðar og vanvirðu.
Þegar aðrir bregðast okkur
eru þeir fyrst og fremst að
bregðast sjálfum sér ef dýpra
er skoðaö, reyndar því sem er
best og fullkomnast í eigin
upplagi en alls ekki okkur.
Meðan mestu óþægindi rangr-
ar framkomu viðkomandi fá líf
í hug okkar getur okkur fundist
þvert á móti og hana nú.
48 VIKAN ll.TBL. 1991