Vikan - 30.05.1991, Blaðsíða 36
„Ekki æsa þig, Johnny. Það er margt gott til
líka.“
„Ég ... þarf að venjast tilhugsuninni," gat hann
stunið upp.
„Já. Ég veit."
„Hittirðu hana nokkurn tíma?“
„Við skrifumst á öðru hvoru. Við kynntumst eftir
slysið. Hún er verulega geðug stúlka. Hún er enn
að kenna í Cleaves en ég held hún sé að hætta í
júní. Hún er hamingjusöm, John.“
„Gott," sagði hann með erfiðismunum. „Gott að
einhver er það.“
„Sonur...“
„Þú ert þó ekki að segja leyndarmál," sagði
Vera Smith hress í bragði þegar hún kom aftur inn
í herbergið. Hún var með hrímgaða könnu I ann-
arri hendi. „Þær sögðu þig ekki mega fá ávaxta-
safa, Johnny, svo ég kom með engiferöl.“
„Gott, mamma."
Hún leit af Herb á Johnny og aftur á Herb.
„Varstu að segja leyndarmál? Því eruð þið
svona niðurlútir?"
„Ég var bara að segja Johnny að hann verði að
leggja mikið á sig vilji hann komast héðan,“ sagði
Herb. „Margar meðferðir."
„Til hvers ertu að tala um það núna?“ Hún hellti
engiferöli í glas Johnnys. „Nú verður allt í stak-
asta lagi. Sannaðu til.“
Hún smellti strái í glasið og rétti honum.
„Drekktu út,“ sagði hún brosandi. „Það gerir
þér gott.“
Johnny drakk út. Drykkurinn var beiskur.
7. KAFLI
» j »
„Lokaðu augunum," sagði Weizak læknir.
Hann var lágvaxinn, feitlaginn maður með mikið
hár og barta. Johnny komst ekki yfir allt þetta hár.
Árið 1970 hefði maður með svona klippingu þurft
að beita handafli til að komast út af sérhverjum
bar í Austur-Maine og maður á aldur við Weizak
og með svona hár hefði verið álitinn geðdeildar-
matur.
Allt þetta hár, maður.
Hann lokaði augunum. Höfuð hans var þakið
rafskautum. Skautin leiddu yfir í leiðslur sem
gengu út úr heilarafrita í veggnum. Brown læknir
og hjúkrunarkona stóðu við rafritann sem þrýsti
rólega fram breiðri pappírsörk. Johnny óskaði
þess að hjúkrunarkonan væri Marie Michaud.
Hann var svolítið hræddur.
Weizak snerti augnlok hans og Johnny kipptist
til.
„Nei... vertu kyrr, Johnny. Þetta eru síðustu
tveir. Einmitt... þarna.“
„Allt í lagi, læknir,“ sagði hjúkrunarkonan.
Lágt suð.
„Fer vel um þig, Johnny?“
„Mér finnst eins og það séu peningar á augn-
lokunum."
„Er það? Þú venst því strax. Nú ætla ég að út-
skýra framgangsmátann fyrir þér. Ég ætla að
biðja þig að sjá hitt og þetta fyrir þér. Þú færð tíu
sekúndur á hvert atriði og átt að sjá fyrir þér
tuttugu hluti í allt. Skilurðu?"
„Já.“
„Gott. Við byrjum. Brown?“
„Tilbúinn."
„Frábært. Ég bið þig að sjá fyrir þér borð,
Johnny. Á borðinu er apþelsína.“
Johnny íhugaði það. Hann sá lítið sþilaborð
með fellifótum. Á því hvíldi stór aþpelsína sem á
var stimplað orðið SUNKIST.
„Gott,“ sagði Weizak.
„Sér þetta tæki appelsínuna mína?“
„Nel... eða jú; þaö sér hana á táknrænan hátt.
Vélin skráir heilabylgjur þínar. Við erum að leita
að fyrirstöðum, Johnny. Sködduðum svæðum.
Hugsanlegum vísbendingum um áframhaldandi
þrýstisvæði inni í höfðinu. Nú bið ég þig að bíða
með Sþurningarnar."
„Allt í lagi.“
„Nú bið ég þig að sjá sjónvarp. Það er kveikt á
því en það móttekur enga stöð.“
Johnny sá sjónvarpið sem var í íbúðinni - hafði
verið í íbúðinni hans. Skjárinn var skærgrár af
snjó. Um enda inniloftnetsins var vafið álpappír
svo móttakan yrði betri.
„Gott.“
Þeir héldu áfram. Ellefta atriðið sem Weizak
bað um var: „Nú bið ég þig aö sjá skógarferðar-
borð vinstra megin á grænu engi.“
Johnny íhugaði það og sá sólstól fyrir sér. Hann
gretti sig.
„Er eitthvað að?“ spurði Weizak.
„Nei, alls ekki,“ sagði Johnny. Hann einbeitti
sér. Skógarferðir. Pylsur, grill... tengdu, fjandinn
hafi það, tengdu. Hve erfitt getur það verið að sjá
Weizak læknir var lágvaxinn,
feitlaginn maður með mikið
hár og barta. Johnny komst
ekki yfir allt þetta hár.
Árið 1970 hefði maður með
svona klippingu þurft að beita
handafli til að komast út af
sérhverjum bar í
Austur-Maine og maður á
aldur við Weizak og með
svona hár hefði verið álitinn
geðdeildarmatur.
skógarferðarborð fyrir sér, þú hefur ekki séð
nema þúsund þeirra um dagana; tengdu þig við
þá sýn. Plastskeiðar og gafflar, paþþadiskar,
pabbi hans með kokkahúfu, með langan gaffal í
annarri hendi og með svuntu sem á stóð hallandi
stöfum KOKKINN VANTAR DRYKK. Pabbi hans
að steikja hamborgara og svo færu þau öll og
settust við -
Ah, þarna kom það!
Johnny brosti og svo dofnaði brosið. í þetta
sinn sá hann hengirúm fyrir sér. „Fjandans!"
„Ekkert skógarferðarborð?1'
„Þetta er alveg furðulegt. Ég virðist ekki
geta... náð því. Ég veit vel hvað það er en ég
get ekki séð það fyrir mér. Er þetta furðulegt eða
er þetta ekki furðulegt?"
„Skiptir engu. Reyndu þennan: hnattlíkan á
húddinu á pallbíl.“
Það var einfalt mál.
Það gerðist aftur I nítjánda atriðinu, árabát sem
lá fyrir framan umferðarskilti (hver hugsar þetta
upp? velti Johnny fyrir sér). Þetta var gremjulegt.
Hann sá strandbolta liggja við hliðina á legsteini.
Hann einbeitti sér betur og sá brú yfir hraðbraut.
Weizak róaði hann og nokkrum andartökum síðar
voru leiðslurnar teknar af höfði hans og augnlok-
um.
„Hvers vegna sá ég ekki þessa hluti?“ sþurði
hann og leit af Weizakyfir á Brown. „Hvað er aö?“
„Erfitt að segja um með nokkurri vissu,“ sagði
Brown. „Þetta gæti verið einhvers konar bletta-
minnisleysi. Eða það gæti verið að slysið hefði
eyðilagt lítinn hluta heila þíns - og ég á við ör-
smáan hluta. Við vitum ekki hvað er að en það er
nokkuð greinilegt að þú hefur misst nokkur minn-
isspor. Það vill svo til að við hittum á tvö þeirra. Þú
átt líklega eftir að uppgötva fleiri."
Weizak sagði skyndilega: „Þú fékkst höfuðhögg
þegar þú varst barn, er það ekki?“
Johnny leit á hann með efasvip.
„Það er gamalt ör,“ sagði Weizak. „Það er til
kenning, staðfest af fjölmörgum tölfræðirannsókn-
um ... “
„Rannsóknum sem er langt frá lokið,“ sagði
Brown, næstum teprulega.
„Rétt er það. En þessi kenning gengur út frá því
að fólk, sem nær sér eftir langt dauðadá, sé fólk
sem hafi skaðast á heila áður... það er eins og
heilinn hafi aðlagað sig eftirfyrra slysið og lifi þess
vegna af síðara slysið."
„Þetta er ósannað,11 sagði Brown. Hann virtist
fullur vanþóknunar á því að Weizak skyldi vera að
nefna þetta.
„Örið er þarna," sagði Weizak. „Manstu ekki
hvað henti þig? Þú hlýtur að hafa rotast við þetta.
Dastu niður stiga? Af hjóli kannski? Örið segir að
þetta hafi hent þig ungan.11
Johnny hugsaði sig vandlega um, hristi síðan
höfuðið. „Hafið þið spurt foreldra rnína?"
„Hvorugt þeirra man eftir höfuðmeiðslum ...
Dettur þér ekkert í hug?“
Eitt andartak datt honum eitthvað í hug - minn-
ing um reyk, svartan, sótugan og lyktandi af gúm-
míi. Kuldi. Svo var það farið. Johnny hristi höfuð-
ið.
Weizak andvarpaði, yppti síðan öxlum. „Þú
hlýtur að vera þreyttur."
„Já. Dálítiö.11
Brown sat á brúninni á skoðunarborðinu.
„Klukkuna vantar kortér í ellefu. Þú ert búinn að
leggja hart að þér í morgun. Við Weizak getum
svarað nokkrum spurningum ef þú vilt, svo ferð þú
uþp til þín og leggur þig. Samþykkt?"
„Já,“ sagði Johnny. „Myndirnar sem þið tókuð
af heilanum..."
„Tölvusneiðmyndin.11 Weizak kinkaði koll.
„Tölvusneiðmyndin er röð af röntgenmyndum af
heilanum. Tölvan lýsir hluta myndanna og ... “
„Hvað sögðu þær ykkur? Hvað á ég langt
eftir?"
„Hvaða langt eftir tal er þetta?11 Sþurði Brown.
„Þetta er eins og setning úr gamalli kvikmynd.11
„Ég hef heyrt að fólk, sem vaknar af löngu
dauðadái, lifi oft ekki lengi eftir það,“ sagði
Johnny. „Því slær niður. Eins og Ijósapera sem
skín skært áður en hún slokknar endanlega.11
Weizak skellihló hjartanlega. „En það meló-
drama." Hann lagði höndina á bringu Johnnys.
„Heldurðu að við Jim séum börn í þessu fagi?
Nei. Við erum taugasérfræðingar. Það sem þið
Kanarnir kallið hátt borgaða hæfileikamenn. Sem
þýðir að það er aðeins starfsemi mannsheilans
sem við ekki vitum allt um en ekki að við séum al-
gerir fávitar. Svo get ég sagt þér að, já, fólki hefur
farið aftur. En þér mun ekki fara aftur. Ég held að
við getum fullyrt það. Er það ekki, Jim?“
„Jú,“ sagði Brown. „Við fundum ekki mikið sem
bendir til meiri háttar sköddunar. í Texas er maður
sem var í dauðadái í níu ár. Nú er hann deildar-
stjóri í lánadeild banka og hefur gegnt því starfi í
sex ár. Fyrir þann tíma var hann gjaldkeri í tvö ár.
Það er kona í Arizona sem svaf í tólf ár. Eitthvað
fór úrskeiðis við deyfinguna þegar hún var að
fæða. Hún er í hjólastól núna en hún er á lífi og
með fulla meðvitund. Hún raknaði við árið 1969
og hitti barnið sem hún hafði fætt tólf árum áður.
Barnið var I sjöunda bekk og efst í bekknum.'1
„Verð ég í hjólastól?" spurði Johnny. „Ég get
ekki rétt úr fótunum. Handleggirnir eru að skána
en fæturnir...11 Rödd hans dó út og hann hristi
höfuðið.
„Liðböndin styttast,11 sagði Weizak. „Þess
vegna draga sjúklingar I dauðadái sig saman í
fósturstellingu. En við vitum meira en áður um þá
líkamshrörnun sem á sér stað í dauðadái, við
erum betri í að bægja henni frá. Sjúkraþjálfari
spítalans hefur æft þig reglulega, jafnvel meðan
þú svafst. Og viðbrögð fólks við dauðadái eru mis-
munandi. Þín hrörnun hefur verið afar hæg,
36 VIKAN ll.TBL. 1991