Vikan


Vikan - 30.05.1991, Side 43

Vikan - 30.05.1991, Side 43
Hún ætlar að rita greinar til stuðnings þessu málefni f fréttablaðið Planet Power. Einnig mun hún gefa þeim sem taka þátt í þessari samkeppni aðgöngumiða og leyfi til að koma baksviðs á komandi hljómleikaferð hennar um heiminn. Fjöldi stórfyrirtækja hefur ákveðið að taka þátt f fjármögnun samkeppninnar ásamt Sebastian fyrirtækinu. Má meðal annars nefna hina þekktu Smithsonian stofnun sem býður þessu unga fólki að semja texta sem hvetja til umhverfisverndunar, semja eitthvað af anda- gift um þessi málefni, hvort sem er f formi smásagna, Ijóða, gáta, söngtexta, leikrita, auglýsinga eða einhvers annars, tvö hundruð og fimmtíu orð eða færri. Einnig eru málverk, pennateikningar, vaxlitamyndir, Ijósmyndir, vatnslitamyndir eða myndir unnar með annarri tækni vel þegnar, séu þær á endurunnum pappír og ekki stærri en 40 sinnum 50 sentí- metrar. Önnur fyrirtæki og stofnanir sem styðja þessa samkeppni eru, svo einhver séu nefnd, Warner Center Marriott hótelin, Sameinað skólasvæði Los Angeles, Barnasafn Los Angeles, hin frægu MCA-kvikmyndaver, Vatns- og orkudeild Los Angeles, Rockwell International-Rockedyne deildin, Suður-Kali- forníu gassamsteypan og TransWorld bankinn. Þátttökurétt öðlast þeir sem hafa aflaö sér gagna á næstu Sebastian hársnyrtistofu og þær eru hvorki fleiri né færri en eitt hundrað og fjörutíu þúsund um heim allan. Því miður geta íslensk börn ekki tekið þátt í þessari samkeppni þetta árið sökum þess hversu nýlega þessu hefur verið hleypt af stokkunum. En vonast er til þess að ísland og flest önnur Evrópulönd komi inn í myndina sem fyrst. Að sjálfsögðu voru eigendur Kristu hf. og umboðsmenn Sebastian á (slandi viðstaddir þegar þessi samkeppni var kynnt nú í byrjun ársins. Þeir voru staddir í Los Angeles á um- boðsmannafundi ásamt flestum öðrum um- boðsmönnum frá öllum heimshornum og voru að fylgjast með mikilli sýningu á nýjungum í hárgreiðslu og vörum Sebastian fyrirtækisins. Kynningin á samkeppninni kom flestum nokkuö á óvart þótt þeir hefðu fregnað að þetta væri í bígerð. Sveinn Grétar Jónsson, forstjóri Sebastian á íslandi, segir svo frá: „Við sátum þarna grandalausir þegar Ijósin voru allt í einu slökkt og sterku kastljósi var beint að hinni frægu söngkonu og dansahöfundi Paulu Abdul sem sat svo til við hlið mér. Hún gekk á sviðið þar sem John Sebastian, forstjóri Sebastian Inter- national, afhenti henni veggspjald sem sýnir hana og teiknimyndafígúru haldast f hendur, standandi á hnettinum. Þessi mynd mun hanga uppi á öllum hársnyrtistofum sem vinna með eða selja Sebastian vörur og á hún að auglýsa þessa barnasamkeppni. Eftir að athöfnin hafði farið fram fóru margir þeirra sem þarna voru samankomnir, aðallega fulltrúar stuðningsaðila samkeppninnar og fjöl- miðlafólk, yfir í nærliggjandi grunnskóla til að fylgjast með leikriti og öðrum uppákomum sem nemendur skólans stóðu fyrir. Umboðsmannafundurinn og sýningin sem var í tengslum við hann hélt áfram eftir að við höfðum fengið í hendur öll gögn um þessa Paula Abdul gengur fram á sviðið í Los Angeles ásamt einum af lífvörðum sinum. Ef grannt er skoðað má sjá Svein Grétar Jónsson, umboðsmann Sebastian á íslandi, fyrir aftan lifvörð- inn. það er notað af fjölda fólks út um allan heim. Efnasamsetningu þess hefur verið lítillega breytt til að koma í veg fyrir vanda þeirra fáu sem eru með óvenju viðkvæma húð. AFTUR Á NÚLLIÐ Sebastian kynnir nú nýja hárskurðarlínu sem þeir vilja kalla Aftur á núllið eða „Back to zero“ á frummálinu. Þungamiðja hártísku Sebastian fyrir vorið er hreint afturhvarf til þeirrar hártísku sem var rfkjandi á sjötta og sjöunda áratugnum en með yfirbragði nútímans. Þegar spurt er hvernig hárgreiðslufagfólk eigi að byrja aftur á byrjuninni, fara aftur á núllið, þá svarar Geri Cusenza, hárgreiðslu- hönnuður Sebastian, því til að hún vilji bæta stolt og metnað fagfólks fyrir einfaldleika í hár- greiðslu. „Það er þess vegna sem við höfum horfið til hreinna og afgerandi hárlína," segir hún. „Einnig að hárgreiöslufólk verði að full- komna kunnáttu sína í meðferð krullujárna samhliða nútíma tækjum og framleiösluvörum til að bæta upprúllun og aðra mótun hársins. Til að gera þetta af nákvæmni þarf fagfólkið aö öðlast trú á það sem það er að gera og hana fær það ekki nema með því að leggja eitthvað á sig.“ Því segir hún: „Metiö á ný þaö sem felst í orðinu hárgreiðslufagmaður." samkeppni, sem fyrirtækið telur mjög mikil- væga.“ NÝR ÚÐI Ýmsar nýjungar voru kynntar á þessum fundi. Hið þekkta efni Molding Mud hefur nú verið endurbætt með þarfir þeirra í huga sem eru með óvenju viðkvæman hársvörð. LIQUID SHAPER PLUS, arftaki Liquid Shaper, er mun öflugra og hentugra efni en forveri þess sem þykir enn í hæsta gæðaflokki. Þetta er efni sem hefur bæði eiginleika fljótandi, mótandi gels og úða sem festir hárið. Lögð var fram sú spurning hvort hægt væri að blanda saman fljótandi, mótandi geli og úða sem festi vel hárið. Já, var svarið. Slík vara er komin á markaðinn frá Sebastian og nefnist hún Liquid Shaper Plus. Það er efni sem gerir vinnu fagmannsins auðveldari en ella, fullnæg- ir kröfum um náttúruvernd og er ætlað til nota í ýmsum tilgangi. Þetta er úði sem festir hárið vel og er með þeim eiginleikum að sé hann notaður er mjög auðvelt að móta hárið eins og ef gel væri notað. Efnið er í byltingarkenndum umbúðum þar sem ekkert óheilnæmt þrýstiloft er notað til að koma þvi út. Það er nokkuð frábrugðið forvera sfnum Liquid Shaper sem margir þekkja. í fyrsta lagi hefur virkni efnisins aukist verulega þótt hún væri góð fyrir, það hefur mun meiri styrk til að halda þurru hári í því formi sem það hefur verið lagt og mun meiri möguleikar eru á að móta blautt hár. Eftir að meðhöndlun lýkur á hárgreiðslustof- unni er ekkert í veginum að úða efninu yfir einu sinni enn til endanlegrar mótunar og hún mun haldast svo lengi sem óskað er. Molding Mud þarf vart að kynna þar sem HÆGT AÐ DREKKA HÁRLITINN Nýlega hefur verið tilkynnt að hætt muni verða að framleiða það sem kallast hundrað prósent hárlitir vegna þess að efni hafa fundist í þeim sem ekki eru talin umhverfisvæn. Það sem boðið veröur upp á í staðinn eru svokallaðir náttúrulitir, eingöngu unnir úr náttúrulegum efnum. Engin skaðvænleg efni eru í þeim og fullyrða forsvarsmenn fyrirtækisins að óhætt sé fyrir fólk að drekka þá þótt þeir mæli ekki með því, þó ekki sé nema vegna bragðsins! Þessir litir hafa þann eiginleika aö gefa hár- inu fallegan gljáa og dofna smám saman án þess að mynda rót eins og gerist þegar hundr- að prósent litir eru að vaxa úr. Þess má einnig geta að hætt hefur verið að framleiða nokkrar tegundir permanents sem ekki hafa þótt nógu umhverfisvænar, en þrátt fyrir það er úrval permanentefna frá Sebastian mikið. Það er því keppt ötullega að því hjá fyrirtæk- inu að engar vörur þess séu á nokkurn hátt skaðlegar umhverfinu jafnframt því að hafa þær áfram í hæsta gæðaflokki. □ ll.TBL. 1991 VIKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.