Vikan


Vikan - 30.05.1991, Blaðsíða 29

Vikan - 30.05.1991, Blaðsíða 29
hafði Suður-Ameríka alltaf sterkt aðdráttarafl á mig enda hef ég dvalið langtímum þar, bæði í Mexíkó og Perú.“ Kachina-dúkkur eru sér- stakar handsmíðaðar dúkkur sem tengjast trúariðkun Hopi- anna. Þær eiga að tákna anda hjálparmanna eða -dýra af fyrri tilverustigum. Ég hef aldr- ei séð eins stórkostlegt safn af þeim og hjá Frank og dúkkurn- ar hans eru allar handunnar gjafir frá Hopi-indíánunum og mjög sjaldgæfar. Hver og ein er einstök listasmíð eða öllu heldur skorin út og handmál- uð af snilld. Til að gera smágrein fyrir verðmæti þeirra er hægt að benda á að ef leit- að er eftir fyrsta flokks hand- unninni Kachina-dúkku í versl- unum má reikna með að hún sé fimm til átta sinnum dýrari en hinar hefðbundnu „ferða- manna“-Kachina-dúkkur. Dúkkur eins og þær sem Frank á sjást hreinlega ekki á markaðnum. Ein af Kachina-dúkkum Franks er afar sérstæð. Þarna er um að ræða „Snake Dance Kachina" sem Barbara sagði mér að væri vart hægt að finna utan Hopi-friðarsvæðisins. „Snake" dansinn dansa Hopi- arnir þegar þeir eru að biðja máttarvöldin um regn, en þeir búa á einhverju eyðilegasta og vatnssnauðasta svæði Banda- ríkjanna, í norðausturhluta Arizona. Með einhverjum yfir- náttúrlegum krafti tekst þeim þó að rækta þar korn og aðrar jurtir, meðal annars með því að dansa til sín rigningu með „Snake“dansinum. Fleiri sérstæðir gripir prýða heimili Franks og Barböru. Stór hringlaga skjöldur með arnarfjöðrum prýðir loftið í setustofunni og á veggjunum eru frummyndir af mynd- skreytingum úr bókum Franks, meðal annars úr bókinni The Man Who Killed the Deer. Húsið hefur yfir sér framandi blæ og þegar maður lagði frá sér tebollann var borðið með glerplötu, en undir henni hafði verið raðað saman leirbrotum úr kerum og krukkum frá Hopi- indíánunum, með táknum og merkjum sem hafa mismun- andi merkingu. Frank Waters hefur sterk tengsl við frumbyggja Banda- ríkjanna. Sjálfur er hann að hálfu Cheyanne-indíáni og að hálfu hvítur. Hann hefur verið áhrifamikill talsmaður indíán- anna og unnið mikið með þeim sem búa í Taos Pueblo. Það er þorp skammt frá þar sem hann býr, með tvílyftum leirhúsum, dæmigerðum fyrir byggingarstíl indíánanna og eitt það elsta sem til er og enn er búið í. Þorpið er til sýnis fyrir ferðamenn á daginn. [ gegn- um það rennur lítill lækur og sagði Frank að hann kæmi úr stöðuvatni sem indíánarnir telja heilagt. Indíánarnir hafa lengi barist fyrir yfirráðarétti yfir landsvæðinu í kringum vatnið en það var ekki fyrr en eftir að Frank Waters talaði máli þeirra við borgarstjórann í Taos sem þeim voru veitt þau yfirráð. Um leið og friðarsvæði þeirra stækkaði lenti hús Franks inni á því. Því má sjá við vegarkantinn skammt frá innkeyrslunni heim til hans skilti sem segir „Friðarsvæði indíána - öll umferð bönnuð“. „Indíánarnir hafa þurft að þola mikla niðurlægingu frá hvíta manninum," segir Frank. „Eldri menn í Taos Pueblo hafa sagt mér frá því að í upp- hafi aldarinnar var sett fram sú stefna að mennta þyrfti indíánabörn að hætti hvítra manna og kenna þeim ensku. Samkvæmt tilskipun fylkis- stjórnarinnar var börnunum skylt að fara í heimavistar- skóla fjarri heimilum sínum. Þar var þeim kennt námsefni alls ótengt uppruna þeirra. Þessu vildu feður þeirra ekki una og földu börnin sín í „kiv- unurn" (bænahúsum indí- ána) þegar komið var til að sækja þau. Fyrir að reyna að halda yfirráðarétti yfir eigin börnum voru feðurnir fangels- aðir og börnin tekin af þeim. Þetta var gífurlega niðurlægj- andi því börnin skorti ekkert þó þau væru ekki menntuð að hætti hvítra. Það er ekkert óeðlilegt við að enn gæti óvild- ar indíána í garð hvíta mannsins. Þetta dæmi er að- eins brot af þeirri ranglátu fram- komu sem þeir hafa þurft að sæta af hendi hvítra stjórn- valda hér í landi og minningin um þessi rangindi er mönnum enn ofarlega í huga.“ Þegar ég spurði Frank hvort hann væri enn að skrifa svar- aði hann því neitandi. Barbara sagði mér aftur í einrúmi að hann væri að vinna að bók þrátt fyrir háan aldur. Hann hefði það fyrir sið að ræða ekki um bækur sínar meðan þær væru enn [ vinnslu. Honum fyndist eins og þær misstu kraft ef hann væri að ræða um efni þeirra við aðra áður en þær væru fullunnar. „Hann er dálítið sérvitur," sagði Barbara og brosti. Áður en við kvöddum bað ég um að fá að láta taka mynd Fuglar hafa alltaf verið mikilvægir í helgi- athöfnum Hopi indiánanna. Fuglarnir veita ráðlegg- ingar, eru sterkur tengilið- ur við fyrri mystfsk tilveru- snið og andlega íbúa þeirra. (A) Arnar kachina, (B) sléttu- fálka kachina (C) andar kachina, (D) páfa- af mér með þessum sérstæða kachina manni til minningar um heim- og (E) sóknina. Honum fannst það nú homótt sjálfsagt. Á vissan hátt er hann u9|u. tengiliður við gamla tímann og kachina- hefur komið þekkingu sinni á framfæri í gegnum skrif sín. Þegar við ókum burtu stóðu hjónin á hlaðinu böðuð geisl- um kvöldsólarinnar og veifuðu okkur. í huganum fann ég fyrir öllum þeim straumum menningar og sögu sem ég hafði upplifað [ húsinu þeirra og þekkingunni sem ég hafði öðlast í þessari heimsókn. Þegar ég leit upp blasti há- slétta New Mexico og gljúfur- barmar Rio Grande árinnar við augum og við ókum inn í blóð- rautt sólarlagið. NOKKRAR AF BÓKUM FRANKS WATERS ERU: Midas of the Rockies, People of the Valley, The Man Who Killed the Deer, The Colorado, Masked Gods: Navajo and Pueblo Cerem- onialism, Book of the Hopi, The Woman at Otowi Crossing, Mexico Mystique: The Com- ing Sixth World of Consci- ousness. 11. TBL 1991 VIKAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.