Vikan - 30.05.1991, Blaðsíða 17
mém
.. * •* if
.% /►» - HTlÍ a
-f ^- V
pfii. •->
. -
ITWTk"
4* +
„Ég finn hvernig um mig fer straumur af orku og ég kemst í ákveðið hugarástand. Á þennan máta
skynja ég samruna við minn innsta kjarna, Sjálfið, sem liggur handan við mína einstaklingsbundnu til-
veru“, segir Einar Bjarnason m.a. um starf sitt sem læknamiðill.
meö taugaliöagigt. Hún hafði verið í með-
höndlun hjá lækni vegna slæms verkjar í höfði
sem leiddi niður líkamann. Eftir að ég hafði
unnið með hana hefur henni liðið betur en um
árabil.
Einnig get ég nefnt ungan mann frá Akra-
nesi sem fékk vírus eða sýkingu í mænuvökv-
ann. Hann þurfti að fara í snatri á spítala, fyrst
á Akranesi og síðan var hann fluttur í miklu of-
boði á Landspítalann. Þar þurfti hann að vera
í hjólastól. Honum var einnig sagt að hann yrði
að vera á spítalanum í að minnsta kosti þrjár
vikur. Faðir hans leitaði þá til mín. Ég fór strax
að biðja fyrir honum og senda honum lækn-
ingakraft eða þann stuðning sem ég gat veitt
honum. Hann fór heim innan við viku síðar. Ég
byrjaði að vinna með hann á mánudegi og
tveimur dögum síðar hafði orðið veruleg breyt-
ing til batnaðar. Einnig gat ég hjálpað
tveggja ára gömlu barni í Grindavík sem fékk
annars stigs bruna. Barnið, sem er sonur
kunningja míns, hafði fengið sjóðandi heita
kjötsúpu yfir sig. Ég var þá í bíl á leiðinni frá
Keflavík til Grindavíkur og hringdi til kunningja
míns úr bílasímanum. Amma hans segir mér
þá frá því að hann sé á leiðinni með son sinn
á spítalann því að barnið hafi fengið kjötsúpu
yfir sig og sé skaðbrennt á bringunni. Ég fór
strax aö vinna með drenginn, fór með bæn og
setti mig í samband við æðri mátt í þeirri von
að ég gæti orðið að liði. Það merkilega gerðist
að skömmu áður en drengurinn kom á spítal-
ann hætti hann að gráta og sagði frá því að
hann fyndi ekki lengur fyrir sársauka. Starf-
sfólki spítalans þótti þetta sæta furðu og gat
enga skýringu gefið því barnið var mjög illa
brennt.
Ég get nefnt annað dæmi um fjarheilun úr
bíl. Eitt sinn þegar ég var á leiðinni til Keflavík-
ur hringdi ég úr bílasímanum til vinkonu minn-
ar sem kennir djassballett. Hún segir mér þá
frá því að undanfarnar þrjár vikur hafi hún
þjáðst af þrálátum verk í öxlum og að verkur-
inn sé farinn að há henni í kennslu. Ég segi
henni að koma sér vel fyrir og slaka á og ég
muni senda henni lækningakraft úr bílnum.
Hálftíma síðar, þegar ég var kominn til Kefla-
víkur, hafði ég samband við hana og hún tjáði
mér að verkurinn væri með öllu horfinn. Hún
hefur ekki fundið fyrir honum sfðan."
- Hvað gerist - nákvæmlega - þegar þú
heilar skjólstæðinga þína?
„Áður en ég byrja að vinna með fólk hreinsa
ég til í herberginu. Ég set krossmark í höfuð-
áttirnar fjórar, einnig fyrir ofan mig og neðan,
kveiki á kertum og stundum nota ég reykelsi. í
hvert skipti sem ég geri þetta finn ég hvernig
um mig fer straumur af orku og ég kemst í
ákveðið hugarástand. Á þennan máta skynja
ég samruna við minn innsta kjarna, sjálfið,
sem liggur handan við egóið og mína einstakl-
ingsbundnu tilveru. Jafnframt starfa ég f
bænahring á vegum Lífssýnar sem er félags-
skapur andlega leitandi fólks er sótt hefur
námskeið hjá Erlu Stefánsdóttur og eigin-
manni hennar, Erni Ágústi Guðmundssyni."
- Hvað viltu segja um þann styr sem
staðið hefur um nýaldarhreyfinguna svo-
nefndu?
„Ég hef alla tíð verið á móti þessu oröi,
nýöld. Ástæðan er einfaldlega sú að flest af
því sem flokkast undir þetta hugtak eru æva-
forn fræði. Fjölmiðlar hafa aftur á móti fest
þetta hugtak í sessi þannig að við því erekkert
að gera. Það sem mér finnst að einstaklingar,
sem starfa í anda nýaldar, hafi fyrst og fremst
að leiðarljósi er friður, kærleikur og umburðar-
lyndi. Markmið þess er að rækta hið góða sem
býr innra með okkur öllum. Hvað sjálfan mig
varðar er ég þeirrar skoðunar að ef maður get-
ur látið eitthvað gott af sér leiða beri manni að
gera það.“
- Hefur þú orðið fyrir einhverri dulrænni
eða yfirskilvitlegri reynslu ef undan er skil-
in reynsla þín af heilun?
„í starfi mínu að sölu- og markaðsmálum
hef ég farið nokkrar hringferðir um landið. Eitt
sinn seint um kvöld átti ég leið framhjá kirkj-
unni á Einarsstööum í Reykjadal og ákvað að
koma þar við. Er ég geng inn í kirkjuna finn ég
allt í einu hvernig ég fyllist af Ijósi. Mér fannst
eins og ég víkkaði út og næði út til veggjanna
og upp í loftið. Ég var glóandi af Ijósi. Líkami
minn var ein logandi orkustöð. Þetta var dá-
samleg tilfinning og reyndar ólýsanleg reynsla.
Síðan fer ég aldrei framhjá kirkjunni á Einars-
stöðum án þess að fara inn í hana til að biðjast
fyrir. Þar kemst ég í beint samband við líknar-
verur annars heims. Sama má reyndar segja
um aðrar kirkjur landsins. í þeim skynja ég
þann Guð er yfir okkur vakir. Ekkert hefur fært
mig nær trúnni en starf mitt á sviði fyrirbæna
og heilunar. Ég skil ekki þá menn og konur
sem segjast vera kristin en álíta dulrænt fólk
útsendara hins illa. Ég bið fyrir þessu fólki því
að því er skilnings vant.“
Frh á bls. 20
11.TBL.1991 VIKAN 17