Vikan - 30.05.1991, Blaðsíða 39
Herb. „Hann sagði af sér vegna einhvers vanda-
máls í Maryland. Hann sat í súpunni upp að hálsi,
held ég. Nixon útnefndi Jerry Ford varafor-
seta. Svo sagði Nixon af sér í ágúst og Ford tók
við. Hann útnefndi Nelson Rockefeller vara-
forseta. Og þar stöndum við núna.“
„Fráskilinn mann," sagði Vera harkalega. „Guð
forði því að hann verði nokkurn tíma forseti.'1
„Hvað gerði Nixon?" spurði Johnny.
„Það var Watergate,“ sagði Vera.
„Watergate? Var það eitthvað sem átti sér stað
í Víetnam? Eitthvað svoleiðis?"
„Watergate hótelið í Washington,“ sagði Herb.
„Einhverjir Kúbanir brutust inn á skrifstofu demó-
krataflokksins þar og náðust. Nixon vissi af því.
Hann reyndi að hylma yfir með þeim.“
„Ertu að grínast,“ gat Johnny loksins sagt.
„Það voru segulböndin," sagði Vera. „Og þessi
John Dean. Ekkert annað en rotta að yfirgefa
sökkvandi skip, það er mín skoðun. Ómerkileg
kjaftaskjóða."
„Geturðu útskýrt þetta fyrir mér, pabbi?“
„Ég skal reyna,“ sagði Herb, „en ég held að öll
sagan sé engan veginn sögð enn. Og ég skal
færa þér bækurnar. Það er búið að skrifa um það
bil milljón bækur um þetta nú þegar og líklega
koma milljón í viðbót áður en yfir lýkur. Rétt fyrir
kosningarnar, sumarið 1972 ..."
* 2 *
Klukkan var hálfellefu og foreldrar hans voru
farnir. Johnny gat ekki sofið. Alit dansaði um í
höfði hans, ógnvekjandi hrærigrautur nýrra upp-
lýsinga. Heimurinn hafði breyst meira afgerandi
en hann hefði trúað að væri mögulegt á svo
skömmum tíma. Honum fannst hann úr takti við
allt og alla.
Faðir hans hafði sagt honum að bensínverð
hefði hækkað um nærri hundrað prósent. Þegar
hann varð fyrir slysinu var hægt að kaupa venju-
legt bensín fyrir þrjátíu eða þrjátíu og tvö sent á
hverja fjóra lítra. Nú kostuðu fjórir lítrar fimmtíu og
fjögur sent og stundum voru biðraðir við dælurnar.
Lögleg hraðamörk um land allt voru áttatíu kíló-
metrar á klukkustund og langferðabílstjórar höfðu
nærri gert uppreisn vegna þessa.
En allt var það hjóm hjá þvi að Víetnam-stríð-
inu var lokið. Landið hafði snúist á sveif með
kommúnistum. Herb sagði það hafa gerst á sama
tíma og Johnny fór að sýna þess merki að hann
vaknaði kannski úr dauðadáinu. Eftir öll þessi ár
og allt þetta blóðbað höfðu erfingjar Ho frænda
rúllað landinu saman eins og gluggatjaldi á örfá-
um dögum.
Forseti Bandaríkjanna hafði farið til Rauða-
Kína. Ekki Ford, heldur Nixon. Hann hafði farið
áður en hann sagði af sér. Nixon, af öllu fólki.
Gamli nornaveiðarinn sjálfur. Hefði einhver annar
en pabbi hans sagt honum þetta hefði Johnny ein-
faldlega neitað að trúa því.
Þetta var allt of mikið, það vakti með honum
hræðslu. Allt í einu langaði hann ekki aö vita
meira, af ótta við að það myndi gera hann geð-
veikan. Penninn, sem Brown hafði verið með,
þessi tússpenni - hvað var mikið til af svoleiðis
hlutum? Hve mörg hundruð lítilla hluta, allir að
benda á það sama aftur og aftur: Þú glataðir hluta
af lífi þínu, næstum sex prósentum ef trúa má
tryggingaskýrslum. Þú ert á eftir tímanum. Þú
misstir úr.
„John?“ Röddin var mjúk. „Ertu sofandi,
John?“
Hann sneri sér við. Dökkur skuggi stóð í dyra-
gættinni. Lágvaxinn maður með ávalar axlir. Það
var Weizak.
„Nei. Ég er vakandi.'1
„Ég var að vona það. Má ég koma inn?“
„Já. Gjörðu svo vel.“
Weizak virtist hafa elst. Hann sat við rúm
Johnnys.
„Ég fór í símann áðan,“ sagði hann. „Ég
hringdi í símaskrána í Carmel í Kaliforníu. Ég
spurði eftirfrú Johönnu Borentz. Heldurðu að hún
hafi verið i skránni?“
„Nema það sé leyninúmer eöa hún hafi engan
sírna," sagði Johnny.
„Hún hefur síma. Ég fékk númerið uppgefið."
„Ah,“ sagði Johnny. Hann var áhugasamur
vegna þess að hann kunni vel við Weizak en það
var allt og sumt. Hann fann enga þörf hjá sér fyrir
að láta staðfesta vitneskju sína um Johönnu
Borentz, vegna þess að hann vissi að vitneskjan
var fullgild - hann vissi það á sama hátt og hann
vissi að hann var rétthentur.
„Ég sat lengi og íhugaði það,“ sagði Weizak.
„Ég sagði þér að móðir mín væri látin en það var
í rauninni aðeins ágiskun. Faðir minn dó við að
verja Varsjá. Móðir mín kom einfaldlega aldrei til
baka. Það virtist rökrétt að gefa sér að hún hefði
verið drepin í sprengjuregninu ... meðan á her-
náminu stóð ... þú skilur. Minnisleysi... sem
taugasérfræðingur get ég sagt þér að viðvarandi,
alhliða minnisleysi er afar sjaldgæft. Líklega sjald-
gæfara en raunveruleg geðklofasýki. Ég hef aldrei
lesið um tilfelli sem varði í þrjátíu og fimm ár.“
„Hún náði sér af minnisleysinu fyrir löngu,"
sagði Johnny. „Ég held að hún hafi einfaldlega
lokað allt úti. Þegar minnið kom aftur var hún búin
að gifta sig aftur og var móðir tveggja barna ...
hugsanlega þriggja. Kannski snerist minningin
upp í sektarkennd. En hana dreymir þig - „Dreng-
urinn er óhultur". Hringdirðu?"
„Já,“ sagði Weizak. „Ég hringdi beint. Drengur
- nei, ungur maður svaraði í símann. Ég spurði
hvort frú Borentz væri heima. Ég heyrði hann
kalla: Mamma, það er til þín. Ég stóð í Bangor í
Maine, um sextíu kílómetra leið frá Atlantshafinu
og hlustaði á ungan mann ieggja símann frá sér á
borð í borg við Kyrrahafið. Hjarta mitt... það
barðist svo að það hræddi mig. Biðin virtist löng.
Svo tók hún upp símann og sagði: Já? Halló?“
„Hvað sagðirðu? Hvernig tókstu á þessu?“
„Ég tók ekki, eins og þú segir, á því,“ svaraði
Weizak og brosti skökku brosi. „Ég lagði símann
á. Og óskaði þess að ég væri með sterkan drykk
en því var ekki að heilsa."
„Ertu viss um að það hafi verið hún?“
„En barnaleg spurning! Ég var níu ára gamall
árið 1939. Ég hef ekki heyrt rödd móður minnar
síðan þá. Hún talaði aðeins pólsku þegar ég
þekkti hana. Ég tala aðeins ensku núna ... ég er
búinn að gleyma móðurmáli mínu að mestu og
það er skammarlegt. Hvernig ætti ég að geta ver-
ið viss?“
„Já, en varstu viss?“
Weizak strauk hægt yfir enni sitt. „Já,“ sagði
hann. „Þetta var hún. Þetta var móðir mín.“
„En þú gast ekki talað við hana?“
„Til hvers?“ spurði Weizak og virtist næstum
reiður. „Hennar líf er hennar líf, ekki satt? Það er
eins og þú sagðir. Drengurinn er óhultur. Ætti ég
að fara að trufla konu sem er að komast á frið-
sældarárin? Ætti ég að eiga á hættu að eyðileggja
hugarró hennar að eilífu. Þessi sektarkennd sem
þú nefndir - ætti ég að sleppa henni lausri? Eða
jafnvel að eiga það á hættu?“
„Ég veit það ekki,“ sagði Johnny. Þetta voru
erfiðar spurningar og hann vissi ekki svörin - en
honum fannst að Weizak væri að reyna að segja
eitthvað um það sem hann hafði gert með því að
orða spurningarnar. Spurningar sem hann gat
ekki svarað.
„Drengurinn er óhultur, konan er óhult í
Carmel. Allt landið er á milli þeirra og við látum
það vera. En hvað um þig, John? Hvað eigum við
að gera við þig?“
„Ég skil ekki hvað þú átt við.“
„Ég skal þá stafa það fyrir þig. Brown er reiður.
Hann er mér reiður, þér reiður og reiður sjálfum
sér, grunar mig, fyrir að hálfpartinn trúa einhverju
sem hann hefur álitið algera þvælu allt sitt Iff.
Hjúkrunarkonan, sem varð vitni að þessu, mun
aldrei halda sér saman. Hún segir manninum sín-
um þetta í rúminu í kvöld og það gæti endað þar
en maðurinn hennar gæti sagt yfirmanni sínum
frá þessu og það er hugsanlegt að blöðin verði
búin að frétta þetta annað kvöld: Dauðadássjúkl-
ingur vaknar með skyggnigáfu."
„Skyggnigáfu," sagði Johnny. „Er þetta
skyggnigáfa?"
„Eg veit ekki hvað það er, ekki alveg. Er það
ófreskigáfa? Ertu sjáandi? Þægileg orð sem lýsa
engu, alls engu. Þú sagðireinni hjúkrunarkonunni
að skurðaðgerðin á auga sonar hennar myndi
heppnast..."
„Marie," muldraði Johnny. Hann brosti örlítið.
Hann kunni vel við Marie.
„... og það er þegar komið út um allan spital-
ann. Sástu framtíðina? Er það það sem skyggni-
gáfa er? Ég veit það ekki. Þú tókst mynd af móður
minni milli handa þinna og gast sagt mér hvar hún
býr í dag. Veistu hvar týnda hluti og týnt fólk er að
finna? Geturðu lesið hugsanir - gert fólk heilbrigt
með handayfirlagningu? Allt þetta flokkast undir
„dulræna hæfileika". Allt tengist þetta hugmynd-
inni um „skyggnigáfu". Brown hlær að þessu.
n. tbl 1991 VIKAN 39