Vikan


Vikan - 30.05.1991, Blaðsíða 47

Vikan - 30.05.1991, Blaðsíða 47
kvæðs atferlis og rangra við- horfa. EIGINGIRNI ER VARHUGAVERÐ Meðan fóik er að þróa eins náin tengsl og þau tengsl sem myndast á milli karls og konu, sem dragast hvort að öðru, verður trúlega nokkur mis- brestur á tengslum viðkom- andi við fortíð sína. Þessi nýju tengsl eru líka oftast þess eðl- is að þau krefjast bæði mikils tíma og aðhlynningar, auk þess sem oftast gætir nokkurr- ar eigingirni í sambúðinni, að minnsta kosti fyrst framan af. Slíkt á þó aldrei að vera á kostnað barnanna okkar frá fyrra hjónabandi eða sambúð. Sama sjónarmið nær reyndar yfir þau börn sem getin eru án þess að foreldrar séu stöðugt samvistum. Þau eiga að sjálf- sögðu sinn rétt. í tilviki pabba þíns ert þú barnið hans og við þig hefur hann ákveðnar skyldur á sama tíma og hann hefur ann- ars konar skyldurvið nýju kon- una. Vafalaust er erfitt fyrir hann í þessari stöðu að gera svo ykkur báðum Ifki. Það get- ur verið erfitt fyrir flesta í hans sporum. Málið er bara að það er heldur óraunhæft að óska rétts skilnings barns á breyttri af- stöðu og kringumstæðum for- eldris og er þá átt við yngri börnin fremur en þau sem eldri eru og þroskaðri. Aftur á móti er eðlilegt að reikna með að nýi aðilinn, sem er fullorðin manneskja, sýni ögn meiri skilning á fortíð maka síns og börnum sem henni tengjast og eiga sinn rétt á sambandi við foreldri sitt í nútíð, þó það búi ekki á sama heimili. Á þessu er því miður iðulega mikill misbrestur, þó ekki sé verið að fullyrða neitt í þessu sérstaka tilviki sem við erum að fjalla um. VANDI TILFINNINGA- LEGRA BREYTINGA [ þínu máli eru nefnilega tveir nýir aðilar komnir óumbeðið inn í líf þitt. Annars vegar er kona föður þíns og hins vegar maður móður þinnar. Það er nokkuð mikill skammtur nýrra tilfinninga og ekki síst á þeim aldri sem þú ert, elskulegur. Reyndar nóg til að okkur geti einfaldlega fallist hendur og fundist við fullkomlega fyrir þó annað geti verið í raun. Svo það er kannski ekkert skrýtið þó þú sért í hálfgerðu kerfi og reyndar upplifir þig eins og einan og yfirgefinn um tíma. Það er engin ástæða til að ætla að í hugum foreldra þinna komi nokkur í þinn stað. Þú ert barnið þeirra og það eitt út af fyrir sig er ágætt að allir geri sér fulla grein fyrir og ekki síst þú. Þú átt svo sannarlega tilkall til ástar þeirra og um- hyggju. Eins er hollt fyrir þig að setja þig ögn í þeirra spor og átta þig á því að þó foreldrarnir skilji við maka sinn eiga þeir jafnt sem áður rétt á að kynn- ast og elska nýjan lífsförunaut. Samt sem áður mega þau tengsl aldrei vera á kostnað stráks eins og þín sem að sjálfsögðu þarf að finna og trúa að hann sé foreldrum sín- um mikils virði þrátt fyrir breytt- ar aðstæður. Málið er bara að það er því miður einkenni á mörgum nútímamanninum að leggja ekki rækt við það líf sem hann hefur skapað í for- tíð eða nútíð. Þó leiðinlegt sé að horfast í augu við þessa furðulegu staðreynd neyðumst við mörg til þess að viður- kenna hana fyrr eða síðar. VISSA UM PERSÓNU- LEGA ÁST NAUÐSYNLEG Ýmist gerist slíkt vegna of mik- ils ytri metnaðar, tilfinninga- legs og andlegs vanþroska eða hreinlega vegna þess að viðkomandi er of gagntekinn af því að fullnægja eigin tilfinn- ingaþörfum með núverandi lifsförunaut að hann vanrækir sjálfsagðar og eðlilegar skyld- ur sínar við börnin sín sem hann hefur ekki lengur á heim- ilinu. Það þarf ekki annað að liggja að baki en þetta sem áður sagði, auk mögulegs hæfileikaleysis viðkomandi foreldris til að setja sig í spor barnsins sem bíður eftir að á sig sé kallað og við sig sé rætt. Þegar börn eru í þessari við- kvæmu aðstöðu gagnvart for- eldrum sínum er ekki nema eðlilegt að þeim Ifði ömurlega og finnist þeim hafa verið hafnað gróflega eins og þér finnst núna. Enginn getur sannfært börnin um að svo sé ekki nema foreldrarnir með því að ætla þeim ást og tíma. Slíkt virðist sumum í breyttum að- stæðum skilnaðar ómögulegt að finna eða jafnvel skilja að má alls ekki vanrækja þó hryggilegt sé að þurfa að benda á þannig óvarkárni í samskiptum foreldris og barns. MIKILVÆGI GAGN- KVÆMS TRÚNAÐAR Ég hvet þig til að tala við báða foreldra þfna á sama hátt og þú hefur gert við mig í þessu frábæra bréfi sem ég að sjálf- sögðu stytti þó nokkuð svo enginn næði að þekkja þig. Þú átt rétt á að þau hlusti og verður líka að reyna að sjá þeirra flöt málsins á skynsam- legan hátt, án allra fyrirfram gefinna fordóma eða mögu- legrar afbrýði. Nokkuð sem trúlega vefur sig létt inn f af- stöðu þína til þeirra vegna nýju makanna sem tóku, að þér finnst, pláss í hjarta þeirra frá þér. Þú getur ekki ætlast til að þau finni á sér hvernig þú hugsar. Þess vegna eru ein- lægar og opinskáar samræður milli barna og foreldra ákaf- lega mikils virði og reyndar á milli allra þeirra sem í raun þykir vænt hverju um annað. Ef þetta er rétt ályktað hjá mér reynir töluvert á sanngirni þína og heilbrigða skynsemi, auk þess sem þú neyðist til að íhuga tilfinningar þínar, sem gæti trúlega verið mjög hollt fyrir þig. ÚTLIT SEGIR EKKI ALLT Þú talar um að þú sért mynd- arlegur og eins að þau sjái bara ef þér tekst vel upp eða illa. Þarna ertu sennilega í smávegis svindli andlega og vísar til þess, ómeðvitað trú- lega, að ekki ætti útlit þitt að veikja möguleika þína á ást þeirra. Á sama tíma bendir þú á að eðlisþættir þínir ýmist geri það eða ekki. Þarna ertu á varhugaverðri leið gagnvart bæði þér og þeim. Ef þau elska þig, sem engin ástæða er til að efast um, þá gera þau það hvort sem þú ert myndarlegur eða ekki. Gott útlit er ágætt en innri gerð okkar er það sem endan- lega hrffur fólk, sem betur fer. Með þessu er ekki verið að hundsa ytri ásjónu fólks. Þvert á móti er verið að benda þér á að tilfinningar foreldra þinna til þín eru annaðhvort til staðar eða ekki en alls ekki einungis á einhverjum einstökum augnablikum. Annað er ekki fræðilega mögulegt. Þó við reiðumst þeim sem við elskum eða hrífumst af erum við ekki um leið tilfinningalaus gagn- vart þeim. Raunverulegar til- finningar foreldra til barna breytast ekki þrátt fyrir breyttar aðstæður eða ný og annars konar tengsl við aðra, þó svo geti virst vegna tímabundinnar vanrækslu viö þau. TILFINNINGALEG ÚTRÁS MIKILVÆG Börn á aldrei að vanrækja til- finningalega eða sálrænt. Hitt „Hvað á ég að gera? Ég er svo viss um að ekkert þeirra elskar mig og mig langar ekki til að liffa lengur án þess að finna vænt- um- þykjuog ein- hvern til að tala við um tilfinn- ingar mínar og drauna," segir hinn ungi bréf- ritari. er svo annað mál að okkar eigið þroskaleysi getur vissu- lega fengið líf einmitt í hvers kyns vanrækslu. Raunalegast er það þó þegar það hittir börnin okkar fyrir, þau sem við eigum svo margt óuppgert við og gætum gefiö svo mikið og þau okkur ekki síður. Mikið ertu heppinn að eiga kisulóruna því dýr eru svo ein- læg í ást sinni á eigendum sínum. Þú færð líka útrás fyrir eitthvað af tilfinningalegri þörf þinni í gegnum kisu sem nýtur svo góðs af og gefur að sjálf- sögðu nokkra skammta á móti eftir atvikum. Þetta með gítarinn er líka gott mál. Reyndar er meiri háttar gott markmið að stefna að hjá þér að komast í hljóm- sveit með tímanum. Puðaðu áfram á gítarinn og líttu alvar- lega í kringum þig eftir guttum sem hafa sömu þörf fyrir að fríka út í tónlistinni og þú, sér til gamans og öðrum til ánægju. Mundu bara að eng- inn verður óbarinn biskup, jafnvel þótt nógir séu hæfi- leikarnir. MANNGERÐ OG MÖGULEIKAR Ef við til gamans að lokum íhugum með innsæi mínu hugsanlega manngerð þfna og möguleika er rétt að minna Frh. á nsestu opnu ll.TBL. 1991 VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.