Vikan


Vikan - 30.05.1991, Blaðsíða 34

Vikan - 30.05.1991, Blaðsíða 34
segja frá því í kvöld hve illa hann fór með líkama sinn. Og þið hafið heyrt..." Herb slökkti á sjónvarpinu. „Herbert Smith!" Hún var næstum búin að missa poppkornið. „Ég var að horfa á þetta! Þetta var... “ „Johnny er vaknaður." ....Oral Roberts og ... “ Hún þagnaði í miðju orði. Hún virtist hnipra sig saman eins og hann hefði slegið til hennar. Hann horfði á móti, ófær um að segja meira, langaði til að finna til gleði en var hræddur. Svo hræddur. „Er Johnny..." Hún þagnaði, kyngdi og reyndi aftur. „Johnny... hann Johnny okkar?" „Já. Hann talaði við Brown lækni í rúmt kortér. Þetta var ekki þessi svokallaða falsvaka. Hann er aiveg í sambandi. Hann getur hreyft sig.“ „Er Johnny vaknaður?" Hún setti hendurnar fyrir munninn og fyrir ofan þær stækkuðu augun og stækkuðu þar til Herþ fór að óttast að hún missti þau úr augntóttunum. Svo lokaði hún þeim og örlítið mjálm heyrðist bak við lófa hennar. „Er allt í lagi með þig, Vera?" „Góöi Guð ég þakka þér verði þinn vilji Johnny minn þú færðir mér ég vissi að þú myndir gera það, Johnny minn, góði Guð ég mun færa þér þakkargjörð daglega fyrir Johnny minn Johnny JOHNNY Rödd hennar var að hækka upp í móðursjúkt, sigri hrósandi öskur. Hann steig fram á við, tók i boðungana á sloppnum og hristi hana. Skyndilega virtist tíminn hafa snúist við - þetta hefði getað verið nóttin sem þau fréttu af slysinu, í gegnum þennan sama síma í þessum sama krók. „Ó Guö Jesús ó Johnny minn kraftaverkið eins og ég sagði kraftaverkið..." „Hættu þessu, Vera!" Augu hennar voru myrk og móðursýkisleg „Finnst þér leitt að hann skuli vera vaknaður? Eftir öll þau ár sem þú gerðir grín að mér? Sem þú sagðir fólki að ég væri brjáluð?" „Ég sagði aldrei neinum að þú værir brjáluð, Vera.“ „ Þú sagðir fólki það með augnaráðinu!" öskraði hún. „En Guð lét ekki að sér hæða. Eða hvað, Herbert?“ „Nei,“ sagði hann. „Ætli það.“ „Ég sagði þér að Guð ætlaði sér eitthvað með Johnny minn. Nú sérðu hönd hans að verki.“ Hún stóð upp. „Ég verð að fara til hans. Ég verð að segja honum þetta." Hún gekk að skápnum þar sem kápan hennar hékk, að þvi er virtist án þess að gera sér grein fyrir að hún var í slopp og náttkjól. Hún var sem frá sér numin á svipinn. Poppkorniö tróðst ofan í teppið undir bleiku inni- skónum hennar. „Vera.“ „Ég verð að segja honum af áformum Guðs ..." „Vera.“ Hún sneri sér að honum en augun voru fjarræn, þau voru hjá Johnny hennar. Hann gekk til hennar og setti hendurnar á axlir hennar. „Segðu honum að þú elskir hann ... að þú haf- ir beðið fyrir honum. Hver á meiri rétt á því? Þú ert móðir hans. Ég hef horft á þér blæða hans vegna undanfarin fimm ár. Ég er ekki leiður yfir því að hann skuli vera kominn aftur, það var rangt af þér að segja það. Mér blædai líka hans vegna." „Var það?“ I augnaráði hennar var stolt og vantrú. „Já. Og ég ætla að segja þér svolítið annað, Vera. Þú heldur kjafti um Guð og kraftaverk og stór áform þar til Johnny er kominn á fætur óg fær um að ... “ Johnny teygði sig og tók hönd Weizaks læknis I báðar sínar. Og allt í einu breyttist allt. Það var ómögulegt að útskýra hvernig. „Hann er búinn að setja sig í einhvers konar leiðslu,“ sagði Weizak. Weizak hallaði sér fram eins og til að fara yfir árin með Johnny, eins og til að stökkva yfir þau, eins og til að ... „Ég segi það sem ég þarf að segja!" ....og fær um að hugsa skýrt. Þú gefur hon- um tækifæri til að gera hlutina upp við sig sjálfur áður en þú ferð að hræra í honum." „Þú hefur ekkert leyfi til að tala við mig á þenn- an hátt! Alls ekkert leyfi!" „Ég er að beita rétti mínum sem pabbi Johnnys," sagði hann hörkulega. „Kannski í síð- asta sinn á ævinni. Og það er eins gott að þú hindrir það ekki, Vera. Skilurðu það? Ekki þú, ekki Guð, ekki sjálfur Jesús. Ertu með?“ Hún starði á hann með fýlusvip en sagði ekkert. „Hann mun eiga fullt í fangi með að sætta sig við að hafa veriö sofandi í fjögur og hálft ár. Við vitum ekki hvort hann getur gengið. Við vitum að hann þarf að fara í liðbandaaðgerð ef hann svo mikið sem ætlar að reyna að ganga; Weizak sagði okkur það. Trúlega fleiri en eina aðgerð. Og alls konar meðferðir og margt af þessu á eftir að verða afar sárt. Svo þú verður ekkert annað en móðir hans á morgun." „Vogaðu þér ekki að tala svona til mín! Vogaðu þér það ekki!“ „Farir þú að prédika, Vera, skal ég draga þig á hárinu út úr herberginu hans.“ Hún starði á hann, föl og titrandi. Gleðin og reiðin börðust um yfirráðin í augum hennar. „Klæddu þig,“ sagði Herb. „Við þurfum að fara að leggja af stað." Ökuferðin til Bangor var löng og þögul. Ham- ingjan, sem þau hefðu átt að finna til, var ekki til staðar; aðeins heit og herská gleði Veru. Hún sat þráðbein á farþegasætinu með Biblíuna í kjölt- unni, opna á tuttugasta og þriðja Davíðssálmi. •6* Kortér fyrir níu næsta morgun kom Marie inn til Johnnys og sagði: „Foreldrar þínir eru komnir, ef þér líöur nógu vel til að taka á móti þeim.“ „Já, það líst mér vel á.“ Honum leið miklu betur, fannst hann sterkari og ekki eins áttavilltur. En til- hugsunin um að sjá þau skelfdi hann svolítið. Eftir því sem meðvitað minni hans sagði til um hafði hann séð þau fyrir um fimm mánuðum. Faðir hans hafði verið að vinna við grunn húss sem nú hafði líklega staðið i þrjú ár eða meira. Móðir hans hafði útbúið heimabakaðar baunir og eplaböku í eftirrétt og smellt í góm yfir því hve mikið hann hefði horast. Hann greip máttlaust í hönd Marie þegar hún var að fara. „Líta þau sæmilega út? Ég á við ... “ „Þau líta Ijómandi vel út.“ „Ó. Gott.“ „Þú mátt ekki tala við þau nema í hálftíma núna. Lengur í kvöld ef taugakerfisprófanirnar þreyta þig ekki of mikið." „Skipaöi Brown svo fyrir?" „Hann og Weizak læknir.“ „Allt í lagi. [ bili. Ég veit ekki hve lengi mig lang- ar til að láta pota og pikka í mig.“ Marie hikaði. „Eitthvað?" spurði Johnny. „Nei... ekki núna. Þú hlýtur að bíða spenntur eftir foreldrum þínum. Ég skal senda þau inn.“ Hann beið, órór. Hitt rúmið var autt. Meðan Johnny svaf af sér valíumsprautuna hafði krabba- meinssjúklingurinn verið færður. Dyrnar opnuðust. Foreldrar hans gengu inn. Johnny brá og létti í senn: brá vegna þess að þau höíðu elst, þetta var allt satt; létti vegna þess að breytingarnar virtust enn ekki banvænar. Og ef hægt var að segja það um þau var kannski hægt að segja það um hann líka. En eitthvað í honum hafði breyst, breyst á róttækan hátt - og það gæti verið banvænt. Og svo voru handleggir móður hans komnir utan um hann, fjóluilmurinn sterkur í nösum hans og hún hvíslaði: „Guði sé lof, Johnny, Guði sé lof, Guði sé lof að þú ert vaknaður." Hann faðmaði hana sem mest hann mátti - handleggir hans voru enn máttlausir - og allt í einu, á sex sekúndum, vissi hann hvernig komið var fyrir henni, hvað hún hugsaði og hvað myndi henda hana. Svo var það farið, dó út eins og draumurinn um dimma ganginn. En þegar hún rauf faðmlagið til að líta á hann var íhugul nær- gætni komin í stað ofstækisfullrar gleðinnar sem verið hafði í augum hennar áður. Orðin virtust koma út úr honum af sjálfu sér: „Leyfðu þeim að gefa þér meðalið, mamma. Það er best.“ Augu hennar stækkuðu, hún vætti varirnar - og 34 VIKAN 11. TBL 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.