Vikan


Vikan - 31.10.1991, Page 10

Vikan - 31.10.1991, Page 10
Stálblóm fjallar um sex konur sem hafa hlst árum saman á hverjum laugardagsmorgni hjá henni Trúví - og blaðamaður Vikunnar fékk að vera með í einu slfku samkvœml ásamt Ijósmyndara ... STÁLBLÓM LEI KFÉLAGS AKUREYRAR: NAFNIÐ VARÐ TIL VIÐ JARÐARFÖRINA GLEÐI OG TREGI í STÓRSKEMMTILEGU VERKI Um þessar mundir sýn- ir Leikfélag Akureyrar Stálblóm eftir Robert Harling. Þetta leikrit, sem fjall- ar um sex konur, líf þeirra, ástir, sorgir og gleöi, var fyrst sett upp á Off-Broadway í mars 1987 og öðlaðist þegar í stað mikið umtal og griðarleg- ar vinsældir, sem sést trúlega best á því að sýningarnar urðu 1126. Síðan hefur leikritið ver- ið sett upp víða og alls staðar við mikla aðsókn og fögnuð. Höfundurinn, Robert Harl- ing, sem er lögfraeðingur að mennt, meitlaði söguþráðinn upphaflega í smásöguform í minningu systur sinnar sem Þórunn Magnea Magnúsdóttir ieikstjóri stýrði uppfærslu Stálblóms. lést úr sykursýki 1985. Harling hafði aldrei litið á sig sem rit- höfund, hann langaði fyrst og fremst til að standa sjálfur á sviðinu - og leika. Lögfræðin virtist aðeins vera hans aðferð til að ná sér í viðurkennt emb- ættispróf - sem hann nýtti svo aldrei. Leikritið gerist í smábæ í Suðurríkjum Bandaríkjanna en höfundurinn er einmitt frá litlum bæ, Natchitoches, á sama svæði og skilar bæjarbragur- inn, umræðuefnin, viðhorfin, kunningsskapurinn sem ríkir — nánast á milli allra - sér skemmtilega í Stálblómum og Ijær leikritinu trúverðugan blæ. Stálblóm fjallar sem fyrr segir um sex konur en þær hafa hist árum saman á hverj- um laugardagsmorgni á hár- greiðslustofunni hjá henni Trúví - og blaðamaður Vik- unnar fékk að vera með. Þama deila þær gleði og sorg- um með hver annarri, hver á sinn hátt. Enginn skyldi þó ætla að hér sé á ferðinni dæmigert kvennaleikrit, með kvennabaráttu og karlahatri. Þetta leikrit fjallar ef til vill fyrst og fremst um það að vera manneskja af holdi og blóði og eftir að hafa fylgst með æfingu komst blaðamaðurinn að þeirri niðurstöðu að það væri senni- 10 VIKAN 22. TBL1991

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.