Vikan


Vikan - 31.10.1991, Side 62

Vikan - 31.10.1991, Side 62
ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR SKRIFAR ÆVINTYRI VERULEIKANS TTTTTTTVTTTTTYTTTTTTTTTTTTTTT Við skólasysturnar úr Kennaraskólanum er- um í saumaklúbbi sem er að verða 22 ára gamall. Fyrstu árin var ég ekki með vegna búsetu og félagslegs vanþroska en svo fór ég að mæta en varð að viðurkenna að stundum voru það kökurnar sem freistuðu mest enda er ég svolítið sólgin í sykur. Sykur- fíkn, segir sálfræðingurinn minn, hann má svo sem kalla mig öllum illum nöfnum, fyrir það borga ég honum stórfé. Jæja, ég er að tala um sauma- klúbbinn minn. í gegnum árin höfum við kynnst og skemmt okkur saman við ýmsar að- stæður. Stundum eru farnar svaðilfarir í vondum veðrum upp í sveit og fer ég þá yfirleitt ekki með þar sem ég tek ekki óþarfa áhættu meðan börnin mín eru ung. Stundum er grillað í sumar- bústöðum víðs vegar ( ná- grenni Reykjavíkur. Þá mæti ég heldur ekki, nenni ekki að kaupa mér kjötsneið og vín til að hafa með mér. Finnst að allt eigi að vera innifalið í svona saumaklúbbi. Um daginn varð ég mér til skammar þegar veitingarnar í saumaklúbbnum voru forláta fiskisúpa en engar kökur á eftir. Ég varð svo vonsvikin að ég skrifaði í gestabókina „hvar eru kökurnar?" en allt kom fyr- ir ekki, engar kökur að hafa. Eftir þann klúbb skapaðist alvarleg umræða um það hvort við ættum ef til vill að breyta þessum lúxus-sauma- klúbbi í heilsufæðisklúbb þar sem þær sem á þyrftu að halda fengju bara salatbar eins og það er kallað og þess- ar fjórar grönnu fengju allar kökurnar. Eða hvort við ættum að hafa einhverja frumlega rétti sem koma öllum á óvart. Niðurstaðan er sú að við vilj- um alls ekki missa munaðinn úr saumaklúbbnum okkar. Heimabökuðu marengskök- urnar, ávaxtaréttina með koníaksrjómanum, ofnbökuðu aspasbökurnar, brauðbollurn- ar, salötin og ostabakkana. Okkur langar bara að halda áfram að vera venjulegur saumaklúbbur, sem stundum mætir með hatta, fer stundum í sund og svaðilfarir og ég er búin að lofa sjálfri mér að reyna að ná aðeins meiri fé- lagslegum þroska ef sálfræð- ingurinn minn telur það ekki vera mér um megn. BOÐORÐ Vertu öðrum það sem þú vilt vera öðrum. Vertu þér sjálfri það sem þú vilt vera þér sjálfir. Meira er það ekki. Við minnum á að nœsta blaði fylgir bók með fjölda góðra uppskrifta að gómsœtum smákökum og tertum. 14. NÓVEMBER ASKRIFTARSIMINN ER 81 31 22 58 VIKAN 22. TBL. 1991

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.