Vikan


Vikan - 14.05.1992, Blaðsíða 12

Vikan - 14.05.1992, Blaðsíða 12
Sveinn í bilnum sinum. Hann er mjög öruggur bílstjori enda þarf hann jafnan að geta brugðist fljótt og vel við. Tækin eru aldrei langt undan. ir fóru allar til Moggans. Þar ólst ég upp sem fréttaljós- myndari og árið 1956 gekk ég fyrstur allra Ijósmyndara í Blaðamannafélag íslands. Ljósmyndunin og frétta- mennskan tóku hug minn allan. Mér fannst þetta mjög tilkomumikið. Leigubilstjórar, vinir og fleira fólk hóaði í mann, til dæmis á nóttunni, ef eitthvað gerðist. Stundum fór maður fjórum til fimm sinnum út á nóttunni. Það var eins og allir vildu koma því á framfæri ef eitthvað stórt var að gerast. Fréttamennskan gefur manni mikið. Hún víkkar sjóndeildar- hringinn mikið og maður veit alltaf ef eitthvað er um að vera.“ AFSAKIÐ EN ÉG VERÐ AÐ HLAUPA „Þegar lögreglan var komin með talstöðvar upp úr 1960 kom Guðmundur Hermanns- son, fyrrverandi yfirlögreglu- þjónn, oft að bílnum hjá mér og spurði hvort ég hlustaði á þá. Honum fannst ég ein- kennilega oft þar sem eitthvað var að gerast. En ég var ekki með nein hlustunartæki þá. Þetta hefur bara verið einhver eðlisávísun hjá mér. Ég fékk fyrstu hlustunar- stöðina mína hjá honum Pétri Steingrímssyni hjá Japis. Hann vann þá hjá útvarpinu. Þetta var stöð sem hann smíð- aði sjálfur. En alltaf þegar ég sé einhver tæki, sem ég tel að geti hjálpað mér í frétta- mennskunni, þá er ég yfirleitt búinn að ná mér í þau til að prófa þau. Ef tækin reynast mér vel reyni ég að eignast þau. Ég safna að mér öllum tækjum sem geta hjálpað mér, bæði við Ijósmyndun og til að afla frétta. Ég er með þrjú hlustunarsett núna. í bílnum verð ég að hafa eitt sett út af nýja fjarskiptakerfinu hjá lög- reglunni, annað fyrir fjarskipta- stöðina og hitt fyrir lögreglubíl- ana. Sama verð ég að hafa heima. Eins þegar óg fer út úr bílnum, þá hef ég tvö tæki með mér. Ég er því alltaf í beinu sambandi. Þegar ég fer í heimsókn til kunningja er ég líka í sambandi. Þá er ég með skanner innan á mér og set á mig heyrnartæki svo talið i tal- stöðinni trufli ekki þá sem ég er að heimsækja. Ef ég heyri í gegnum heyrnartækið að eitthvað merkilegt er að gerast finnst fólki skrýtið þegar ég tek viðbragð í miðju samtali og segist þurfa að hlaupa.“ ÉG AF STAÐ OG LÖGGAN Á EFTIR Þegar fréttaljósmyndari þarf að komast fljótt á vettvang til að geta miðlað sem bestum upplýsingum til almennings má gera ráð fyrir að „sunnu- dagskeyrsla" dugi ekki þegar kallið kemur. Sveinn hefur að sjálfsögðu lent í ýmsu þegar mikið hefur legið við. Þó að hann sé talinn ótrúlega örugg- ur bílstjóri viðurkennir hann að bíllinn sé „mjög viljugur" og glottir. „í eitt skiptið var brunaútkall að Álafossi í Mosfellsbæ. Þá var sá bær í umdæmi Hafnar- fjarðarlögreglunnar. Ég hrað- aði mér upp eftir en þegar ég kom að umferðarljósunum við Höfðabakka hitti ég menn á lögreglubíl úr Hafnarfirði. Ég kallaði til þeirra og spurði hvort þeir vaéru að fara í eldinn. „Hvaða eld?“ spurðu þeir. „Eldinn í Álafossi," svar- aði ég. „Það er enginn eldur þar,“ sögðu þeir þá. Mér fannst þeir eitthvað utangátta og gaf í um leið og grænt Ijós kom. Ég keyrði hálf- partinn í loftinu uppeftir. Síðan sá ég að lögreglumennirnir komu á eftir mér. Þeir ætluðu að ná mér en það breikkaði alltaf bilið á milli bllanna. Svo þegar þeir komu að Álafossi Frh. á bls. 87 Alltaf í leiðinni Blómastofa Fnöfinns SUÐURLANDSBRAUT 10 REYKJAVÍK SÍMI 31099 12 VIKAN 10. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.