Vikan - 14.05.1992, Blaðsíða 78
manna og ættir eru gaumgæfi-
lega kannaðar þegar sótt er
um inngöngu. Allir erum við
sérlega ættstórir og andlegir
aristókratar. Hljóti menn náð
fyrir augum dómnefndar er
þriggja mánaða reynslutími,
sem flestir hafa fallið á.“
„Allir erum við rómantískir
náttúrufræðingar," segir
Óskar. „Til dæmis hefur mér
alltaf þótt skelfilegt slys í
sambandi við innflutning á
hreindýrum að flytja ekki inn
Lappa með þeim, að maður
tali nú ekki um Sama. Á ís-
landi sárvantar etníska flóru
þannig að mér hefur oft þótt há
mér aö búa í svona mono-
menningarsamfélagi."
POSTULAR FRAMÚR-
STEFNUNNAR
Fyrst minnst er á hreindýr
kemur í hugann að frændur
okkar Finnar hafa nú boðið In-
ferno 5 að heimsækja Down
by the Lituria-hátíðina um
Jónsmessu. Hátíðin er haldin í
borginni Turku en um leið og
Inferno-menn leggja Finnland
að fótum sér er ætlunin aö
kynna sér Finnagaldur þann er
getið er um í fornum sögum.
Því næst er hugsanlegt að
stefnan verði tekin á Péturs-
borg i Rússlandi.
Inferno hefur spilað einu
sinni í mánuði víðs vegar á
höfuðborgarsvæðinu undan-
farið árr Nú er verið að leggja
síðustu hönd á fyrsta geisla-
diskinn og verður hann kom-
inn út áður en lagt verður upp
í Finnlandsferðina en diskur-
inn er hljóðritaður í stúdíó Gný
og Sýrlandi.
Umboðsmaður Inferno í
Evrópu er þegar búinn að selja
á annað hundrað diska fyrir-
fram í Hollandi, auk þess sem
annar aðili vill ólmur fá einka-
leyfi á sveitinni í Austur-Evr-
ópu en helsta markaðssvæði
þess aðila er Pétursborg, auk
Ungverjalands og Tékkó-
slóvakíu.
NEYSLUTRÚ OG
NAUÐÞURFTIR
Kaffibollarnir tæmast einn af
öðrum meðan staðið er viö á
heimili eins kappanna í mið-
bænum. Meðal annarra grasa
er þarna búddalíkneski og
blaðamaður spyr hvort það sé
þarna af trúarlegum ástæð-
um?
„Á íslandi er engin trú, því
ég lít ekki á ríkiskirkjuna sem
trúarbrögð," svarar Óskar.
„Hún er ekkert annað en
stofnun," bætir hann við.
„Andans sjúkrahús," skýtur
Orn inn í. „Islendingar eru
barnatrúar," segir Þorri, „og
hafa aldrei skilið kristni enda
er kristni mjög ný trúarbrögð
og afskaplega klofin hreyfing.
Það er til dæmis forsenda fyrir
kristni að trúa á persónulegan
guð en eftir könnun, sem gerð
var í Guðfræðistofnun, kom í
Ijós að einungis fjórtán prósent
íslendinga eru kristnir eða trúa
á persónulegan Guð. Menn
trúa á vætti, álfa, kletta og
náttúruna enda hafa þeir fund-
ið vel fyrir henni og rannsóknir
hafa einmitt leitt í Ijós aö
heiðni lifir bestu lífi á jaðar-
stöðum á borð við ísland. ís-
lendingar eru mjög reikulir í
trúnni, vitna ennþá ævinlega í
Hávamál i minningargreinum
en flestir þeirra álíta sig kristna
vegna þess að þeir trúa þvi að
Guð sé góður," lýkur Þorri
ræðu sinni.
„Eru íslendingar ekki bara
neyslutrúar og nauðþurftatrú-
ar,“ spyr Örn, án þess að
nokkrum spurnartóni bregði
fyrir í rödd hans. „Ekki tel ég
nokkurn tíma hafa verið vott af
trúarneista í fslendingum,"
samsinnir Óskar. „Þeir voru
jaröbundnir bændur og trú var
eitthvað sem þótti viðeigandi á
sunnudögum. Þetta var sér-
lega áberandi," segir hann.
Þorri segir að flestir séu þeir
félagar fjölgyðistrúar og tekur
síðan fram aö hann sé ósam-
mála Óskari, hann álíti fslend-
inga ávallt hafa verið guð-
hrædda, það er að segja
hrædda við æðri mætti.
AÐ BEIÐNI ÞEIRRA
DJÖFULLEGU HÁTIGNA
„Okkar lífsmynd er sú að þeir
guðir sem við blótum séu vit-
anlega aðeins fulltrúar kraft-
anna í alheiminum sem eru
líka kraftarnir í okkur sjálfum,
svo við förum út í alvarlegri
hluti," heldur Þorri grafalvar-
legur áfram. Hann hvessir síð-
an glyrnurnar á segulband
blaðamanns og spyr hvort það
sé áreiðanlega í gangi. „Þann-
ig er,“ segir hann og setur í
brýrnar, „að Jaffe brjálaði, sá
sem fékk þá grillu í hausinn að
hann hefði skapað heiminn og
vill síðan eiga hann allan einn,
var ekkert annað en geimfari
sem villtist hingað niður á jörð-
ina og hélt sig eftir það hafa
skapaö hana. Jaffe er síðan í
samkeppni við annan, Lúsífer,
fulltrúa hinna jarðnesku
nautna, sem rekinn var úr
geimstöðinni niður á jörðina.
Jaffe hefur verið að angra
okkur, allar kassettur þurrkast
út, bestu myndirnar okkar
týnast, myndbönd hverfa og
það er eins og allar skráðar
heimildir um okkur tortímist,
svo hægt sé að Ijúga að kom-
andi kynslóðum að við höfum
aldrei verið til. Hins vegar ætl-
umst við til þess að verða til-
beðnir af komandi kynslóðum
svo við erum að reyna að
halda saman heimildum.
Vissulega erum við hundrað
árum á undan okkar tíma en
vitum að við eigum okkur
marga þjáningarbræður þar.“
ALSÆLAN í STJÓRNAR-
ANDSTÖÐUNNI
Hver er þjóðfélagsstefna
þeirra?
„Það er stefna okkar að
vera í stjórnarandstöðu á öll-
um tímum,“ svarar Þorri, „al-
veg sama hvaða stjórn er.
Enda er alveg sama hvaða
stjórn er, það er annaöhvort
lítil kreppa eða mikil kreppa.
Við viðurkennum engin yfir-
völd og höfum aldrei veitt skríl-
veldinu íslandi viðurkenningu
okkar. Enda er það stefna okk-
ar að láta ekkert af hendi
rakna til samfélagsins, það má
hrynja mín vegna. Við ætlum
ekki að borga þessu skíta-
pakki kaup er langar til að
stjórna öðrum. Enda eru lögg-
ur og stjórnendur alls staðar
sama fólkið - hvaö sem valdið
er kallað og í öllum heims-
hornum. Okkar æðsti draumur
er að fá að stjórna sjálfir, al-
heims trúarhreyfing væri ekki
úr vegi. Helst viljum við búa til
eitthvað á borð við Sciento-
logy-kirkjuna, heilaþvo fólk og
fá það til liðs við okkur. Við vilj-
um nálgast þá alsælu sem
fylgir dýrkun, sama hvaða
dýrkun er,“ segir hann. „Það er
að okkar mati æskilegt ástand
og algleymi er það ástand sem
við reynum að ná bæði með
tónlist og gerningum."
Hvernig lýsa þeir tónlist
sinni?
„Það má nota orðin mini-
malískt flæði,“ segir Óskar,
„en þó er agi og sérviska að
baki og sömuleiðis þrjóska.
Stefnan innan sveitarinnar er
sú að viðhalda lýðræði og fas-
isma í senn, sem bæði hefur
gefist vel og illa."
Verkaskipting innan sveitar-
innar er fremur óljós. Þó er
Ijóst að Ómar og Þorri eru í
hlutverki rappara, Óskar sér
um takkana og Örn og Þorri
berja bumbur og fremja sviðs-
hreyfingar. Indriði situr einn að
gítarspili, Guðjón blæs í klari-
net og allt er þetta viðbót við
hin ýmsu elektrónísku fyrir-
framblönduðu hljóð.
„Við reynum að fylla skyn-
færin, bæði hljóði, mynd, lykt
og öllu í einu, fá fram ofhleðslu
af upplýsingum," heldur Óskar
áfram. „Þessa stefnu tökum
við yfir í hversdaginn. Sem
dæmi má nefna að þegar við
sitjum að kaffidrykkju kveikjum
við ævinlega á öllum útvarps-
tækjum, sjónvarpstækjum, öll-
um heimilistækjum og höfum
allt í gangi meðan við drekkum
og reynum að yfirgnæfa há-
vaðann. Við tökum einnig fram
fótboltann okkar og komum
honum fyrir á altari. Við tölum
saman og allt í einu er hug-
myndin komin og skáldskapur-
inn vellur upp úr okkur. Þá
neyðumst við til þess að gera
eitthvað í málinu og hafist er
handa við að finna plötuútgef-
anda eða galleríeiganda."
„í tónlist okkar eru leynd
skilaboð á fimm sekúndna
fresti, sem við erum jafnvel
farnir að hlýða sjálfir," segir
Þorri. „Þaö gengur þó brösu-
lega því við erum svo óþekkir.
Þess vegna reynum við að
komast hjá því að hlusta of
mikið á eigin tónlist. Með
margmiðlasýningum okkar
erum við að breyta efnaskipt-
um í heila fólks og koma því í
transástand svo við komumst
nær takmarki okkar. Við vitum
að það eru örlög okkar að
verða frægir," heldur Þorri
áfram. „Frægðin er óhjá-
kvæmilegur fylgifiskur ríki-
dæmis og við stefnum á að
verða ríkir."
í ÞÁGU KÚBISMANS
Þeir bæta við í trúnaði að til
þess aö ná settu ríkidæmis-
markmiði séu þeir allir á leið í
fegrunaraögerðir hjá lýtalækni
Michaels Jackson. Þeir ætla
meðal annars að láta græða á
sig fleiri skynfæri í þágu listar-
innar og kúbismans. Þorri
brotnar þó niður og játar að
einnig sé þetta sökum leti,
með fleiri arma og höfuð þurfi
þeir ekki að eyða jafnmiklum
tíma í verkin sín og geti varið
tímanum vel, uppi í sófa að
horfa á vídeó. Takmarkið er
síðan að stofnsetja elliheimili í
anda Zen, þar sem setið er
hreyfingarlaus og horft á
vegginn. Þorri getur þess að
Vesturlandabúar kunni ekki að
sitja og gera ekki neitt, þó
segja megi að meðlimir In-
ferno 5 hafi þróað þá göfugu
iöju upp í visst listform.
Eins og sannir aðalsmenn
búa þeir við makræði þeirra
sem lært hafa að láta hverjum
degi nægja sina þjáningu og
hafa aldrei svo mikið sem
íhugað þátttöku í kapphlaup-
inu ógurlega um svokölluð lífs-
gæði. □
78 VIKAN 10. TBL.1992