Vikan


Vikan - 14.05.1992, Blaðsíða 90

Vikan - 14.05.1992, Blaðsíða 90
VÉLMENNALÖGGA NÚMER 3 Nú er brynjaöa löggan aftur komin á hvíta tjaldið en í þetta sinn íklæðist Peter Weller ekki brynjunni heldur sjón- varpsleikarinn Robert Burke. Leikstjóri er Fred Dekker en hann hefur gert tvær vel heppnaöar hrollvekjur, Night of the Creeps og The Monst- er Squad. í Robocop 3 þarf hetjan að berjast fyrir rétti allra íbúa Detroitborgar þvi stór- fyrirtækissamsteypan OCP hyggst eyðileggja Detroit og reisa nýja borg úr rústunum. Þar skal borg framtíðarinnar rísa. Vélmennalöggan líður þetta ekki og gerist málsvari íbúa Detroitborgar. í þessu þriðja framhaldi er ekki eins mikið ofbeldi og I númer tvö þar sem ekki varð þverfótað fyrir ofbeldi. NÝ BLÓÐSUGUMYND UM DRAKÚLA GREIFA Francis Ford Coppola hefur nýlokið við að gera kvikmynd- ina Bram Stokers Dracula sem er byggð á hinni víðfrægu skáldsögu Drakúla eftir Bram Stoker sem út kom I fyrsta skipti áriö 1898. i myndinni leikur úrvalslið eins og Win- ona Ryder (Mermaids), Gary Oldman (JFK), Keanu Re- eves (Point Break), Anthony Hopkins (Silence of the Lambs), Richard E. Grant, Gary Elvers og Tom Waits. Myndin gerist I Lundúnaborg í lok 19. aldar og fjallar um leit Drakúla greifa að ástmey sinni I þokukenndri borginni. HERMENN ALHEIMSINS B-mynda leikararnir Jean- Claude Van Damme og Dolph Lundgren leiða saman hesta sína I vísindaskáld- sögutryllinum Universal Sold- ier. Er þetta hátæknispennu- mynd eins og þær gerast bestar. Myndin er undir stjórn þýska leikstjórans Rolands Emmerich. ▼ Leik- stjórinn John Singl- eton með nýja mynd i fórum sínum, Poetic Justice. ÆVI BLÖKKUMANNA John Singieton, leikstjórinn sem gerði Boyz n the Hood, er kominn með nýja kvikmynd. Hún heitir Poetic Justice eða Ljóðrænt réttlæti og fjallar um erfiðan lífsins gang hjá blökku- mönnum í Los Angeles. ▲ Robo- cop-mynd í þriðja sinn. T Hetjan Dustin Hoffman i myndinni Hero. HETJAN Dustin Hoffman leikur í gam- anmyndinni Hero. Auk hans leika þar toppleikarar eins og Andy Garcia (Godfather III, Internal Affairs, Black Rain) og Geena Davis (Thelma and Louise). Breski leikstjórinn Stephen Frears er við stjórn- völinn en hann leikstýrði mynd- unum The Grifters og Dang- erous Liasions. Myndin greinir frá hetjudraumum þrjóts og fréttaritara. SÚRKRÁS ◄ Winona Ryder er blóðþyrst í mynd Francis Ford Copp- ola, Drac- ula. Danny Aiello (Hudson Hawke) og Shelly Winters leika í gamanmyndinni The Pickle sem greinir frá mikils- metnum leikstjóra sem snýr til heimabyggða. Paul Maxur- sky er leikstjóri. ► Svip- mynd úr út- burðartryll- inum Single White Female sem er með þeim Jenni- fer Jason Leigh og Bridget Fonda. ◄ Danny Aiello sem nafntogað- ur leikstjóri í myndinni The Pickle. FÁEINIR GÓÐIR MENN Tom Cruise leikur í myndinni A Few Good Men sem er réttarhaldsdrama. Myndin er byggð á víöfrægu Broadway- leikriti sem fjallar um sjóliöa- lögfræðing sem leitar að hin- um gullna sannleika í réttar- salnum. í myndinni leika auk Cruise Jack Nicholson, Demi Moore (Ghost), Kiefer Suth- erland og Kevin Bacon. Leik- stjóri er hinn virti Barry Levin- son sem leikstýrði myndunum Diner, Rainman, Avalon og Bugsy. NÝR ÚTBU RÐARTRYLLIR Kvikmyndin Single White Female sver sig í ætt við spennumynd Johns Schles- inger sem sýnd var í fyrra, Pacific Heights. Nýja myndin greinir frá myndarlegri konu sem auglýsir eftir leigjanda. Sá reynist síðan stórhættuleg- ur. í Single White Female leika öndvegisleikkonurnar Jennif- er Jason Leith (Rush, Miami Blues, Last Exit to Brooklyn) og Bridget Fonda (Scandal, Godfather III). Myndin er undir stjórn þýska leikstjórans Bar- bet Schröder sem leikstýrði hinni eftirminnilegu mynd Re- versal of Fortune sem færði Jeremy Irons óskarinn i fyrra. VILLT ÁST Wilder Naplam greinir frá tveimur samheldnum bræör- um sem falla fyrir sömu döm- unni. Úr því fer eindrægnin minnkandi. Tom Cruise í nýjustu mynd sinni, A Few Good Men. ÞRUMUHJARTAÐ Spennumyndin Thunderheart greinir frá dularfullu morðmáli á verndarsvæði indíána í Suð- ur-Dakota. Val Kilmer (Top Secret, Kill Me Again, The Doors), Sam Shephard og Graham Greene (Dances with Wolves) leika í þessari mynd og leikstjórinn er breskur, Michael Apted. Þess má geta að myndin er fram- leidd af meistaraleikaranum Robert De Niro og þykir fersk og ótrúlega spennandi. HVAR VERÐA ÞESSAR KVIKMYNDIR SÍÐAN SÝNDAR? Kvikmyndirnar A Few Good Men, Hero, Wilder Naplam, Poetic Justice, Sleepwalk- ers, Thunderheart, Dracula, Single White Female, The Inner Circle, Radio Flyer, A League of Their Own, Mo Money og Gladiator verða allar sýndar í Stjörnubíói. Kvikmyndirnar Blue Sky, Shadows and Fog, Clifford, Article 99, Robocop 3 og Married to It verða allar sýnd- ar i Háskólabíói. 90 VIKAN 10. TBL.1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.