Vikan


Vikan - 14.05.1992, Blaðsíða 4

Vikan - 14.05.1992, Blaðsíða 4
14. MAI 1992 10. TBL. 54. ÁRG. VERÐ KR. 388 í áskrift kostar VIKAN kr. 295 eintakið ef greitt er með gíró en kr. 252 ef greitt er með VISA, EURO eða SAMKORTI. Áskriftargjaldið er innheimt fjórum sinnum á ári, sex blöð í senn. Athygli skal vakin á því að greiða má áskriftina með EURO, VISA eða SAMKORTI og er það raunar æskilegasti greiðslumátinn. Tekið er á móti áskriftarbeiðnum í síma 91-813122. Útgefandi: Samútgáfan Korpus hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þórarinn Jón Magnússon Ritstjórnarfulltrúi: Hjalti Jón Sveinsson Framkvæmdastjóri: Jóhann Sveinsson Markaðsstjóri: Helgi Agnarsson Innheimtu- og dreifingarstjóri: Sigurður Fossan Þorleifsson Framleiðslustjóri: Sigurður Bjarnason Sölustjóri: Pétur Steinn Guðmundsson Auglýsingastjóri: Helga Benediktsdóttir Aðsetur: Ármúli 20-22, 108 Reykjavík Sími: 813122 Útlitsteikning: Hildur Inga Björnsdóttir Setning, umbrot, litgreiningar og filmuskeyting: Samútgáfan Korpus hf. Prentun og bókband: Oddi hf. Höfundar efnis í þessu tölublaði: Loftur Atli Eiríksson Hjalti Jón Sveinsson Anna S. Björnsdóttir Þórarinn Jón Magnússon Líney Laxdal Jóna Rúna Kvaran Jóhann Guðni Reynisson Bryndís Jónsdóttir Dóra Magnúsdóttir Gísli Ólafsson Guðjón Baldvinsson Sigtryggur Jónsson Gunnar H. Ársælsson Lína Rut Karlsdóttir Egill Egilsson Þórdís Bachmann Hallgeröur Hádal Christof Wehmeier Sigríður Margrét Vigfúsdóttir Jónas Jónasson Myndir í þessu tölublaði: Bragi Þ. Jósefsson Gísli Egill Hrafnsson Egill Egilsson Loftur Atli Eiríksson Magnús Hjörleifsson Þórarinn Jón Magnússon Hjalti Jón Sveinsson Jóhann Guðni Reynisson Dóra Magnúsdóttir Gústaf Guðmundsson Sigríður Margrét Vigfúsdóttir Binni o.m.fl. Forsíðumyndina tók Gísli Hrafn Egilsson af sýningarstúlkunni Bryndísi Gísladóttur í jakkafötum frá Arnaud Et Therry Gillier í París. Toppurinn er frá Capucine Puerari. Skórnir eru úr svörtu rúskinni og framleiddir af Robert Clergerie. Sjá fleiri Parísarmyndir á bls. 26 til 39. Þaö mætti halda aö gatn- amálastjórinn [ Reykj- avík og kertiö hans haldi aö ísland sé í Reykjavík. Um miðjan apríl byrjaði hann aö minna bílstjóra á að sumarið væri í nánd og nú væri tími kominn fyrir sumar- dekk í Reykjavík. Þaö ku vera einhver reglugerö sem segir aö ekki megi aka á negldum hjólbörðum eftir miðjan apríl. Ég á ekki bíl en fékk lánað- an bíl því þrátt fyrir þessa reglugerö þurfti ég aö skreppa til Akureyrar á vondum degi; það var hvergi flogið á landinu, ófært um Kjalarnes og vara- samt í Hvalfirði. Ég tók Akra- borgina upp á Skaga og fauk því ekkert til fyrr en undir Hafnarfjalli, komst norður í Skagafjörð, lagði á Öxnadals- heiði, sannfærður um að sumarið, sem var komið á skrifstofu gatnamálastjóra, hlyti að ná norður til Akureyrar. Löglegur á sumardekkjum var ég allt í einu kominn upp á heiði i alblindum skafrenningi sem fór í bland við frostið og varð þess valdandi að þegar ég í blindu stoppaði í dauðans ofboði til að fara ekki fram af, þar sem vegurinn liggur hæst, komst ég ekki af stað aftur heldur byrjaði bíllinn að fjúka til hliðar því það var ofsarok. Yfir heiðina komst ég en það er ekki gatnamálastjóran- um í Reykjavík að þakka held- ur ungum hetjum sem kalla ekki allt ömmu sína, fóru úr bíl sínum í fokinu og skafrenn- ingnum, spyrntu við fót og ýttu mér af stað aftur og aftur þar til ég komst í Bakkaselsbrekk- una, fegnari en orð fá lýst en ævareiður við gatnamálastjór- ann í Reykjavík sem auglýsti sumarhjólbarða og hafði aldrei heyrt um þau líkindi að sumar- ið kæmi ekki um allt, þó að hann segði að samkvæmt reglugerð væri það komið í Reykjavík. Þess vegna segi ég það; hann heldur að ísland sé í Reykjavík. Það er æði langt síðan ég var ungur og fagnaði sumar- komunni, fylgdist með skrúð- göngu, fánum og veifum, prúðbúnu fólki sem gladdist því vetur stóð á þröskuldinum á leið út en sumarið söng við gluggann með farfuglana í lófanum. Það er eins og mig minni, að við værum oft dúðuð, með trefla og húfu og vettlinga, sultardropar á hverju nefi og hætta á blöðrubólgu því stelpur þess tíma voru ekki í síðbuxum. Það var ekki búið að finna upp neglda hjólbarða, þá var l’sland ekki í Reykjavík, það snjóaði fyrir norðan um mitt sumar. Ég man að í sveit- inni minni gerðist það 9. júní að við urðum að fara út að bjarga fé í hús, draga rollur og lömb upp úr blautum sköflum og þökkuðum fyrir að vel tókst til. Gatnamálastjórinn í Reykja- vík auglýsir sumar, áminnir um að ekki megi skemma göturnar í Reykjavík meira en orðið er en hann hefur engar áhyggjur af Öxnadalsheiðinni, því þótt island sé í Reykjavík hefur gleymst að flokka Öxna- dalsheiðina þar meö. Hún er gleymdur vegur og enginn heilvita maður á að vera að flakka þar um fyrr en með haustinu, þegar veturinn er far- inn fyrir víst. Þá er kannski kominn tími til að huga að negldum snjódekkjum, það er að segja ef þú hefur ekki klesst bílinn þinn utan vegar í Giljareitunum. Mikið vildi ég að Reykjavík væri ekki svona stór. □ BYRJAR SUMARIÐ Á SKRIFSTOFU GATNAMÁLASTJÓRA? 4 VIKAN 10. TBL.1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.