Vikan - 14.05.1992, Blaðsíða 48
LÍNEY LAXDAL ÞÝDDI
LARin
Sophia Loren er 57 ára,
ein skærasta stjarnan
eftir síöari heimsstyrj-
öldina. Þegar hin árlegu ósk-
arsverðlaun voru afhent fékk
hún heiðursóskar. í raun er
hennar eigið líf skrautlegra en
nokkur bíómynd. Hún óx upp I
sárri fátækt, barðist fyrir stóru
ástinni sinni, átti í erfiðleikum
með að eignast börn og þar
fram eftir götunum.
Meðan á öllu þessu stóð
biðu aðdáendur hennar I löng-
ER FAÐIR
SONA MINNA,
MÍN ÁST,
MITT LÍF
-segir leikk onan Sophia Loren
um röðum eftir að fá að berja
hana augum. Þeirfylgdu henni
hvert sem hún fór. Sophia stóð
samt báðum fótum á jörðinni.
Hún er „donna popolana",
kona fólksins.
Þegar Sophia talar um ást-
ina í lífi sinu fyllast augu henn-
ar hlýju og hún segir: Ég þarf
ekki á öörum manni en Carlo
að halda, hvað sem slúður-
dálkarnir segja. Ég hef ekki
staðið í stööugum ástarævin-
týrum. Mitt líf er að vera móðir
sona okkar. Það jafnast ekkert
í þessum heimi á við þaö að
vera móðir og eiga góða fjöl-
skyldu eins og ég á.
Ponti-fjölskyldan býr á bú-
garði sem kallast Þúsund eikur
og þangað er klukkustundar
akstur frá Los Angeles. Soph-
ia var heiðruð sérstaklega við
óskarsverðlaunaafhendingu
sem ein af dýrmætustu stjörn-
um bíómyndanna. Hún þakkar
fyrir sig meö nýjustu mynd
sinni, Laugardagur, sunn-
udagur, mánudagur, sem gerð
er í Hollywood og leikstjóri er
eiginmaður hennar, Carlo
Ponti, sem nú er 77 ára
gamall.
Synirnir, Carlo yngri og Edo-
ardo, eru í skóla. Carlo er nú
23ja ára og líkist móður sinni.
Hann spilar á píanó og vill
verða píanóleikari. Edoardo er
18 ára og líkist bróður sínum
lítið. Hann vill verða rithöfund-
ur eða leikari og hefur nú þeg-
ar sent frá sér fyrstu skáld-
söguna.
Mér líður vel þegar sonum
mínum gengur vel, segir
Sophia. Mér líður eins og 15
ára unglingi í návist mannsins
mins, ég elska hann og dái út
af lífinu.
Sá sem vill fræðast um fjöl-
skyldulíf þeirra ætti að horfa á
nýjustu mynd hennar. Edo-
ardo segir þá mynd lýsa heim-
ilislífinu vel, bara ögn yfirdrifiö!
Þar leikur Sophia móður sem
hrífur karlmenn með kvenleika
sínum. Og ekki var það Carlo
sem kenndi henni. Nei, það
gerði móðir hennar, Romilda.
Sjálf vildi hún verða kvik-
myndastjarna en þegar henni
tókst það ekki kenndi hún dótt-
ur sinni allt sem hún kunni í
kvikmyndaleik.
Móðir Sophiu ólst upp í litl-
um ítölskum hafnarbæ, Pozz-
uli. Þrátt fyrir mikla fátækt tókst
henni að eignast píanó og hún
hélt að hún væri fræg þegar
hún var stopþuð á götu til að
gefa eiginhandaráritanir. Það
var þó af annarri ástæðu.
Romilda tók þátt í keppni um
hver líktist mest Gretu Garbo
og vann. Verðlaunin voru ferð
til Bandaríkjanna og reynslu-
upptaka. Fyrir Romildu var
þetta sem himnasending en
hún fékk ekki aö fara. Amma
hennar, sem var „padrone"
fjölskyldunnar, sagði þvert nei.
Bandaríkin voru ekki rétti stað-
urinn fyrir unga stúlku.
Millivegurinn varö sá að
Romilda fékk aö fara til Rómar
í reynslutöku hjá Cinecitta-
stúdíóinu sem var líkt þeim
„réttu" í Hollywood. Romilda
komst þó aldrei þangað. Á
leiöinni hitti hún mann sem
kynnti sig sem Riccardo
Scicolone. Hann sagðist vera
kvikmyndaframleiðandi en
það reyndist eftir allt saman
plat. Tveim mánuðum seinna
uppgötvaði Romilda að hún
var ófrísk. Scicolone neitaði
að giftast henni og Romilda
þorði ekki heim af ótta við við-
brögð fjölskyldunnar.
Þann 20. september 1934
leit Sophia dagsins Ijós á fæð-
ingarheimili fyrir ógiftar
mæður. Hún var veiklulegur
krakki og eftir þrjá mánuði
neyddist Romilda til að fara til
baka til Pozzuli með hana.
Það var ekki mikið hold á barn-
Það er engu líkara en að hér syngi Carlo Ponti italska aríu við
fálegar undirtektir konu sinnar. En að öllu gamni slepptu: Hjónin
saman á góðri stund.
inu, fæturnir stóðu eins og
spýtur út úr bleiunni, augun
voru líflaus og húðin grá.
Romilda haföi gleymt að
hugsa út í ítölsku fjölskyldu-
tengslin. Amma hennar útveg-
aði peninga eftir krókaleiðum
og hafði uppi á brjóstmóður
handa Sophiu. Scicolone við-
urkenndi Sophiu sem sitt barn
og í gleði sinni yfir því varð
Romilda ófrísk að öðru barni
hans. í það skiptið neitaði
hann öllu staðfastlega. I fæð-
ingarvottorði Mariu, systur
Sophiu, stendur að faðir sé
óþekktur en í Sophiu fæðing-
arvottorði stendur „figlio natur-
ale" eða fædd utan hjóna-
bands.
í uppvextinum var Sophia
ekki fallegt barn. Hún þorði
varla að fara í skólann því
strákarnir kölluðu hana bauna-
spíru og lauslætiskróga. Hún
fór ekki að þroskast fyrr en um
14 ára aldur en það telst seint
fyrir ítalska stúlku. Loksins
þegar það gerðist breyttist hún
í nýútsprungna rós. Þá byrj-
uöu strákarnir að blístra og
leikfimikennarinn hennar bað
hana að giftast sér. Sophia
sagði honum að spyrja
mömmu sína en svar Romildu
var á þann veg að hann ætti
að fara heim í kalt bað! Hún
hafði aðrar ' áætlanir dóttur
sinni til handa.
Romilda las í blaði um feg-
urðarsamkeppnina drottning
hafsins og sendi inn umsókn
fyrir Sophiu. Þrátt fyrir að al-
menningur hefði aðra skoöun
lenti Sophia í öðru sæti. Verð-
laun hennar voru veggfóðurs-
rúlla og dúkur með sex serví-
ettum. Fólk dreif Sophiu niður
að sjó, dýfði henni þrisvar í
vatnið og bað guð að blessa
drottningu hafsins.
Sophia hefði verið alsæl
meö að gifta sig og eignast
fimm „bambíni" með manni
sínum en það vildi Romilda
ekki. Hún tók Sophiu með sér í
Cinecitta-stúdíóið í Róm þar
sem óskað hafði verið eftir 30
þúsund aukaleikurum í mynd-
ina Quo Vadis. Sophia og
Romilda léku þræla. Sophia
fékk fleiri smáhlutverk og hún
geislaði af ánægju og lífsgleði.
Þegar þær fengu laun dags-
48 VIKAN 10. TBL.1992