Vikan


Vikan - 14.05.1992, Blaðsíða 86

Vikan - 14.05.1992, Blaðsíða 86
STTÖRNUSPÁ ja HRÚTURINN 21. mars - 19. apríl Seinni hluti maímánað- ar byrjar ekki vel hjá þér. Tungl- ið verður fullt 16. maí og þá er ekki góður tími hvað kynlíf og rómantík varðar. Deilur gætu jafnvel blossað upp. Eftir þann 20. batnar ástandið. Tjáskiptin verða liprari og síðustu dagar mánaðarins lofa góðu. (hjh NAUTIÐ ^ 20. apríl - 20. maí Fjármál þín halda áfram að vera jákvæð næstu daga. Þú virðist vera í þeirri ákjósanlegu aðstöðu að geta bæði keypt og sparað samtímis. Forðastu samt þrjósku ef þú vilt koma þínu I gegn þann 21. í rauninni ertu með pálmann í höndunum og þú færð þitt í gegn með lipurð. TVÍBURARNIR 21. maí - 21. júní Þú hefur sterka, já- kvæða útgeislun þessa dagana. Tilfinningar þínar komast þó í uppnám 20. maí, sennilega varðandi kynlíf eða hugsanlega fjármál nema hvort tveggja sé. Daginn eftir þarftu að sýna hátt- vísi ef þú vilt fá þitt fram. Seinni hluti mánaðarins verður sveiflu- kenndur. KRABBINN \Cl/ 22. júní - 22. júlf Áhugamál þín skipta þig miklu um miðjan mánuð. Þegar tunglið fyllist, 16. maí, gætu ris- ið upp deilur við ástvin vegna tíma sem þú eyðir með öðrum. Seinni hluta mánaðarins virðistu bjóða tilfinningalegum vanda- málum heim, en þú tekst á við þau eins vel og þú getur. LJÓNIÐ 23. júlí - 23. ágúst Forðastu deilur við for- eldra þína eða sambýlisfólk þegar tunglið verður fullt, 16. maí. Kvöld sama dags gæti hins vegar orðið mjög hagstætt fyrir rómantík. Eftir 21. maí gætirðu haft mikið að gera en verkefnin eru þér áhugaverð og þú nýtur þeirra. Brostu framan í heiminn. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Sýndu ennþá svolitla þolinmæði, að minnsta kosti fram yfir 16. maí. Eftir þann dag fara máiin að snúast þér í hag þannig að seinni hluti mánaðar- ins verður eftirminnilegur. Vorið er að vísu árstíð rómantíkurinn- ar en hún er ekki alltaf öll þar sem hún er séð. Varkárni sakar ekki. VOGIN 24. sept. - 23. okt. Þú virðist vera upptek- in(n) af ákveðnu, nánu sam- bandi. Fulla tunglið 16. maí virk- ar vel á þig enda liggur róm- antíkin í loftinu. Beittu háttvísi 21. maí. Það mun koma sér vel fyrir þig síðar. Þú færð nýtt áhugamál eftir 26. maí en færð seinna tíma til að sinna því. SPORÐDREKINN 24. okt. - 21. nóv. w Viss persónuleg sam- bönd eru þér mjög hugleikin um þessar mundir. Eftir 26. maí fara hugsanir þínar að snúast um fjármál og kynlíf. Reyndu að láta tilfinningarnar ekki stjórna þér um of. Forðastu ónauðsyn- leg ferðalög síðustu viku mán- aðarins. Líttu þér frekar nær. BOGMAÐURINN 22. nóv. - 21. des. Vorið gerir þig ástíðu- fulla(n) og þig langar venju fremur að njóta lystisemda lífsins. Þetta veitir þér jákvæða útgeislun og eftir 26. maí hugs- arðu meira um aðra en sjálfan þig. Þetta er eiginlega tvískipt ástand tilfinningahita og af- slöppunar. STEINGEITIN 22. des. - 19. janúar Víðsýni þín er með mesta móti. Áhrif vorsins láta ekki margt fara fram hjá athygli þinni. Þetta gerir þig stórhuga og þig langar að takast á við eitthvað nýtt. Hagnýttu þér þessa orku fordómalaust til að koma ár þinni vel fyrir borð, til dæmis varðandi starf þitt og stöðu. VATNSBERINN j, 20. janúar -18. febrúar ' ^ Þér virðist líða best heima við næstu daga. Þar færðu góðar hugmyndir sem þú nýtur að þróa með þér. Sam- skipti þin út á við verða hins vegar fremur hversdagsleg seinni hluta mánaðarins. Það virðist þó ekki angra þig og þú bíður ævintýra sumarsins í rólegheitum. FISKARNIR 19. febrúar - 20. mars Þú virðist vera í fjáröfl- unarhugleiðingum en ferð vel með það. Óþolinmæði verður vart hjá þér 16. maí (fullt tungl) enda finnst þér hlutirnir ganga hægt. Síðari hluti mánaðarins verður frekar tíðindalítill - ein- mitt þegar þig langar í svolitla tilbreytingu. McPherson, sem var auðugur viskíframleiðandi, þurfti eitt sinn að ganga undir vandasaman uppskurð. Aðgerðin tókst ágæt- lega og skömmu síðar fékk McPherson reikning frá lækninum upp á tíu þúsund krónur. Sem góðum Skota þótti McPherson reikningurinn nokkuð hár. Hann hugsaði ráö sitt og gekk síðan á fund læknisins: - Er yður Ijóst, kæri læknir, að með núverandi skattafyrirkomu- lagi verð ég að greiða fjögur hundruð þúsund krónur til þess að geta greitt yöur tíu þúsund krónur. Læknirinn varð að viðurkenna aö þetta væri rétt og McPherson hélt áfram: - Þér, sem þekktur læknir, hljótið að vera hátekjumaður. Hve mikið haldið þér að verði eftir handa yður af þessum tíu þúsund krónum? Læknirinn fór nú að reikna og komst að þeirri niðurstöðu að hann mundi halda eftir um sex hundruð krónum. m/c |i|i„líí!iiii|iii||i - Með öðrum orðuum, sagði McPherson, - til þess að borga yður sex hundruð krónur verð ég aö græða fjögur hundruð þúsund krónur. Mér finnst þetta fráleitur bissniss fyrir okkur báða og þess vegna geri ég yður tilboð um aö við jöfnum reikninga okkar með 24 flöskum af viskíi á 50 krónur stykkið, þar meö fáið þér 1200 krónur. Læknirinn, sem einnig var Skoti, tók tilboðinu. Skynsamur maður lærir fljótt það sem er krafist í hjónaband- inu á meðan sá heimski er alltaf að þrátta við konuna. FINNDU 6 VILLUR Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda •%ce nu jnpuais nupnHs e 'Qe>(uu!LU jnjeg jeuunuo>i jnpeL| ‘jæu bj9a isjuAs e>|sje(j i jrnjeuj 'e jnpisg uuungewnisgiejBje wes eunssniq e jbjuba jewje ‘qia jsæq jnjeq |6Bn|6 'wnijA>|s je Qipoq ejeq jnpueu 86 VIKAN 10. TBL, 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.