Vikan


Vikan - 14.05.1992, Blaðsíða 75

Vikan - 14.05.1992, Blaðsíða 75
Frh. af bls. 23 Hér er eitthvað í gangi allan ársins hring. Kvöldskemmtan af öðru tagi, eins og heimsókn í diskótek og nætuklúbba, er ríkulega hægt að veita sér sé áhugi fyrir slíku. Á þessu sviði er París líka sögð ótæmandi. Nægir ef til vill að nefna vin- sæla næturklúbba og skemmtistaði á borð við Crazy Horse, Apocalypse, Régines, Castel og Lldó. Skoðunarferð að kvöldlagi um Latínuhverfið með heimsókn I djasskjallara og lítið veitingahús á dag- skránni er llka tilvalin kvöld- skemmtan sem kostar ekki mikið. gluggana eru borð við borð og er stólunum ávallt raðaö þann- ig að gestir geti virt fyrir sér líf- ið fyrir utan. Þessa iðju stunda margir innfæddir og ekki síður ferðamenn sem ánetjast hafa borgarmenningunni. Ganga um miðbæinn, meðfram Signubökkum og um Latínu- hverfið að kvöldi sem degi er ógleymanleg dægradvöl fyrir Frónbúann því margt ber fyrir augu og eyru. Það er líka tilvalið fyrir þá sem vilja kynnast París örlítið frá skemmtilegu sjónarhorni að fara I siglingu um Signu með einum hinna fjölmörgu fljótabáta. Ferð I Eiffel-turninn er einnig nauðsynleg bæði til þess að sjá eitt af undrum ver- aldar og til .þess að geta notið útsýnisins yfir borgina í góðu veðri. Útsýnið ofan úr Sigur- boganum er líka aldeilis frá- bært í sæmilegu skyggni. Menningarlíf I heimsborg- inni París er svo mikið og margslungið að ógjörningur væri að ætla að gera því ein- hver skil I stuttri grein. Aö þessu leyti er borgin einnig ótæmandi. Söfnin skipta tug- um og jafnvel hundruöum, óp- eruhús eru nokkur, unnt er að velja á milli óteljandi leikhúsa, tónlistarhalla og kvikmynda- húsa og svo mætti lengi telja. Það er tilvalið að snæða kvöldverð á veitingastaðnum Jules Verne í miðjum Eiffelturninum í Ijósaskiptunum. Maturinn þar er ákaflega góður en í dýrari kantinum. Á meðan matarins er notið má svo virða fyrir sér stórfenglegt útsýnið yfir borgina. Sé farið i kvöldverð á staðnum má sjá borgina í björtu og síðan upplýsta af borgarljósun- um þegar kemur að eftirréttinum. Nauðsynlegt er að panta borð með góðum fyrirvara - helst áður en lagt er af stað heiman frá Fróni... Séð yfir borgina úr veitingasal Jules Verne. Það er marmarakirkjan sem stelur senunni, en hún stendur við hlið listamannahverfisins vinsæla á Montmartre-hæðinni. ljösm.: þjm borginni er krökkt af fólki alls staðar og bregður íslendingi svolítið í brún, vanur fámenni og miklu andrými. Að lokum verður hér vitnað í inngangsorð Jónasar Kristj- ánssonar í kveri sínu, París - heimsins höfuðprýði, en hann kann að koma orðum að hlutunum og fer ekki í grafgöt- ur með skoðanir sínar. „Hvergi sjá ferðamenn fólk, sem ber sig betur á gangstétt- um úti eða er betur klætt en einmitt Parísarbúar. Gildir það jafnt um vinstri bakka Signu sem hægri bakkann, þótt fötin geti verið dýrari hægra megin. Þetta stingur í stúf við fremur ræfilslegt útlit fólks í borgum annarra Vesturlanda. Til dæmis ganga Parísarbúar lítið í gallabuxum. Parísarbúar eru afar stoltir og sjálfum sér nógir. Þeir geta því haft kuldaleg áhrif á ferða- menn, sérstaklega þá sem ekki hafa komið sér upp ein- hverri kunnáttu í franskri tungu. Óbeit þeirra á ensku hefur þó minnkað töluvert á síðustu árum, einkum á þeim stöðum, þar sem ferðamanna er helst von, svo sem á hótel- um og í veitingahúsum. Ferðamenn geta komist langt á þeirri frönskukunnáttu einni að geta stautað sig fram úr frönskum matseðlum." Til þess að koma sér upp al- gjörum lágmarks orðaforða og geta flett upp á orðum þegar í nauðir rekur, til dæmis á veit- ingahúsum, er fólki ráðlagt að verða sér úti um litla franska- (slenska/íslenska-franska orðabók. Þess má svo geta að í Berlitz-ferðakverinu er að finna svolítinn orðalista. □ MEÐ BÖRNIN í PARÍS Fólk þarf ekki að óttast að börnunum þurfi að leiðast í Parísarferðinni. Af nógu er að taka bæði í borginni sjálfri og í nágrenni hennar. Unnt er að ferðast með lestum ýmist ofan- eða neðanjarðar á skammri stundu til allra þeirra staða sem til greina gætu komið eins og til dæmis í hinn nýja Euro Disney ævintýragarð sem opnaður var í apríl síðastliðn- um og í Asterix-garðinn sem er börnum ekki minni ævin- týraheimur, þó á evrópska vísu sé. Með neðanjarðarlest er heldur ekki mikið mál að komast í dýragarðinn (í Bois de Vincennes) þannig að unnt er að gera börnunum dvölina ógleymanlega - svo fremi að gert sé ráð fyrir þeim í ferðaá- ætluninni. Börnin hafa að sjálf- sögðu gaman af að fara upp í Eiffel-turninn og siglingin um Signu ætti þeim heldur ekki að þykja langdregin. Þar að auki ættu þau að geta komist í nána snertingu við menningu og listir þó heimsóknir á söfn séu kannski ekki á óskalista þeirra. í Pompidou-listasafn- inu er opin vinnustofu fyrir börn á miðvikudögum og laug- ardögum og þar geta þau teiknaö og málað að vild. „FÖGUR OG FRJÁLSLEG" París er glaðleg borg og íbúar hennar virðast kátir og ham- ingjusamir. Götulífið er því hressandi og skemmtilegt fyrir Frónbúann. Borgin er stór og geysiþéttbýl - með ólíkindum er oft og tíðum hve má laga sig að miklum þrengslum. í PARÍS 10. TBL. 1992 VIKAN 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.