Vikan


Vikan - 14.05.1992, Blaðsíða 62

Vikan - 14.05.1992, Blaðsíða 62
á röngum athöfnum sinum og alltot oft I einhvers konar tilgangsleysi. SJÁLFSVÍG OG LÍF AÐ LOKNU ÞESSU Hvaö varðar hugmynd þína um aö fremja sjálfs- morð er þetta aö segja: Það breytir hreint engu, elsku drengurinn minn. Þvert á móti eykur það á kvöl þína og áhyggjur. Þú lifir líkamsdauðann og verður því eins og við hin, hvort sem þú ert hér eöa hinum megin grafar, að taka öllum afleiðingum af gjörðum þínum. Það mun aldrei á endanum verða verk neins nema þín. Þú refsar þér sjálfur með öllum ákvörðunum og framkvæmdum sem eru í eðli sínu rangar. Við tök- um ekki líf okkar sjálf af þvi að þaö er ekki til neins, auk þess sem þannig framkvæmd er óguðleg og siðferðislega röng. Þaö benda allar rannsóknir vís- indanna i sömu átt þegar kemur að möguleikum á að við lifum líkamsdauðann. Hugur okkar er ekki efniskenndur og hann lifir þrátt fyrir að efnislegir þættir persónu okkar deyi. Persónuleiki okkar og vilji, auk hugsana okkar lifa eftir dauðann. Það þýðir að draumar okkar og þrár gera það líka ásamt nátt- úrlega öllu þvi sem viðkemur dulminni okkar. Svo þú sérð að lausn þinna mála er ekki svokallaður dauði. Aftur á móti verður þér aldrei refsað fyrir það sem þú hefur sjálfur sæst á að taka afleiðingum af hér á jörðinni og fylgt hefur refsikerfi mannanna og þeim dómum sem þeir láta falla hver við annan af alvarlega gefnu tilefni refsiverðs athæfis. Ef við, eins og áður sagði, iðrumst og förum í gegnum þá refsingu sem mennirnir hafa með hinum ýmsu lagasetningum ákvarðað fyrir hvern annan, þegar þeir setja meðal annars lagaákvæði sem fela í sér refsingu í formi fangelsisvistar eða fjárútláta vegna brota á hegningarlögunum, er það náttúrlega sú refsing sem við tökum út hér og nú. Aftur á móti er engin ástæða til að ætla að yfir okkur vaki refs- andi guð heldur gilda bara þau lögmál báðum meg- in grafar að sá sem flýr og felur brot sin sleppur ekki við að taka afleiðingunum af þeim þó að hann hverfi úr líkamanum. Við eigum ekki að ákveða sjálf okkar skapadægur, þaö gerir Guö einn fyrir okkur. Annað er alrangt atferli og óréttlætanlegt og það veldur jafnframt öllum þeim sem eftir lifa og elska okkur kvöl og pinu sektarkenndar og vonleysis. PERSÓNULEG UPPBYGGING JAKVÆTT MARKMIÐ Það er afar hyggilegt hjá þér að sækja AA fundi og ekkert sem mælir því mót. Hitt er alveg rétt ályktað hjá þér að það er og verður alltaf rétt að fara nokkuð ólíkar og umfram allt jákvæðar leiðir að sjálfstyrk- ingu. Það er sennilega athugandi fyrir þig að fá um tíma uppbyggingu hjá góðum og skilningsríkum sál- fræðingi eða félagsráðgjafa. Eins myndi ég kynna mér flestar þær sjálfstyrkj- andi bækur sem verslanir bjóða upp á núna í seinni tíð. Þær geta, ef þú lest þær hægt og veltir innihaldi orðanna vel fyrir þér, hjálpað þér mikið. Eins er að það eru og hafa verið starfandi alls konar félaga- samtök fólks sem vill deila áhugamálum sínum og lífsviðhorfum með öðrum. Líknarfélög eru oft góð leið til að byggja sig upp i gegnum bæöi félagslega og andlega, láta sem sagt eitthvað gott af sér leiða um leið og við fáum ágætis félagsskap út úr störfun- um líka. Hægt er að kynna sér störf hinna ýmsu trúfélaga sem bjóða fólki bæði stuðning og biblíutengda fræðslu sem virkar oftast ákaflega vel þegar við vilj- um byggja okkur upp i gegnum aðra og með öðrum andlega og félagslega, með þá góðu tilfinningu að Jesús Kristur sé nálægur manni. Það er mjög já- kvætt að skiptast á skoðunum og deila reynslu með öðrum og getur bara ekki verið annað vegna þess að þegar þannig sjónarmið ríkja erum við bæði að vinna á sem manneskjur og styrkja það góða í okkur, á sama tíma sem við erum að uppræta það sem miður kann að vera í okkar ágætu persónu. LÆRDÓMUR EYKUR ÝMSA MÖGULEIKA Það væri reglulega sniðugt fyrir þig að drifa þig á skólabekk við fyrsta tækifæri og velja þér til lær- dóms fag sem sameinar sem flesta hæfileika þína og jafnframt býður upp á að sú erfiða persónulega reynsla sem þú býrð yfir gagnist þér líka. Vissulega mun það breyta ýmsu í lífi þínu ef þú tekur þá ákvörð- un að bæta úr þekkingarskorti þínum með námi sem getur svo síðar meir gefið þér starfsréttindi. Þú getur aldrei tapað á að mennta þig, hvorki manneskjulega eða peningalega. Hvað varðar sjálfstraust og almenna sigurvissu þér til handa þá er alveg Ijóst að hvort tveggja mun vaxa við hverja þá þraut og dáð sem þú drýgir sjálfum þér til fram- dráttar, hvort heldur það er í nýju lífshlutverki tengdu starfslegum framgangi þínum eða einfaldlega því sem gerir tiltrú þína á eigið ágæti manngildislega séð að auknu keppikefli. Langi þig til að læra þá gerðu það. SAKAMENN EIGA SINN RÉTT Auðvitað er ekki loku fyrir það skotiö að fyrrverandi sakamenn eigi möguleika á annars konar og ögn jákvæðara lifi en þvi sem dregur dilk vandræða á eftir sér. Sá sem af einlægni ákveður að breyta lífi sínu og snúa frá villu síns vegar er og verður alltaf á mjög athyglisverða máta eftirtektarverður og öðr- um og óverulegri stórgóð fyrirmynd. Það er fárán- legt að hafna fólki einungis af því að það hefur um tíma farið út af sporinu. Fyrrverandi afbrotamenn geta orðið fyrirmyndarmenn hvað sem öllum fyrri mistökum og öðrum almennum axarsköftum líður, bara ef þeir vilja og nenna að setja sér þannig keppikefli sjálfir og fá að auki rétta aðhlynningu þeirra sem eru bæði umburðarlyndir og víðsýnir. Betra er aö hafa i huga að það er, satt best að segja, ekki útilokað að syndir annarra geti einmitt orðið þær syndir sem við eigum eftir að drýgja, þó fátt eða ekkert bendi til þess eins og málum okkar er háttað í dag. Við erum, þegar grannt er skoðað, flest á mismunandi máta eitthvað breysk og í sjálfu sér ekkert athugavert við það. Aftur á móti eigum við ekki að þurfa að gera sömu mistökin nema einu sinni. Það er nefnilega enginn sem kýs aö vera af- brotamaður og öðrum mönnum aumari í mannvirð- ingu og tækifærum. Það er bara svo misjafnt hvað við erum staðföst í mótlæti og meðvituö um rétt og rangt. Þau okkar sem telja sig með heilbrigða hugarstarfsemi og siðprúð verða vonandi aldrei til þess að fara með þeim hætti út af sporinu að það verði vart aftur tekið. Það sem við eigum aö meta og meta réttlátlega er þegar sá sem er aflagaöur ákveður að snúa frá villu síns vegar, meinar það og tekst það jafnframt. Það er ekki til neins, þegar búið er að taka af- leiðingum af syndum sínum og brotum, aö vera að velta sér upp úr fortíðartengdum hlutum sem við höfum nú þegar unnið okkur frá og tekið út okkar refsingu fyrir, þó þeir séu og hafi verið í eðli sínu bæði slæmir og vart réttlætanlegir. Við ættum aldrei að gera þeim sem hefur kosið að breyta lífi sínu til hins betra ókleift að gera það með sífelldum áminn- ingum um að fortíö þeirra hafi verið bæði dökk og aflöguð ef nútíð þeirra og hugsanleg framtíð er ekki líkleg til aö innihalda neitt annað en góða og gagn- lega breytni og þó nokkuð af sólskinsköflum fyrir okkur sjálf og aðra okkur nálæga. SAGA ÞÍN ATHYGLISVERÐ Ég vil að lokum þakka þér innilega það hugrekki að skrifa mér og gefa öðrum um leið hlutdeild í erfiðri og brokkgengri reynslu þinni. Það er alveg vist, eins og þú spyrð mig um sjálfur, að þín saga er ágæt áminning um það sem betur má fara i samskiptum okkar hvert við annað. Við vitum eftir að þú hefur upplýst okkur um gang mála í ævisögu þinni að það er svo sannarlega ekki röð af tilviljunum sem veldur því að svo fór sem fór. Við skulum bara gera okkur grein fyrir því að í fyrstunni byrja aðstæður þínar allar mjög óhöndug- lega. Ekki síst eru foreldrar þinir, sem eru og hafa verið í hvers kyns klúðri í sinu lífi, töluvert sekir gagnvart þér og systkinum þínum. Þau hafa því miður flutt ákveðið magn eigin vanda yfir á börn sin með þeim hætti að þessi börn - samanber þig - hafa átt í erfiðleikum með að stjórna liti sinu skynsamlega. Fólk á gjarnan erfitt uppdráttar ef byrjun lífs er böguleg. Ekki hefur auk þessa bætt úr skák afleiddur félagsskapur þér eldri og lífsreyndari einstaklinga sem því miður reyndust ekki fremur en foreldrar þínir heppilegar fyrirmyndir fyrir ómótaðan og siðferðislega ófullkominn barnshuga þinn á árum áður. TÍMABUNDNIR KROSSAR Hvað um það, þú ert að átta þig og rólega að af- tengja þig rugli fortíðarinnar. Það er vissulega að- dáunarvert hvað sem öllum hroka annarra líður. Ég á ekki von á að kærastan þín yfirgefi þig, ef hún bara áttar sig á góðum markmiðum þínum tengdum framtíð ykkar, þrátt fyrir að þú komist vart hjá að taka afleiðingum þeirra dóma sem þú átt ennþá eftir að sitja af þér. Auðvitað verður erfitt fyrir hana eins og þig að bera þá krossa tímabundið sem röngu líf- erni þínu áður fyrr óneitanlega fylgja enn um sinn. Hún þarf eins og þú að átta sig kirfilega á því að við getum sem betur fer valið okkur lífssýn eftir geð- þótta ef við óskum þess og vinnum kertisbundið að því að gefa henni líf á jákvæðri forsendu. Hitt er svo annað mál að það hefur varla fariö framhjá henni að þú vilt annars konar og heilbrigð- ara lif og engin sérstök ástæða til að efa að sá góði vilji þinn sé raunverulegur. Það kemur fram í athöfn- um þínum síðustu tvö árin þar sem þú hefur vissu- lega staðið þig frábærlega vel. Ef ég væri sem þú myndi ég sýna henni þessi svör mín og um leið segja henni frá ótta þinum og áhyggjum í sambandi við framhald á ykkar samvistum. Það borgar sig alltaf að vera heiðarlegur og taka í því sambandi smávegis áhættu. Eða eins og gamli puttinn sagöi einu sinni þegar hann var að rifja upp fortíð sína, þá níræður: „Elskurnar minar, þegar ég var yngri gerði ég eitt og annað rangt, en eftir að ég eltist sá ég að það borgaði sig bara alls ekki. Málið er nefnilega að það koma svo miklar og erfiðar afleiðingar af öllum þeim athöfnum okkar sem eru vanhugsaðar og sjálfmiðaðar að það hálfa væri reyndar nóg. Ég ákvað bara að taka mig þessu líka takinu og hef eiginlega verið nokkurn veginn hálfheilagur siðan eftir seinna stríð góðra breytinga. í dag gengur mér vel og er bæði sáttur við mig, guð og menn enda geri ég ekki hrossaflugu mein þó hún valdi mér bæði svefnleysi og öðrum álíka óþægindum. Svona hef ég nú breyst og það var ekkert mál þegar frá leið að greiða úr flækjum fortíðar sem var væg- ast sagt bágborin siðferðislega og telur maður þá ekki ótæpilegt kvennafar með eða þannig." Guð gefi þér tiltrú á eigið ágæti og gangi þér virki- lega vel að rétta endanlega úr þinum áhugaverða og sérstaka kút góðs manngildis. Með vinsemd, Jóna Rúna. LAUSN SÍÐUSTU GÁTU + + + + + + + + H A + + + + s + + + + + + + + + + B ó K A R 7 N N + s F + + + + + + + A G K + A L 'T’ E I 'f A + + + + + + + K V I K 'T' + B I Ð A N + + + + + + + S Æ L L A + + S K u T< + + + + + + + + R E I D E 1 + A T A + + + + + + G u Ð S F I R D A p + R + i G U L K E K + A + + + N B + S + + + E L i A S + í R S K A + E L t 3 + B I L T + D S + H E I Ð + L t T A H 0 L U R + 0 T S Æ R Ð + R + K A L + L + R A K R I + L 1 F G A + A R A A T A + + ö + K A L A R E F U M + M + A L p A I? + K K + + A F + U S S A E L D I N G + o K E S T A + K Æ N N + E 1 N D + K R A F A + + L 0 F 1 Jj + I N N I + R u N A G R E 1 N Ð R + K N 1 P c I F E S T I N G + N + A + + + + L Á N A S T + S + G A G A + + M Ý M ö R G + + + S + Þ U L A N + + E L •f N A + F L I N K T R + R t S + D + M + + L E Y S I N G + B + S K + + B ó K H A L D S G ö G N I N + E S N ö S + H U L D + L R j A L A Ð I H É L A + H N 0 A + A R A , R A rr + N i 5 L E N D I N G A B ó K 1 + R 0 L A 62 VIKAN 10. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.