Vikan


Vikan - 14.05.1992, Side 49

Vikan - 14.05.1992, Side 49
ins vafði mamma hennar þau inn í vasaklút og þær fóru með rútu til bæjarins þar sem þær höfðu herbergi á leigu. Spagh- ettíið suðu þær á prímus sem stóð á bretti á klósettinu. Þær fóru saddar að sofa og báðu bænir sínar. - Og mundu að allir karlmenn eru vondir, sagöi Romilda alltaf á eftir ameninu. Þegar nokkrir af þessum vondu mönnum auglýstu eftir þátttakendum í fegurðarsam- keppnina ungfrú Róm var Romilda ekki sein á sér aö skrá Sophiu til keppni. Það var árið 1950 og Sophia var 16 ára. Fallegu stúlkurnar, sem kepptu við hana, gerðu hana óstyrka og það sem þær gerðu til að koma sér á framfæri var með ólíkindum. Sophia var sem í leiðslu og gerði það sem henni var sagt að gera. Einn úr dómnefndinni kom hlauþandi til hennar og sagði við hana að í hans augum yrði hún númer eitt. - Ég heiti Carlo Ponti, sagði hann, og ég hef gert Ginu Lollobrigida og fleiri að stjörnum. Sophia náði bara öðru sæti en Ponti bað hana að koma og tala við sig á skrifstofu sinni daginn eftir. Þegar Sophia kom að Piazza d'ara Coeli fann hún hvorki skrifstofu né upptökusali, bara lögreglustöö og lögregluþjónninn, sem stóö fyrir utan, var að hugsa um að handtaka hana. Ekki vissi Sophia þá hversu stóran hlut Þær þykja ekki ósvipaðar mæðgurnar. Móðir Sophiu, Romilda, er nú á áttræðisaldri og þjáist af krabbameini. Ponti og lögreglan áttu eftir að eiga í lífi hennar. Skrifstofa Pontis var í næsta húsi við lögreglustöðina. Hún fékk prufutöku og eftir hana sagði leikstjórinn við Ponti að hann skyldi gleyma þessari stúlku, hún væri mistök og yrði aldrei stjarna. Mjaömirnar voru of breiðar, bakið of langt, var- irnar of stórar og nefið líka! Ponti kallaði Sophiu á sinn fund og sagði við hana í föður- legum tón að hún yrði að létt- ast um nokkur kíló og seinna þyrfti að „klípa ögn“ af nefi hennar. Fæstar stúlkur, sem dreymir um aö verða frægar, hika við að fara í aðgerð til að hressa upp á útlitið en Sophia brast í grát. Hún elskaði nefið sitt því þaö var næstum það eina sem hún átti til. Og hún hellti sér yfir Ponti. Hvernig vogaði hann sér að fara fram á svona nokk- uð við ítalska stúlku? Ponti sá að hann hafði náð í unga og sterka stúlku af gamla skólan- um og hann greip penna til að skrifa samninginn. Carlo Ponti var tuttugu árum eldri en Sophia. Hann átti tvo syni og bjó í ástlausu hjóna- bandi. Þessi litli, feiti, sköllótti karl og hin unga, fallega stúlka áttu ekkert sameiginlegt. - Sá sem heldur að ást hafi eitthvað með aldur að gera hefur mis- skilið lífið, segir Sophia. Barmur Sophiu varð fljótt ít- alskt vörumerki, þökk sé Ponti. - Menn sækjast eftir öðru en kunningsskap við mig, segir hún, en ég er upptekin. Ég vona að við Ponti getum gift okkur, sagði hún í viðtali fyrir mörgum árum. Þau héldu til Bandaríkjanna þar sem Ponti kom henni á framfæri. Sophia lék þar í mörgum myndum, meðal ann- ars á móti Cary Grant sem bað hennar oft og mörgum sinn- um. Hún sagöi alltaf „no graz- ias Kerry Gront". Betur gat hún ekki sagt það. Þetta var henni ekki auðvelt líf. Eigin- kona Pontis neitaði honum um skilnað en þau giftu sig meö leynd í Mexíkó með aðstoð lögmanns. í Bandaríkjunum var nú ekki lengur litið á Soþhiu sem hjá- konu Pontis. Þau gátu andað léttar í bili. Þá byrjuöu áratuga- langar deilur við kaþólsku kirkjuna. Kvikmyndir Sophiu og Pontis voru bannaðar á ít- alíu og um leið fór ítalska skattstofan að hrella hana. Henni var hótaö fangelsisvist. Faðir hennar, Scicolone, birtist eins og þruma úr heiðskíru lofti og vildi viðurkenna faðerni Mariu systur Sophiu gegn greiðslu hárrar fjárhæðar. Nokkrar milljónir líra runnu til hans því Sophia vildi allt fyrir litlu systur gera. Þetta voru auðunnir peningar og Scicol- one hóf málsókn á hendur Sophiu fyrir að hafa talað illa um hann í viðtölum. Það hefði haft þær afleiðingar að ef nafn Þessi mynd er móðurinni mest. Með Carlo og sonunum tveimur fyrir allnokkrum árum, hin órjútanlegu fjölskyidubönd. hans væri nefnt við ungar stúlkur hættu þær öllu stráka- stússi af ótta við að eins færi fyrir þeim og Romildu. Maria varð föður sínum nýtt áfall, hún gifti sig og Scicol- one-nafnið bari hún ekki held- ur Mussolini. Romano Mussol- ini píanóleikari varð hennar maður. Nú fór Sophia til Nap- óli til að leika í myndinni Það skeði í Napólí. Ponti þorði ekki þangað. Til þess aö Sophia fengi að leika í myndinni varð aö ógilda mexíkanska hjóna- bandið. Ekki voru eintómir erfiðleik- ar í lífi Sophiu. Fyrir aðalhlut- verkið í myndinni Tvær konur fékk hún óskarsverðlaun en menningarmálaráðherra Ítalíu neitaði aö afhenda svo synd- ugri konu þessi eftirsóttu verð- laun. - Ég er bara „donna þopolana", sagði hún grát- andi. Hún missti hvað eftir annað fóstur og reyndi að ættleiða barn úr bláfátækri fjölskyldu en yfirvöld stoppuðu það vegna þess að hún lifði eins og hóra. Þá ákváðu þau að yfirgefa Ítalíu og setjast að í Frakklandi. Þau gerðust franskir ríkisborgarar og loks fékk Ponti skilnað frá konu sinni. Kirkjuklukkurnar hringdu loksins fyrir Sophiu i París. Sá síðasti sem hún kvaddi í Róm var faðir hennar sem lá þá fyrir dauðanum. Hún vorkenndi honum. - Einhvern veginn tókst kærleikanum aö brjótast í gegnum biturð mína til hans, sagði hún. Eftir fimm fósturlát fór Soþhia á fund kvensjúkdóma- læknis sem setti hana í horm- ónameðferð. Hún þurfti einnig að liggja allan meögöngutím- ann. Allra augu beindust að Soþhiu og henni voru send föt á barnið frá öllum heimshorn- um. Læknafjöldinn, sem var viðstaddur fæðinguna, var svo mikill að Soþhia fékk martröð. Henni fannst að barnið hlyti að vera dáið. - Ekki láta það deyja, öskraði hún. En Carlo lifði 3,5 kg og 52 cm. Ponti, sem venjulega flíkaði ekki til- finningum sínum, grét fyrir framan blaðamennina og sjón- varpstökuvélarnar. - Það liðu mörg og erfið ár áður en ég fékk að njóta þess að veröa móöir, segir hún. - Karlmönnum finnast konur yfirleitt meira virði eftir að þær hafa eignast barn þvi þeir þurfa líka á móðurtilfinningum þeirra að halda. Fjórum árum seinna fæddist Edoardo og Sophia þurfti að liggja eins og við fyrri með- gönguna. Síðan eru liðin mörg ár og tíma sinn notar Sophia helst með fjölskyldu sinni. Hún hefur leikið í sjónvarpsmynd- um, á eigið ilmvatnsfyrirtæki og hannar gleraugnaumgjarð- ir. Hún stendur enn í stappi við ítölsk yfirvöld út af skattinum og 250 málverk voru tekin af henni þegar hún flutti frá (talíu en flest voru send til baka ásamt afsökunarbeiðni. Hún er því ekki alltaf óheþþin. Það sama á við um ástina f lífi hennar. Allir hugsa um hvernig hún hafi farið að því að vera honum trú (það hefur hún svarið að hún sé) í 34 ár! - Carlo er maðurinn í lífi mínu, segir hún, því hann hef- ur gefið mér það sem ég þurfti mest á að halda. Ég þurfti að eignast föður, eiginmann og föður barna minna. Ég var ætt- leidd af Carlo svo það má segja að ég hafi gifst föður mínum. Svo einfalt er þaö. □ Hún segist eiginlega hafa þurft að eignast föður, eiginmann og barnsföður og því hafi hún gifst Carlo. 10. TBL.1992 VIKAN 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.