Vikan - 23.07.1992, Page 12
12 VIKAN 15.TBL.1992
T Eftirrétt-
ur: Frauð-
ísterta með
kiwisósu -
kaffi og
konfekt.
virkni. Innréttingarnar hafa
verið gerðar með aldur húss-
ins í huga annars vegar og
hins vegar til þess að mynda
það andrúmsloft sem sóst var
eftir. Húsakynnin minna á
borðsal yfirmanna í gömlu
seglskipunum, auk þess sem
ýmsir skrautmunir hafa beina
skírskotun til sjómennskunn-
ar.
Á Fjörukránni er íslenskt-
franskt eldhús og er höfuð-
áhersla lögð á fiskrétti og villi-
bráð auk þess sem boðið er
upp á kjötrétti af öllu mögulegu
tagi.
Yfirmatreiðslumaður á
Fjörukránni er Ásbjörn
Pálsson. i sumar hefur hann
sér til aðstoðar franskan
félaga sinn, Leonard Gerald.
Sá hefur meðal annars starfað
í Nice í Frakklandi, á veitinga-
stað sem heitir „Restourante
Alexandre“. Hann hefur eina
Michelinestjörnu en til þess
að öðlast hana þurfa veitinga-
staðir að vera að mestu óað-
finnanlegir hvað varðar mat,
þjónustu og húsakynni.
Á Fjörukráin
við Strandgöt-
una i Hafnarfirði
er mjög falleg
séð utan af sjó.
► Mat-
reiðslu-
menn
Fjörukrár-
innar. Frá
vinstri:
Henning
Pedersen,
danskur
matreiðslu-
nemi,
Leonard
Gerald og
Ásbjörn
Pálsson.
► I Fjörukránni
er margt sem
minnir á nálægð
hafsins.
ríkir svolítið skrítið en veru-
lega þægilegt andrúmsloft.
Á tímabili var þetta hús einn
aðalsamkomustaður karla í
Hafnarfirði. Skýringin er sú að
á árunum 1875-1881 bjó þar
Guðmundur Þórðarson járn-
smiður og hafði smiðju sína
undir sama þaki. Samkvæmt
rituðum heimildum söfnuðust
karlar þangað á vetrum í
rökkrinu og á landlegudögum.
Þótti smiðjan á þeim tíma einn
helsti skemmtistaður í Firðin-
um.
FISKRÉTTIR OG
VILLIBRÁÐ
Jóhannes Viðar Bjarnason
veitingamaður kallar stað sinn
„matarkrá". Segja má að hér
sé um að ræða skemmtilega
blöndu af fyrsta flokks mat-
sölustað og krá - hann er of
hátíðlegur til að geta kallast
krá og ekki það virðulegur að
gestum liði ekki reglulega vel
þar nema i sínu fínasta pússi.
Húsið var gert upp fyrir
nokkrum árum af mikilli vand-
► Aðal-
réttur: Inn-
bakaður
svartfugl í
smjördeigi
og rauð-
vínssósu.