Vikan


Vikan - 03.09.1992, Qupperneq 19

Vikan - 03.09.1992, Qupperneq 19
t'ekið við þessu og hafa lent illa i því þeg- ar þær vilja losna. Þá eru bara hótanir og læti. Þetta eru klíkur mjög mikið en mað- ur getur haldið sér utan við þetta ef mað- ur er nógu harður og ákveöinn. Ef menn geta ekki tekið mér eins og ég er geta þeir bara átt sig, ég hef engan áhuga á því að kynnast þeim betur. Síðan er ein ófrávíkjanleg regla: Ef einhver segir við mann; treystu mér - þá á ekki að treysta honum, alls ekki! Búið spil,” segir Nanna í lok þessa nánast reiðilesturs en boð- oröið siðastnefnda segir hún sposk. Þetta er greinilega lykilorðið að því að hafa sig á brott sem skjótast fyrir ungar og fallegar stúlkur í útlöndum. „Treystu engum! Alveg sama hvað hann eða hún segir. Engum!" bætir Nanna við og er nokkuö niðri fyrir. „Ég drekk heldur hvorki né reyki en það er margar stelpur úti sem drekka á- fengi og það er eitur. Maöur getur ekki vaknað almennilega, fær bauga undir augun. Maður verður að fara vel með sjálfan sig,” segir Nanna og af orðum hennar er Ijóst að manngerðin þarf aö vera nánast óbilandi, með tröllatrú á sjálfri sér og öllum sínum gerðum. „Ég hugsaði með mér aö ég væri ekkert hrædd, aö ég ætlaði að fara út til þess að vinna og ég hugsaöi með mér að ég væri betri en allar aörar. Svona veröur maður að hugsa. Það þýðir ekkert annað þar sem hundrað stelpur eru að sækja um sömu vinnuna og allar gullfallegar. Viö- skiptavinurinn, sem ræður fyrirsætuna til sín, hann sér það um leið hvort hún er hrædd. Stelpa sem hugsar með sér; gvöð, þær eru allar svo fallegar - situr náttúrlega bara úti í horni og bíöur eftir að komast út. Þegar síðan heim er komið verður maður að vera litla, góða stelpan. Hér spretta alltaf upp sögur um hvað þessi eða hinn sé orðin ánægð með sig og ömurleg en ég er búin að fá svo margar slíkar sögur í andlitið að ég hlæ bara að þeim. KOLLEKT í KÆRASTANN Kristján, kærastinn hennar Nönnu, býr hér heima og unir í söknuði sínum við skólabækur viðskiptafræðinnar í Háskól- anum. „Vissulega er þetta erfitt,” segir Nanna og skellihlæjandi bætir hún því við að símareikningurinn, sem inniheldur „kollekt” símtöl frá Mílanó, sé hár með af- brigðum. „Mööir min, löunn Andrésdóttir, og stjúpmóöir, Linda Sól Ríkarðsdóttir, á- samt stjúpföður mínum, Árna Má Jóns- syni, hafa gert allt sem þau hafa getað fyrir mig og það hefur vissulega skilað mér mjög langt,” segir Nanna og jafnvel stendur til að þau skötuhjú, Nanna og Kristján, fari til New York þar sem hann hyggst stunda framhaldsnám, en þó ekki fyrr en að tveimur árum liðnum. „Ég fer bara að vinna þar,” segir Nanna glaö- lega. Ekki málið, enda ágætir Ijósmynd- arar þar að sögn. Hvert sem framhaldið verður stendur Nanna Guðbergsdóttir Ijósmyndafyrir- sæta föstum fótum eins og er, fjárhags- lega sem og atvinnulega. Það hlýtur að teljast hverjum manni vorkunn sem reynir eitthvert það bragð í „bransanum” sem talist getur lúalegt því að sá á ekki von á góðu. Nanna er á varöbergi, ekki bara stundum heldur alltaf. Þá gegnheilu lífs- reglu Ijósmyndafyrirsætunnar er ágætt að nota sem botn í þetta líflega spjall. □ ▼ Nanna kallar þau „look-in" sín. Hún á þar viö svipbrigö- in og þá tilfinningu sem myndin á aö kalla fram.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.