Vikan


Vikan - 03.09.1992, Side 26

Vikan - 03.09.1992, Side 26
og biöja hann aö leiöa samtal- iö saman á nýjan leik. Rússn- eskan vefst ekki fyrir Óskari og hann er fljótur aö greiða úr öllum flækjum. Taliö berst nú að tildrögum þess að meö þeim tókust kynni sem seinna leiddu til hjónabands. „Ég kom fyrst til Kurgan áriö 1982 með son minn til lækn- inga. Þá deyr Brjesnef. Síöan kem ég næst 1984 og þá and- ast Sjernekof. Enn er ég kom- inn til Kurgan árið 1986 og það skiptir engum togum aö þá deyr Andropov. Þetta þótti þeim kunningjum sem ég haföi eignast í Kurgan ekki einleikiö, sögöu aö þaö væri aldeilis merkilegt hve þessi ís- lenski maður heföi mikil áhrif á stjórnarfar Sovétríkjanna. Og þeir trúöu þessu," segir Óskar og hlær mikinn. A„Ég var hrædd um aó þessi eyja væri svo lítil að ég gæti dottið út af henni og ég sem kann ekki að synda.“ ► ,,Ef viö hefðum vitað sannleik- ann fyrr hefði verið búið að gera byltingu fyrir löngu." u-,., um aö allt væri með felldu meö stjórnarfariö í Sovétríkj- unum. Ég fór aö spyrja mig æ oftar aö því hvers vegna þetta og hitt væri svona en ekki öðruvísi. Mér sýndist svo margt mætti bæta ef talað væri um hlutina. Aö vísu var ég aldrei kommúnisti af sann- færingu en ég varö aö dansa meö eins og aörir." FORINGJAR FÉLLU ER ÓSKAR BIRTIST Þótt Lidia tali og skilji talsvert í íslensku þurftum viö af og til aö leita til Óskars Einarssonar „Ég hitti Óskar fyrst í maí áriö 1984 í Kurgan og þaö var fyrir tilviljun á veitingastað. Fyrst vildum viö raunar lítið meö hvort annaö hafa en svo kynntumst viö betur og þaö endaði meö því aö ég sagði „I love you” viö hann. Ég var dauðhrædd við aö umgangast Óskar af því hann var útlend- ingur. Samt vildi ég frekar deyja en slíta sambandinu þó ég væri alveg á nálum um aö ég yröi látin gjalda þess. Svo gengum viö í hjónaband í febrúar 1989 og brúðkaups- veislan fór fram í Kurgan,” segir Lidia. Óskar segist hafa verið til húsa hjá KGB-manni fram til þess aö þau Lidia kynntust og hann flutti til hennar. Þá uröu KGB-menn æfir því erfiðara varö aö fylgjast meö þessum útlendingi. Þau voru tekin til yfirheyrslu og þeim hótað hinu og þessu en ástin sigraði ótt- ann og þau buöu kerfinu birg- inn. ÁFALL AÐ KOMA TIL ÍSLANDS Þaö var svo þann 7. ágúst 1989 aö Lidia kom fyrst til ís- lands. Þetta var í fyrsta sinn sem hún kom til vestræns rík- is og áhrifin voru yfirþyrmandi. Hún flaug til Stokkhólms meö sovéska flugfélaginu Aeroflot, fór þar um borö í Flugleiðavél og hélt áleiöis til íslands. Strax viö að skipta um flugvél byrjuöu áhrifin aö gera vart viö sig. Um borö í Flugleiða- vélinni var starfsfólkið kurteist, brosandi og alúölegt sem og farþegarnir. Veitingar voru góðar og vel útilátnar. Lidia fann aö hún var aö stíga fyrstu skrefin inn i heim sem var henni framandi, heim sem leit allt öðruvísi út en henni haföi verið kennt. Hún nánast bæöi hlær og grætur þegar hún rifjar upp þessa fyrstu ís- landsferð. „í Kurgan er mikiö af skóg- um og einnig stórar grasi- grónar sléttur svo langt sem augaö eygir. Á leiðinni frá Keflavík til Reykjavíkur sá ég engan gróður, bara hraun og grjót. Þetta var eins og aö horfa á myndir frá tunglinu. Svo var ég hrædd um aö þessi eyja væri svo lítil aö ég gæti dottið út af henni og ég sem kann ekki að synda,” segir Lidia og hlær dátt. Síöan tók viö erfiður tími. Óskar lýsir þvi þannig: „Hún sjokkeraöist. í tíu daga náöi ég ekki sambandi viö hana og varö bara að leyfa henni að vera í friði. Hún einfaldlega skildi ekki í hvers konar þjóðfélag hún var kom- in. Hún sá aldrei lögreglu eöa hermenn. Hún var aldrei stöövuö á götu og krafin um skilríki. Hún gat ekki trúað því aö hún væri ekki undir eins konar eftirliti yfirvalda.” Nú grípur Lidia fram í: „Þetta var erfitt til aö byrja með. Ég var hérna í sex vikur og ég skildi ekki málið sem fólkiö talaði og þaö skildi mig ekki. Svo var ég hrædd um að KGB fylgdist meö mér hérna og gæti gert mér eitthvað. Þaö er svo erfitt að skilja frelsið til að byrja meö þegar maöur hefur búiö við hræöslu ófrelsisins frá fæöingu. Svo þegar ég kom aftur til Kurgan og fór aö segja frá lífinu hér áttu margir erfitt með að trúa, ekki síst móðir mín sem hefur alltaf trúað á byltinguna og yf- irburöi kommúnismans.” ÍSLENDINGAR MEÐ GRÍMU Lidia segir aö almenningur í Rússlandi viti eflaust ekki meira um lífshætti á íslandi en íslendingar um lífið og tilver- una í Kurgan eða öörum Samveldislöndum. Þegar Fischer og Spassky háöu heimsmeistaraeinvígið í skák í Reykjavík árið 1972 var ís- land og einvígið mikið í frétt- um í Sovétríkjunum. Svo þeg- ar fundur Gorbatsjovs og Reagans var haldinn í Reykjavík varö öllum þjóöum Sovétríkjanna Ijóst aö ísland væri til og þaö væri gott land. Hvernig líkar henni viö íslend- inga og hver er helsti munur- inn á okkur og Rússum? „Mér finnst alveg ótrúlegt aö í svona litlu og fámennu landi eins og íslandi skuli vera svona mikil gróska í listum, menningu og íþróttum. Þiö búiö í stórum og góöum íbúö- um. í Kurgan eru opinberar reglur um að hver fjölskylda skuli búa í húsnæöi sem sé ekki minna en níu fermetrar á mann en þetta er bara dauður bókstafur og margir búa mjög þröngt meöan hátt settir menn í kommúnistaflokknum bjuggu í glæsilegum stórhýsum. Mér finnst mjög gaman að sjá hve mikiö er af börnum hérna og þau eru einlæg og opinská en þaö er eins og flestir fullorönir beri maska eöa grímu og séu alltaf aö sýnast. íslendingar eru svo stífir og lokaöir. Hér er ein- hvern veginn allt annaö and- rúmsloft en í Rússlandi. Þar er fólk óhrætt við aö sýna hvert öðru tilfinningar sínar. Rússar bera þaö utan á sér hvort þeim líður vel eða illa og eru ófeimnir viö aö láta það í Ijós þegar þeir eru búnir aö kynnast fólki. Þaö sem býr í hjartanu sést á andlitinu. Það hefur ekki verið hægt að kúga mannlegar tilfinningar Rússa þrátt fyrir allt. Þess vegna skil ég ekki hvers vegna svo margir íslendingar líta út eins og þeir eigi von á svipuhöggi í næstu andrá. Rússar kunna vel aö meta heimsóknir vina og ættingja og þá er tekið fram allt það besta sem til er á heimilinu í mat og drykk." 26 VIKAN 18. TBL. 1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.