Vikan


Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 29

Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 29
Margir íslendingar og jafnvel enn fleiri út- lendingar flykkjast aö Bláa lóninu á hverjum degi til aö njóta hinnar sérstæðu feguröar Reykjanesskagans í nágrenni Grindavikur og baöa sig í Bláa lóninu sem er orðiö þekkt víöa um heim fyrir lækningarmátt sinn. Auk þess sem hægt er að baöa sig þarna og njóta veitinga í fal- legu umhverfi á veitingastaön- um, sem þarna stendur, er Hótel Bláa lóniö þarna mitt í hrauninu og þegar skyggnst er þangað inn verður maöur undrandi og glaður. Hóteliö lætur lítiö yfir sér viö fyrstu sýn en innan dyra er bjart og hlýlegt, málverk prýöa veggina og einhver sérstakur heimilisblær ríkir þarna inni. Herbergin eru rúmgóð og fal- leg, meö baöherbergi, nuddsturtu, síma, ísskáp, út- varpi og litasjónvarpi meö tveimur myndbandsrásum. Þórður Stefánsson byggöi þetta hótel áriö 1983 og rekur þaö ásamt eiginkonu sinni, Eygló Friöriksdóttur. Var hann beðinn um að segja nánar frá hótelrekstrinum og upphafinu aö öllu saman, leyfa okkur að heyra hvaö á daga hans hefur drifiö en margir þekkja Þórö síðan hann var þjónn á Loft- leiðum og á Gullfossi hér áöur fyrr. „Þaö var stjúpi minn, Sig- uröur Demetz Franzson, sem sagöi mér fyrst frá Bláa lóninu fyrir allmörgum árum. Psori- asisfélagið haföi smávegis aöstööu viö lónið, sem var ó- girt og óþekkt aö mestu. Eitt sinn fór ég í sunnudagsbíltúr suður með sjó, fékk mér sundsprett í lóninu og brátt fæddist hugmyndin um hótel- iö. Fimm dögum síöar var ég kominn meö leigurétt til 99 ára á þessari jörö sem er gömul ábúendajörð frá Grindavík, Járngerðarstaðir og Hóp. Hótelið var byggt á fimm mánuðum og var þaö hálfgert kraftaverk vegna þess að ég var ekki mjög fjársterkur um þær mundir en bjartsýnina vantaði ekki. Ég átti mikið af henni og einnig fékk ég góöa hjálp nokkurra aðila svo aö þetta varö mögulegt. Fyrstu gestirnir mínir voru erlendar flugáhafnir en smátt og smátt hafa íslendingar komið auga á staöinn og nú kemur fólk hingaö til aö halda upp á stórafmæli, árshátíöir eöa jafnvel kemur hingaö í brúðkaupsferð og unir sér vel. Hérna var haldið ættarmót eitt sinn, amman spilaöi á píanó- iö, allir sungu saman og var þetta mjög gaman." Blaöamaöur Vikunnar fékk aö njóta gestrisni Þóröár og dvaldi í tvær nætur á hótelinu viö besta viöurværi. Á kvöldin sátu nokkrir gestanna saman og horföu á sjónvarpið. Nokkrir Bandarikjamenn grill- uðu úti og buðu til veislu, enn aðrir voru í nuddpottinum sem er þarna innan dyra ásamt gufubaði. Alltaf eitthvaö aö gerast og andrúmsloftiö býsna alþjóðlegt. í hótelinu er eldhús, svo- kallað „selfkittering”, þar sem gestirnir geta fengið sér kaffi eöa te, eldað sér sjálfir eöa haft sína hentisemi. Fyrstu árin sem hótelið starfaöi var þaö rekið sem veitingahús. Þessu var breytt en morgun- veröur er innifalinn í gisting- unni og samanstendur hann af nánast öllu sem fólk langar aö boröa aö morgni dags. Brauð, ávextir, reyktur lax, síld, sultur, súrmjólk, korn- meti, ávaxtasafi, te og kaffi er þar á borðum. Morgunverður- inn er látinn standa þar til allir hafa boröaö og eru engin tímamörk sett, tekið er tillit til gestanna. Gestirnir fá til afnota skjannahvíta frottésloppa svo þeir geti gengiö í Bláa lónið á sundfötunum. Þaö er sérstök sjón að sjá gestina á hvítu sloppunum ganga í svörtu hrauninu og afar myndrænt. „Ég haföi áhuga á baðaö- stöðunni hérna en hafði ekki efni á aö byggja hana. Þaö geröi Samband sveitarfélaga á Suöurnesjum. Reksturinn var svo boðinn út til eins árs HAUSTLITIRNIR KOMNIR ÚTSÖLUSTAÐIR: HYGEA Austurstræti • HYGEA Kringlunni • INGÓLFSAPÓTEK Knnglunni • REGNHLlFABÚÐIN Laugavegi ■ SOFFlA Hlemmi • NANA Hólagarði • SNYRTILlNAN Fjarðarkaupum Hf. • APÓTEK GARÐABÆJAR ■ RANGÁR APÓTEK Hellu ■ RANGÁR APÓTEK Hvolsvelli • STJÖRNUAPÓTEK Akureyri • ANNETTA Keflavík • SÆTÚNSKAFFI Stöðvarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.