Vikan


Vikan - 03.09.1992, Side 54

Vikan - 03.09.1992, Side 54
SÁLARKIMINN Bréf til Sigtryggs geta snúist um samskipti kynjanna, sam- skipti barna og foreldra, samskipti milli hjóna, kynlíf og annað það sem lýtur að sálfræði og sálfræðilegum vanda- málum. Bréfin mega vera nafnlaus eða undir dulnefni. Utanáskriftin er: SIGTRYGGUR JONSSON SALFRÆÐINGUR Sigtryggur Jónsson sálfræðingur, Álftamýri 3,108 Reykjavík SVARAR LESENDUM Kæri sálfræöingur. Ég er 29 ára karlmaöur og al- veg hræöilega feiminn. Þetta hefur háö mér frá því aö ég man eftir mér og gert mig mjög einmana. Ég á enga vini og fáa kunningja og hef vitan- iega aldrei kynnst stelpu. Ég geri ekkert nema vinna og hanga heima hjá foreldrum mínum, les mikiö og horfi á sjónvarp en fer aldrei í bíó, leikhús eöa á skemmtistaöi. Áöur fór ég á skemmtistaði en þaö breytti engu. Ég geröi ekkert til aö kynnast fólki og fór því jafneinn heim og ég kom. Þaö eina sem ég fékk út úr þessu var staöfesting á því aö ég væri einn og einmana svo ég hætti líka aö fara á skemmtistaöina. Stundum finnst mér þetta allt i lagi en nú i seinni tíö líö- ur mér verr og verr meö þetta og veit ekki hvaö ég á aö gera. Á ég aö leita til sálfræö- ings? Ég get ekki talaö viö neinn um þetta og þegar aörir reyna aö tala viö mig um hvaö ég sé einmana og geri lítiö eyöi ég þvi og kem mér burt. Eg veit alveg aö þetta er ekki eölilegt en ég bara get ekki veriö aö ræöa þaö viö aöra. Mér finnst ég ætti aö geta gert þetta sjálfur. Ég bara hef mig ekki í þaö. Ég veit ekki hvaö ég á aö tala um viö aöra eöa hvernig ég get fariö aö því aö kynnast ókunnugu fólki. Helst langar mig aö kynnast stelpu. Þá gæti ég gert eitthvaö meö henni og væri þá ekki svona einmana. En ég þori ekki aö gera neitt í því aö reyna aö kynnast konum. Ég er svo hræddur um aö gera eitthvaö vitlaust. Hvernig fer maöur eiginlega aö því aö kynnast bráöókunnugri konu þegar maöur þorir þaö ekki einu sinni undir áhrifum áfengis? Kannski getur þú ekkert hjálpaö mér. Ég ætla samt aö senda bréfiö í þetta skipti. Ég er búinn aö hætta svo oft viö. Ég vona samt aö þú getir gef- iö mér einhver góö ráö um hvaö ég geti gert. Palli. Kæri Palli. Það er ekki auðvelt fyrir mig að segja þér hvað þú átt að gera. Eg er viss um að það er nóg af fólki tilbúiö til að segja þér hvaö þú átt að gera og hvernig þú átt að gera það. Ég er einnig viss um að fullt af fólki hefur þegar gert þetta. Samt ert þú enn einmana. Að- ferðirnar skipta ekki öllu máli heldur þaö að gera eitthvað í málinu og þaö virðist þú ekki gera. Ég er líka nokkuö viss um að þegar þér dettur eitt- hvað í hug eöa einhver sting- 54 VIKAN 18. TBL.1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.