Vikan


Vikan - 03.09.1992, Page 73

Vikan - 03.09.1992, Page 73
kom fólki gersamlega á óvart. Þessi mynd kostaði sáralítið og í henni eru hvorki glæfra- atriði né morð, aðeins hlýja og söngur. Amerískur söngv- ari yfirgefur England á fimmta áratugnum en kemur síðan aftur níu árum seinna. Er þetta sami maðurinn eða staðgengill hans? Myndin verður tekin til sýninga í Regnboganum ef ekki er þeg- ar byrjað að sýna hana. Óhætt er að mæla með þess- ari mynd, alla vega getur greinarhöfundur gert það. DÆTUR REBEKKU Rebeccas Daughters er æv- intýra- og gamanmynd sem gerist í Wales árið 1843. Fjallað er um auðugan land- eiganda sem herjar á fátæk- an bæjarlýð til að sölsa undir sig meira land. Ekki Ifður á löngu þar til sést til svarts riddara sem býður hjáleigu- bændum og almúgafólki að- stoð sína við að berjast gegn landeigandanum. Auk þess verður riddarinn dökki ástfanginn af dóttur landeig- andans. Þess má geta að landeigandann leikur Peter O Toole (Lawrence of Arabia, The Last Emperor). Meðal annarra leikara eru Joely Ric- hardson og Paul Rhys. Þetta er einhvers konar bresk út- gáfa af Zorro. ▲ Svip- mynd úr mynd Dereks Jarman, Edward II. ▼ Dóttir ríka land- eigandans í Rebeccas Daughters. kenndi það af fúsum og frjáls- um vilja opinberlega árið 1990. Auk þess játaði hann fyrir alþjóð að hann væri sýktur af alnæmisveirunni HIV og hefur reynt að breyta viðhorfi fólks gagnvart kyn- villu. Myndin þykir Ijóðræn, fal- lega stílfærð og vel leikin. FJÁRSJÓDALEITIN Eric Idle, einn félaginn úr Monthy Python hópnum, og Robert Wuhl leika í ærsla- fenginni gamanmynd sem hlotið hefur titilinn Missing Pieces. Auk þess leikur hin fallega bandarfska leikkona Lauren Hutton (American Gigalo) í myndinni. Wendel Dickens, sem leik- inn er af Eric Idle, er kunngjört að hann hafi undir höndum fjársjóð mikinn. Hann reynist þó ekki hafa þennan fjársjóð svo hann bara leitar hans af mikilli ákefð ásamt félaga sín- um, Lou Wimpole. Myndin þykir grátbrosleg. JÁTVARÐUR II Breska kvikmyndin Edward II hefur hlotið fádæma góða dóma og aðsókn. Einn frum- legasti leikstjóri Breta, Derek Jarman, á heiðurinn af henni. Styðst hann við leikrit Christophers Marlowe (1564-1593) en færir það þó í nútímalegan búning. Þess má geta að Derek Jarman er hommi og viður- 18.TBL. 1992 VIKAN 73 ▲ Heyrió söng minn í myndinni Hear My Song. T Leikar- inn sem leikur Ijóó- skáldió John Keats í The Night- ingale. TTveir örvænt- ingarfullir aó leita fjársjóðs- ins í Missing Pieces. BORG GLEÐINNAR Þegar hefur verið fjallað um þessa mynd Rolands Joffes (The Mission, Killing Fields) en rétt er að minnast aðeins á hana aftur því hún hefur feng- ið góðar viðtökur, til að mynda í Bandaríkjunum. Hún hefur á að skipa amerískum, breskum sem og indverskum leikurum. Má fremstan nefna P.atrick Swayze, auk þess Pauline Collins (Shirley Valentine) og Art Malik (Turtle Beach, Living Daylights). Myndin fjallar um lækninn Max Loeb sem fer til Kalkútta á Indlandi og hittir þar Ind- verja nokkurn sem verður sfðan góður vinur hans. í sameiningu safna þeir kröft- um til að berjast gegn spill- ingunni og eymdinni sem ríkir í margmilljónaborginni sem kölluð hefur verið borg gleð- innar. Myndin flytur góðan boð- skap sem áhorfendur geta séð þegar þar að kemur. SVANASÖNGUR UÓÐSKÁLDSINS The Nightingale er mynd sem fjallar um síðustu æviár Ijóð- skáldsins Johns Keats (1795-1821). Greinir myndin frá því þegar Ijóðskáldið hrjáða hefur fengið taugaveiki og semur eitt fegursta Ijóð samtíma síns. Þetta er kannski engin kátínumynd en hún er fögur á að líta og vönduð. Vandlátir láta hana alveg örugglega ekki framhjá sér fara. □ - þjónar þer allan sólarhringinn PÓNTUNARSÍMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Grensásvegi10 FRIAR HEIMSENDINGAR ALLAN SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.