Vikan


Vikan - 17.09.1992, Síða 4

Vikan - 17.09.1992, Síða 4
17. SEPTEMBER 1992 19. TBL. 54. ÁRG. VERÐ KR. 388 í áskrift kostar VIKAN kr. 310 eintakið ef greitt er með gíró en kr. 272 ef greitt er með VISA, EURO eða SAMKORTI. Áskriftargjaldið er innheimt fjórum sinnum á ári, sex blöð í senn. Athygli skal vakin á því að greiða má áskriftina með EURO, VISA eða SAMKORTI og er það raunar æskilegasti greiðslumátinn. Tekið er á móti áskriftarbeiðnum f síma 91-813122. Útgefandi: Samútgáfan Korpus hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þórarinn Jón Magnússon Ritstjórnarf ulltrúi: Hjalti Jón Sveinsson Framkvæmdastjóri: Jóhann Sveinsson Markaðsstjóri: Helgi Agnarsson Innheimtu- og dreifingarstjóri: Sigurður Fossan Þorleifsson Framleiðslustjóri: Sigurður Bjamason Sölustjóri: Pétur Steinn Guðmundsson Auglýsingastjóri: Helga Benediktsdóttir Aðsetur: Ármúli 20-22, 108 Reykjavík Slmi: 685020 Útlitsteikning: Hildur Inga Bjömsdóttir Guðmundur Ragnar Steingrímsson Setning, umbrot, litgreiningar og filmuskeyting: Samútgáfan Korpus hf. Prentun og bókband: Oddi hf. Höfundar efnis í þessu tölublaði: Margrét Hrafnsdóttir Jóhann Guðni Reynisson Anna S. Bjömsdóttir Ásdís Ósk Erlingsdóttir Helgi Rúnar Óskarsson Þórdís Baohmann Sigtryggur Jónsson Helga Möller Jóna Rúna Kvaran Hjalti Jón Sveinsson Hallgerður Hádal Þórdís Lilja Jensdóttir Þorsteinn Erlingsson Guðjón Baldvinsson Glsli Ólafsson Esther Finnbogadóttir Kari Pétur Jónsson Gunnar H. Ársaelsson Christof Wehmeier Svanur Valgeirsson Myndir í þessu tölublaði: Golli Magnús Hjörieifsson Bragi Þ. Jósefsson Sóla Binni Þórdís Lilja Jensdóttir Þorsteinn Eriingsson Katrín Elvarsdóttir ÞJM o.m.fl. Forsíðumyndina af fimmta keppandanum um titilinn forsiðustúlka ársins, Margréti Þóru Óladóttur, tók Bragi Þ. Jósefsson. Förðuri: Kristin Stefánsdóttir með No Name Cosmetics. Sjá viötal bls. 24 MARGRÉT HRAFNS í HOLLYWOOD Stjömulíf er hundalíf á köflum, segja poppar- amir og víst getum við tekið undir það því það er eins með þá og sjómennina, þeir þurfa stöðugt að vera að veiða upp gullið hvar sem það býðst svo dæmið gangi upp. Svo segja þeir að minnsta kosti. Það hefur því vakið athygli hér vestra að sumartónleikar þekktustu hljómsveitanna hafa ekki gengið sem skyldi. Hafa kynningarstjórar eftirlæt- isgoða á borð við Genesis, U2, Bruce Springsteen, Guns N' Roses og Metallicu af þessu þungar áhyggjur enda bjuggust þeir við metað- sókn. Þannig hefur Genesis aðeins náð meðalsölu og sjálfur Bruce Springsteen, sem á árum áður mátti ekki nefna orðið tónleikar á al- mannafæri án þess að biðrað- ir tækju að myndast, má þakka fyrir að fylla fimmtán þúsund manna hús. Segja sumir að hann sé kannski ekki lengur sá svali gæi sem hann var í eina tíð heldur bara hefðbundinn heimilispoppari. Þrátt fyrir húsfylli á tvennum fyrstu tónleikum U2 í New Jersey hefur áhorfendum ann- arra fylkja lítt legið á að kaupa miða. Samkrull risanna í rokk- inu - Guns N' Roses og Metallicu - sem allir áttu von á að myndu sprengja öll aðsókn- armet, hefur aðeins náð hús- fylli í fáeinum fylkjum. Barry Fey, kynningarstjóri ferðarinn- ar, segist þó bjartsýnn á fram- haldið enda hljómsveitirnar á toppnum um þessar mundir. Eric Clapton hefur ástæöu til aó brosa breitt þessa dag- ana. Hér sést hann ásamt óþekktri vinkonu sinni. Reyndar hefur ekki öllum gengið illa því dúettinn Elton John og Eric Clapton hefur selt upp eins og hendi sé veif- að enda ekki á hverjum degi sem þeir piltar taka sig saman um tónleikahald. Það er því ekki nóg að vera heitasta hljómsveit landsins, ef áhorf- endurnir hika kemur frægðin fyrir lítið. Kannski er þó betri tíö fram undan því sumarið f fyrra var enn verra, raunar það versta í poppsögunni. Við skulum því hinkra og sjá hvað setur. ▲ Vesalings Bruce Springsteen á ekki sömu vinsældum aö fagna og hér fyrrum... HUGSAÐ OG HEYRT H0LLVW00D 4 VIKAN 19.TBL. 1992

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.