Vikan


Vikan - 17.09.1992, Síða 8

Vikan - 17.09.1992, Síða 8
„Starf dómarans er ókaflegu vanþakklótt en engu að siður er óstandið víðast hvar í heimínum mun betra en hér ó klakanum/' BYRJAÐI SNEMMA AD DÆMA „Ég var að æfa handbolta í yngri flokkum og í öðrum flokki var maður farinn að mæta á æfingar hjá meistara- flokki og þetta byrjaði þar. Við fengum ekki alltaf að vera með þegar verið var að æfa aðalliðið og vorum því fengnir til þess að dæma. Einhvern veginn varð það nú þannig að maður tók hart á þessum körl- um og var svo ýtt út I þetta smátt og smátt.” Hann sagðist hafa byrjað að flauta með Ólafi Haraldssyni sem þá var reyndar enn annar af tveimur markvörðum KA-liðsins. „Hall- dór Rafnsson var þá að dæma og ég flautaði talsvert með honum til að byrja með þegar Óli var að spila. Halldór var svo sá sem atti okkur út í þetta af alvöru. Það er alveg óhætt að segja að þessi ár hafi mótað mig sem dómara því harkan var rosaleg í þeim leikjum sem við byrjuðum að dæma. Leikir KA og Þórs voru svaka- legir baráttuleikir og fólk kom til þess að sjá blóð. Þetta var mjög góður skóli. Harkan var slfk að ég man eftir því einu sinni að þeir félagar Árni Gunnarsson hjá Þór og Þor- leifur, KA-maður, Ananíasson lentu í einhverjum ryskingum í einum leiknum. Löngu eftir að búið var að flauta og stoppa tímann voru þeir á fullu út um allan völl, hlupu hvor á eftir öðrum og enginn réð neitt við neitt. Öðru sinni þurfti að hringja út lækni til þess að sprauta niður konu sem mætt var sem áhorfandi og var ger- samlega búin að tapa sér. Það væri gulls ígildi að eiga þessa leiki á myndbandi því þetta var engu Ifkt.” MIKILL NÁKVÆMNISMAÐUR Það er greinilegt á öllu þegar komið er inn á heimili þeirra hjóna að um mikið reglufólk er að ræða. Snyrtimennskan er þar f fyrirrúmi og eiga þar báðir aðilar hlut að máli. Hvað Stefán varðar þarf allt að vera í röð og reglu og til dæmis á dagblaö frá því í gær ekki að sjást á borðinu í dag. „Ég þarf að hafa mikla reglu á öllu sem ég geri. Ég hef til dæmis tekið talsvert af mynd- um á öllum mínum dómara- ferðum og þær verða að vera komnar inn f möppu með myndatexta, helst áður en þær eru teknar. Mörgum finnst nóg um en svona er þetta.” Þetta hefur áhrif í dóm- gæslunni. „Ég er svo vana- fastur eða hjátrúarfullur að þegar ég er að dæma verð ég að hafa allar sömu græjurnar, flauturnar tvær saman hang- andi, sömu minnisbókina og litla blýantsstubbinn. Einu sinni gleymdi ég stubbnum hjá tengdamömmu í Reykja- vík og var kominn niður í höll, kominn í gallann og allt en var lengi vel að hugsa um að taka sénsinn á því að umferðin væri kannski ekki svo mikil og ná í blýantsstubbinn. Ég gat bara varla hugsað mór að fara að dæma með ókunnug- an blýantsstubb í vasanum. Nú er svo komið að ég þarf að fara að skipta um skó, gömlu eru orðnir gatslitnir, en ég er alvarlega að hugsa um að kannski sé bara eðlilegra og auðveldara að hætta.” Þeim hjónum er skemmt yfir þessu og greinilega er þetta ekki í fyrsta skipti sem hlegið er að nákvæmninni og regluseminni í Stefáni. VANÞAKKLÁTT AÐ VERA DÓMARI Mikið hefur verið rætt og ritað um framkomu leikmanna og aðstandenda liða á knatt- spyrnuvöllunum í sumar. Hvernig er ástandið í hand- boltanum? Verða handbolta- dómarar fyrir aðkasti áhang- enda eða forsvarsmanna lið- anna? „Já, blessaður vertu og það sem verst er í þessu er að þeir sem koma verst fram eru oft á tíðum yfirlýstir forráða- menn félaga. Við náum nátt- úrlega yfir þá leikmenn sem eru inni á vellinum og þeim líðst að sjálfsögðu ekkert svona. Verstar eru svívirðing- arnar frá virtum þjóðfélags- þegnum, forráðamönnum og formönnum félaganna. Starf dómarans er ákaflega van- þakklátt en engu að síður er ástandið víðast hvar í heimin- um mun betra en hér á klak- anum. Guðný er til dæmis steinhætt að geta farið á leiki. Það er ekki nóg með að ein- stakir dómar séu gagnrýndir heldur verður þetta svo per- sónulegt. Við erum bara vondu karlarnir.” Stefáni hitnar í hamsi yfir þessari umræðu og greinilegt að honum er mikið niðri fyrir. „Það er alveg sama hvar í heiminum verið er að dæma - annars staðar en á íslandi - hvergi verða menn fyrir öðru eins aðkasti og hér. Erlendis reyna menn frekar að vinna okkur með sér. Ég hef oft sagt í gríni að það sé bara vinstri handar verk að dæma erlend- is, oft á tíðum. Menn eru ekk- ert að nöldra og þusa. Dómur- inn er bara endanlegur. Hér eru menn endalaust að út- skýra eitthvað og bestu dóm- ararnir sitja venjulega á bekknum eða úti í sal.” Stefán er að verða þungur á brún í öllu þessu neikvæða tali en það er ávallt stutt í brosið hjá kappanum og hann rifjar upp ágæta sögu sem gerðist í Noregi fyrir nokkrum árum. „Það var norskur dóm- ari að dæma hjá einhverju fé- lagsliði og þjálfari annars liðs- ins var búinn að vera tuðandi allan leikinn, sífellt eitthvað að skammast út í dómarann. Á endanum fékk sá síðarnefndi nóg, hljóp að bekknum, settist við hlið þjálfarans og bjó sig undir að fara að flauta þaðan. Þjálfarinn varð nokkuð undr- andi á þessu og spurði loks hvað í ósköpunum gengi á, hvað hann væri eiginlega að gera. Dómarinn var ekki seinn að svara og benti honum á að það hlyti að sjást best frá hans sjónarhorni hvernig rétt- ast væri að dæma miðað við hvernig hann hefði látið. Þjálf- arinn sagði ekki orð eftir það.” Að sögn Stefáns er ástand- ið mjög mismunandi á milli ára, virðist jafnvel fylgja gengi liðanna í það og það skiptið. 8 VIKAN 19.TBL. 1992

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.