Vikan


Vikan - 06.05.1993, Síða 6

Vikan - 06.05.1993, Síða 6
TEXTI: ÞORDIS BACHMANN / UOSM.: BINNI Guö gefi mér æöruleysi til aö sætta mig viö þaö sem ég fæ ekki breytt, kjark til aö breyta því sem ég get breytt og vit til aö greina þar á milli. Æðruleysisbænin er bæn AA-samtak- anna um allan heim. Eins og á við um aðra speki samtakanna er í henni að finna boðskap sem allir hefðu gott af að hugleiða - hvort sem um alkóhólisma er að ræða í þeirra nánasta um- hverfi eður ei. Samtök áhuga- manna um áfengisvandamálið hafa nú starfað í fimmtán ár og VIKAN talaði við nokkra þeirra sem starfað hafa innan vébanda SÁÁ og sótt þangað styrk. Þegar hér er komið sögu hafa rúmlega níu þúsund ein- staklingar verið lagðir inn á meðferðarheimilið Vog um tuttugu og fimm þúsund sinn- um. Fyrir hvern einn sem á við áfengisvandamál að stríða eru margir aðstandendur, misjafnlega tengdir og háðir, en til aðstandenda teljast meðal annarra maki, börn og foreldrar. Ég hélt aÖ eitthvaS væri að mér vegna þess aS þau elskuðu mig ekki. UppkomiS barn alkóhólista. Sella Pálsdóttir er dagskrár- stjóri fjölskyldudeildar SÁÁ en fjölskyldudeildin hefur árum saman haldið úti námskeiðum og sjálfshjálparhópum til að leitast við að draga úr þeirri vanlíðan sem flestir ef ekki allir aðstandendur alkóhólista finna til. Sella segir að aukin starfsemi deildarinnar sé fyrir- huguð og muni ágóði af sölu SÁÁ-álfsins meðal annars renna til uppbyggingar fjöl- skyldudeildar. Deildin hefur nú fjóra starfandi ráðgjafa og ef fjárlög leyfa á að koma á fót ódýrri þjónustu fyrir að- standendur þeirra sem eru í meðferð. Sella bjó langdvölum í Bandaríkjunum og tók þar B.S. gráðu í sálfræði. Eru ein- hver séríslensk einkenni á okkar tökum á áfengismálum? „Mér finnst lítill skilningur á sjúkdómnum alkóhólisma hjá þjóðinni. Fólk skammast sín til dæmis ennþá fyrir að viður- kenna að það sjálft sé haldið þessum sjúkdómi eða að- standandi þess. Svo er alla- jafna talað um alka eins og þeir séu fólk með fullum söns- um. Fólki hættir til að taka orð alkóhólistans bókstaflega og sér ekki þá afneitun og stjórn- un sem eru einkenni sjúk- dómsins," segir hún. Er þörf a' meðferð fyrir að- standendur? „Fólk getur orðið mjög sjúkt af meðvirkni og hefur oftast tekið alla ábyrgð á sig,“ svarar Sella. „Meðvirki aðilinn finnur til hvors tveggja í senn; sterkr- ar ábyrgðar og sektarkennd- ar. Hún eða hann á því erfitt með að taka tíma til að sinna sínum eigin þörfum. Ráðgjaf- ar reyna að fá þetta fólk til að tala um tilfinningar sínar og það getur verið erfitt því með- virki aðilinn er fullur af skömm og hefur áralanga þjálfun í að hylma yfir. Ráðgjafar benda fólki á að sjá um sínar þarfir og tilfinningar en taka ekki ábyrgð á alkanum og gera hann ekki að miðdepli lífs síns. Málið er að líta á alkann; spyrja sjálfan sig: get ég sætt mig við þennan aðila og hans drykkju - og reyna síðan að breyta sjálfum sér eða sínum viðhorfum. Einkenni meðvirkni hverfa ekki þótt alkóhólistinn búi ekki lengur á heimilinu og við fáum oft til meðferðar upp- komin börn alkóhólista sem enn stríða við viðhorf og van- liðan, eru til dæmis með lágt sjálfsmat sem stafar af því að hafa alist upp á alkóhólísku heimili," segir Sella. Sektarkenndin er fljót að heyra ásökunina. Þegar alkóhólistinn kemur heim úr meðferð hefur fjöl- skylda hans ekki orðið stuðn- ings og sálarhreinsunar að- njótandi - og situr í kvíðakasti yfir því hvað nú sé í vændum. Fjölskyldan er löngu hætt að treysta alkóhólistanum, fram til þessa hafa öll fögru loforðin verið svikin. í neyslunni hefur skapast samskiptamynstur sem er á skjön við raunveru- leikann og þegar einhver tek- ur sig á; aðstandandi eða drykkjumaður, þarf öll fjöl- skyldan að fara í meðferð til þess að um raunverulegan bata geti orðið að ræða. Hvert á þá aðstandandinn að leita til að fá aðstoð og ræða um vanlíðanina og kvíð- ann? Fyrir utan námskeið fjöl- skyldudeildar SÁÁ eru Al- Anonfundir haldnir um land allt en þeir eru sérstaklega ætlaðir aðstandendum. VIK- AN talaði við nokkra þeirra. Það gófulegasta sem ég hef nokkurn tím- ann sagt var: „Hjálp!" Kona á Al-Anonfundi. Hún heitir Hólmfríður og er 35 ára aðstandandi óvirks alkó- hólista. Við það að hitta hana og heyra hana segja frá er yf- irgnæfandi sú tilfinning að þarna fari þroskuð kona með gott skopskyn og heilbrigða sýn á lífið og tilverunni. Ef öll- um aðstandendum alkóhólista liði svona væri það beinlínis eftirsóknarvert hlutskipti. Saga Hólmfríðar er í stuttu máli sú að eftir langa dvöl er- Sella: Fólk getur oróió mjög sjúkt af meóvirkni og hefur oft- ast tekió alla ábyrgó á sig. 6 VIKAN 9.TBL.1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.