Vikan


Vikan - 06.05.1993, Síða 36

Vikan - 06.05.1993, Síða 36
TEXTIOG UÓSM.: ÞORSTEINN ERLINGSSON Þetta er svokallaö „sjö bekkja æfingakerfi" sem byggist á því aö fólki er komiö fyrir í bekkjunum sem eru rafknúnir og veita ákveöna hreyfingu^^ LIKAMSÆFINGAR Á RÉTTAN HÁTT - KERFI SEM TRYGGIR AÐ ÆFINGARNAR SÉU RÉTT GERÐAR Kristín Birna Bjarnadóttir, annar eigandi Betri mála. Líkamsþjálfunarstööin Betri mál í Lækjagötu 4a i Hafnarfirði tók til starfa ekki alls fyrir löngu og hefur hún upp á aö bjóða þjálfun meö sérhönnuðum, banda- rískum rafmagnsbekkjum sem eru uppfinning bandarísks læknis. Stööin er í eigu Siguröar Sigfússonar og Kristínar Birnu Bjarnadóttur en hún sér um allan daglegan rekstur og leið- beiningar í sambandi viö þjálfunina. Þau hafa bæöi unniö ötullega aö þeim breyt- ingum sem geröar hafa veriö á húsnæöinu og ekki er hægt aö segja annað en notaleg stemmning ráöi þar ríkjum svo ekki talað um hlýlegt viðmót eigendanna. Skemmtilegt umhverfi inn- andyra setur sterkan svip á stööina og ekki spillir and- rúmsloftinu aö listafólk sýnir verk sín þar. Fólk kemur því ekki aðeins endurnært frá æf- ingunum heldur getur einnig sest niöur og fengið sér hress- ingu á meðan þaö nýtur listar- innar. Kristín hefur kynnt sér notk- un tækjanna ítarlega og farið í læri til aöila sem hafa góða þekkingu í aö þjálfa meö þeim. Mikil reynsla er komin á þessi æfingatæki um heim all- an og hefur tæknin sem þau byggjast á gefiö mjög góöa raun. Þetta er svokallaö „sjö bekkja æfingakerfi” og bygg- ist á því aö fólki er komið fyrir í bekkjunum sem eru knúöir rafmagni og veita ákveöna hreyfingu. Viökomandi er skoröaöur niður þannig aö eingöngu hreyfast þeir likams- hlutar sem eiga aö koma viö sögu. Þetta er mikill kostur þvi oft vill brenna við að í hefö- bundnum æfingum verði aðrir hlutar líkamans fyrir slæmu á- lagi sem getur valdiö skaöa þar sem ekki er um æskilega hreyfingu fyrir þá aö ræöa. Bekkirnir vinna hver um sig á mjög mismunandi hátt og á- hrif margra þeirra byggjast á því aö fólk streitist á móti hreyfingum þeirra. Er fljótt aö finnast hvar átakið veröur, hversu mikiö fólk vill leggja á sig og hvort æfingin er rétt gerö en allar líkur eru til þess þar sem uppbygging þessara tækja er slík. I sumum bekkj- anna er lögö áhersla á teygju- 36 VIKAN 9. TBL. 1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.