Vikan


Vikan - 06.05.1993, Side 39

Vikan - 06.05.1993, Side 39
ard, gítarleikarinn í Pearl Jam, sem er ein fremsta sveitin í þessum flokki, segir þetta um „grönsið": „Fólk kallar þetta „gröns“ en ég veit ekki einu sinni hvað það þýðir. Ég fæ ekkert samhengi við orðið.“ Og Daniel House úr hljóm- sveitinni Skin Yard tekur í svipaðan streng: ,,„Gröns“ er einhvers konar ónefni vegna þess að með því er gert ráð fyrir að allar hljómsveitirnar sem spila það hljómi eins. Ég hef til dæmis aldrei haldið að Nirvana hljómaði eins og TAD, sem hljómaði eins og Mudhoney." Þegar öllu er á botninn hvoift kemst Ben Shepherd úr Soundgarden kannski næst hinu sanna í málinu: „Black Sabbath. Við stálum eins miklu og við gát- um frá Black Sabbath." BURT MEÐ SKILGREININGAR Látum allar skilgreiningar lönd og leið og snúum okkur að sögunni. Rokkararnir, sem eru kenndir við þessa stefnu, sækja ekki aðeins áhrif til þungarokks og óháða geirans heldur einnig til pönksins og þeirrar þjóðfélagssýnar sem þvf fylgdi - að segja hlutina eins og þeir voru, gjarnan á svolítið groddalegan hátt. Þetta blandast einnig saman við þjóðfélagsástandið í Bandaríkjunum eins og það er nú, „gröns“ er líka viss upp- reisn gegn staðnaðri menn- ingu og þjóðfélagsháttum eða eins og Matt Cameron í Soundgarden segir er hann talar um sér yngri tónlistar- menn: „Þeir eru búnir að fá sig fullsadda af ástandinu í þjóðfélaginu og það blandast saman við þá þrá að fylgja ekki neinni ákveðinni formúlu eða leita eftir stórum hljóm- plötusamningi. Aðalmálið er að gera tónlistina og mót- mæla ástandinu eins og það er núna.“ ÓDÝRT OG GOTT ROKK, BÓNUS-ROKK (NÝ SKILGREINING?) Almennt er talið að hljóm- sveitin The Melvins, sem var stofnuð árið 1980, sé fyrsta hljómsveit þessarar tegundar en það var ekki fyrr en árið 1988 að orðið sjálft, „grunge“, kom fram. Það sama ár kom út lagið Touch Me, l’M Sick með hljómsveitinni Mudhoney og við það opnuðust einhvers konar flóðgáttir og hlutirnir fóru að gerast fyrir alvöru. Mudhoney var á samningi hjá litlu útgáfufyrirtæki, Sub- Pop, sem meðal annars gaf út Nevermind með Nirvana ( hittifyrra. Heimspeki SupPop felst eiginlega í boðskap lags- ins Loser (Aulinn, þýðing höf.) með hljómsveitinni TAD og er einhvern veginn svona: „Þú hefur engu að tapa vegna þess að þú ert á fátæktar- mörkunum. Skattarnir þínir eru háir, þú kemst ekkert áfram og býrð í einhverri rottuholu. Þú vinnur yfirtíð í hverri viku. Allt sem þú átt eru greiðslukortin og skuldir upp fyrir haus.“ Líklegt er nú að SubPop hafi grætt einhverja aura á Nevermind þannig að þessi speki fellur kannski ekki alveg að fyrirtækinu eins og er. Staðreyndin er samt sú að margar af sveitunum, sem eru kenndar við „grönsið”, hafa gert plötur sínar fyrir ótrúlega litla peninga. Nirvana tók til dæmis upp fyrstu plötu sína, Bleach, fyrir 600 dali eða tæp- ar 40.000 íslenskar krónur og Mudhoney tók upp plötuna Every Good Boy Deserves Fudge (1991) fyrir 3000 doll- ara þannig að greinilega þarf ekki fúlgur fjár til að gera góða rokktónlist. Þetta er líka ein af ástæðunum fyrir því að svo vel tekst að koma hinum sérkennilega „Seattle-hljómi” til skila, ekki er legið enda- laust yfir útsetningum, strengj- ^ Hljóm- sveitin Mudhoney braut isinn fyrir „gröns- iö“ meó lag- inu Touch Me l’m Sick árió 1988. Þeir eru (f.v.J: Mark Arm, Matt Lukin, Dan Peters og Steve Turn- er. Þ- Alice in Chains nýtur mikill vinsælda núna enda var önnur breióskífa sveitarinn- ar, Dirt, ein besta plata síðasta árs aó mati gagn- rýnenda. Hljómsveit- ina skipa, frá vinstri: Mike Starr (bassi), Lay- ne Staley (söngur/gít- ar), Jerry Cantrell (gítar) og Sean Kinn- ey (tromm- ur). meira gerð til þess að vekja athygli á því að á afmörkuðu svæði í Bandaríkjunum, borg- inni Seattle og næsta ná- grenni, eru og hafa verið mikl- ar hræringar í rokktónlist og það er alltaf spennandi þegar svæði afmarka sig á sérstak- an hátt í tónlistarsköpun. Allar ábendingar um þýð- ingu á orðinu „grunge” eru vel þegnar en ef þú, lesandi góð- ur, rekst á plötu með hljóm- sveitum á borð við The Mel- vins, Ten Minute Warning, Malfunkshun, U-Men, Feast, Bundle of Hiss, Soundgar- den, Skin Yard, Green River, Screaming Trees, TAD, Nir- vana, Mudhoney, Blood Circus, Coffin Break, Tree- people, Mother Love Bone, Alice in Chains, Love Battery, Gruntruck, Hammerbox, Pearl Jam, Dinosaur Jr., Mono Men, Monkeywrench, Truly eða 7 Year Bitch þá veistu að hér er „gröns“ á ferðinni. Og það þýðir eitt- hvað spennandi. □ um og þess háttar (þó að það geti verið flott) heldur skiptir meira máli að koma tónlistinni og boðskap hennar til þeirra sem neyta hennar, hlustenda. LOKAORÐ Hér hefur verið stiklað á stóru um þessa rokktegund, „grunge”. Úttekt þessi er alls ekki nákvæm og þvf síður tæmandi heldur kannski ▼ Ein fyrsta „gröns“- hljómsveit in, senni- lega án þess aó vita nokk- uö af því, The Mel- vins. Frá vlnstrl: Dale Cov- er, Joe Preston og Buzz Os- bourne. 8.TBL. 1993 VIKAN 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.