Vikan


Vikan - 06.05.1993, Side 42

Vikan - 06.05.1993, Side 42
▲ Fjölmargir tóku þátt í sýningunni. Enda hárið og höfuðprýði þess það sem málið snýst VIKAN A SYNINGU SEBASTIAN TÍSKAN BREYTIST OG MENNIRNIR MED ▲ Upp- færslan minnti mjög á söngleik. þRobert vakti athygli fyrir skemmti- lega fram- komu. 42VIKAN 9. Fyrirtæki sem framleiða vörur fyrir hár og háriðn- að standa stundum fyrir námskeiðum þar sem þau kynna vörur sínar auk strauma og stefna í faginu. Sebastian er þar engin und- antekning og nýlega héldu þau Robert Morrison og Myra Seuren sýningu í Óperunni. Kenndi þar ýmissa grasa. Sýningarfólk gekk fjálglega um gólf, mislitt og misgreitt en allt vel og vendilega. Sýningin bar á stundum keim af söngleik þó sýningar- fólkið beitti ekki börkum sín- um. Nýjar línur voru sýndar og eina brúsanum af „voljúm- æser” beitt sem til var á land- inu en það efni auðveldar mjög hárgreiðslu - að ná lyft- ingu í hárið við blástur, nýtt frá Sebastian. Þarna mátti sjá það nýjasta í hárgreiðslu, dá- lítið tjásulegt stundum en þó með mjög ákveðnu lagi og Hér getur aö líta greiösluna sem í fyrstu virtist ætla aö veröa ruglukollur hinn mesti. stíl. Þannig getur það sem i fyrstu virðist ætla að verða ógurlegur ruglukollur orðið þetta líka fína höfuðskart. Síðan komu þarna fram sýningarstúlkur með hár og viðbætur í öllum regnbogans litum og með öllu mögulegu lagi. Þetta er sagt nauðsyn- legt fyrir allt hárgreiðslufólk að gera til að vekja eftirtekt. Þótt engum tækist að selja við- skiptavini slíka hárgreiðslu yrði hún tvímælalaust til þess að draga að sér athygli. Þá væri björninn unninn því þeir sem gætu gert svona hluti kynnu greinilega ýmislegt fyrir sér og þetta er ein leið til að koma því til skila. Á milli sýningaratriða greiddu þau Robert og Myra fyrirsætum á sviðinu fyrir framan fjölmennan hóp gesta sem sótti sýninguna. Með þeim hætti er fléttað saman frjálslegri og lífmikilli sýningu annars vegar og sýnikennslu námskeiðs hins vegar. Einnig var dálítið tæpt á förðun á sýningunni þar sem kynnt var aflitun augnabrúna til dæmis, nokkuð sem ekki hefur verið eftirsótt til þessa. Heldur hefur kvenþjóðin sóst eftir að láta lita þessi hár til að skerpa hjá sér andlitslínurnar. Hvað sem þessu öllu líður þá heldur tísk- an áfram að þróast, breytast og mennirnir með. □ TEXTIOG UÓSM.: JÓHANN GUÐNIREYNISSON

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.