Vikan


Vikan - 06.05.1993, Síða 47

Vikan - 06.05.1993, Síða 47
■■g er vön að vinna með ^Shöndunum,” sagði ■HHanna Birna Jónsdóttir þegar blaðamaður hitti hana fyrst. Þá sat hún við sauma á heimili í Sandgerði, var að sauma gardínur fyrir alla glugga hússins, svona farand- saumakona eins og þekktist í gamla daga, en ekki bara það. „Ég hef alltaf notað hend- urnar mikið, smíðað, málað og saumað, einnig klippt hár og ýmislegt tilfallandi. Auk þess hef ég unnið í frystihúsi og sláturhúsi en það var þá sem manni nokkrum varð að orði þegar hann hafði séð mig flá, taka innan úr og gera allt sem slátrun dýra fylgdi: „Þessi kona er nú sá mesti kvenskör- ungur sem ég hef kynnst,” og hlæ ég oft að þessu. Ég er fædd í Hafnarfirði en fimm ára gömul fluttist ég með foreldrum mínum að Ytri- Veðrará við Önundarfjörð. Faðir minn var bóndi og lög- regluþjónn, Jón Guðjónsson, og var síðan ávallt nefndur Jón formaður vegna þess að hann var svo lengi formaður margra félaga, meðal annars Ungmennafélagsins Önundar, Hestamannafélagsins Storms og Héraðssambands Vestur- ísfirðinga. Þetta var hann pabbi en því miður lést hann á besta aldri. Hann var mikill baráttumaður og venjulega samdi hann ræðurnar sínar úti í fjósi, skrifaði þær gjarnan á júgurbólgublöð. Börn áttu hann að og lagði hann ríka á- herslu á að mismuna ekki börnum. Hann rak sumarbúðir fyrir börn í mörg ár og þar eld- aði ég ofan í krakkana.’’ Hanna Birna er aðeins búin að telja upp brot af því sem hún hefur tekið sér fyrir hend- ur um ævina. Hún segist vera mikill flakkari og eitt sinn hafa ásett sér að fara hringveginn og vinna í fiski á leiðinni. Þetta varð nú ekki alveg svona en hún var f fiski á Djúpavogi, Akureyri, Árskógs- strönd og í Þorlákshöfn. Einnig hefur hún unnið á sjúkrahúsi, f sælgætisgerð og á bóndabæjum og þá gengið til allra verka á bænum, en Hanna Birna var á Hússtjórn- arskólanum á Varmalandi sem ung kona. „Eiginlega er ég hússtjórn- arfræðingur,” segir hún og brosir kankvfs. Þar lærði ég að sauma og elda. En einnig hef óg alltaf haft mikinn áhuga á hefðbundnum k.arlagreinum, hef mikinn áhuga á vélum og finnst „mikill fílingur” að keyra kraftmiklar dráttarvélar. Einnig hefur mig langað að læra járniðn og taka meirapróf á bfl en hef ekki látið verða af því. Mér dettur svo margt í hug en get ekki framkvæmt nema brot af því.” Hanna Birna segir að flökkueðlið hafi ráðið því að hún festist hvergi áður fyrr. Hún segist hafa verið að leita að sjálfri sér. Þegar hún er spurð hvort hún hafi fundið sig verður hún alvarleg eitt augnablik. „Ég á lítinn son sem hefur greinst misþroska og ofvirkur. Nú verð ég að staldra við og hjálpa honum. Við verðum að vera sem næst þjálfuninni sem hann fær, lækninum hans og leikskólanum. Hann hefur fengið mikla hjálp og farið mjög mikið fram og ég er ánægð og þakklát fyrir það.” Það sem einkennir kven- skörunginn með brúnu augun hvað mest er gamansemin. Hanna Birna rifjar upp sögur og finnur út að oft hafi verið gaman. Hún er alin upp í stór- um systkinahópi, þar sem tón- listaráhugi var mikill og mikið spilað og sungið. Hún á syst- ur sem er trúbadúr á Flateyri og yngsti bróðir hennar er í hljómsveit. „Eitt það skemmtilegasta sem ég hef lent í er að festast í skurði við Dyrhólaey. Ég hef aldrei skemmt mér betur. Þetta var kosningahelgi þegar ég var átján ára. Við tókum okkur saman nokkrir vinir, leigðum rútu og fórum í ferða- lag. Svo átti að ganga um svæðið og vildi ekki betur til en svo að ég datt ofan í skurð, festist þar og varð að vera þar í tvo tíma. En hvern- ig sem á því stendur er þessi minning mér kær og fær mig til að hlæja þegar ég rifja hana upp.” Hanna Birna saumar gluggatjald sem vantaði fyrir glugga blaðamanns. Hún vinnur hægt og rólega, nostr- ar við verk sitt og það er rætt um dulræn fyrirbrigði. „Rétt áður en pabbi dó var yngsti bróðir minn fermdur. Það voru teknar fjölskyldu- myndir við það tækifæri en ég var eins og þrumuský á myndunum, fann eitthvað á mér. Ég er víst dálítið næm eins og sagt er en barðist lengi gegn því, fór síðan til miðils sem sagði mér margt tengt þessu og að lokum varð ég sátt við þennan hæfileika.” Við stöllurnar kveðjumst að sinni. Það er auðvelt að skilja unga manninn í köflóttu skyrt- unni sem heilsaði Hönnu Bimu fyrstur þegar hún flutti inn í ver- búð á Djúpavogi eitt sinn. Hann var búinn að vera látinn í mörg ár þegar það gerðist en hann hefur langað til að spjalla við hana eins og gengur. Það er ekki á hverjum degi sem maður talar við kvenskörung. □ 9.TBL. 1993 VIKAN 47 TEXTI: ANNAS. BJÖRNSDÓniR / UÓSM.: BINNI

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.