Vikan


Vikan - 15.07.1993, Side 4

Vikan - 15.07.1993, Side 4
vikan 15. JÚLÍ1993 14.TBL. 55. ÁRG. VERÐ KR. 438 MA/SK í áskrift kostar VIKAN kr. 350 eintakið ef greitt er með giró en kr. 307 ef greitt er með VISA, EURO eða SAMKORTI. Áskrittargjaldið er innheimt fjórum sinnum á ári, sex blöð í senn. Athygli skal vakin á því að greiða má áskriftina með EURO, VISA eða SAMKORTI og er það raunar æskilegasti greiðslumátinn. Tekið er á móti áskriftarbeiðnum í síma 91-813122. Útgefandi: KROSSGATU MEÐ VÖLDUM KROSSGATUM UR VIKUNNI Samútgáfan Korpus hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þórarinn Jón Magnússon Ritstjórnarf ulltrúi: Hjalti Jón Sveinsson Framkvæmdastjóri: Jóhann Sveinsson Markaðsstjóri: Helgi Agnarsson Innheimtu- og dreifingarstjóri: Sigurður Fossan Þorleifsson Framleiðslustjóri: Sigurður Bjarnason Sölustjóri: Pétur Steinn Guðmundsson Auglýsingastjóri: Helga Benediktsdóttir Aðsetur: Ármúli 20-22,108 Reykjavík Sfmi: 685020 Útlitsteikning: Guðmundur Ragnar Steingrímsson Ágústa Þórðardóttir og Þórarinn Jón Magnússon Setning, umbrot, litgreiningar og filmuskeyting: Nú hefur litið dagsins Ijós krossgátublað Vik- unnar með völdum krossgátum úr blaðinu frá síð- ustu árum. Gísli Ólafsson hefur samið krossgátur Vikunnar í meira en hálfa öld og eru þær eitt vin- sælasta efni blaðsins hverju sinni. Það vekur athygli að þó að Vikan hafi oft á löngum ferli skipt um ritstjórn og áherslur í útgáfunni hafi breyst hefur aldrei hvarflað að neinum að sleppa krossgátunni úr blaðinu. „Vikan kom fyrst út 1938 og það kom náttúrlega strax krossgáta í blaðinu. Ég sá krossgáturnar í fyrstu blöðun- um og þó ég hefði aldrei búið til neina slíka datt mér í hug að gamni mínu að búa til eina og sendi þeim hana. Hún var birt og síðan var hringt í mig og ég beðinn um að halda á- fram að búa til krossgátur fyrir blaðið," segir Gísli. „Krossgáturnar í Vikunni urðu fljótt vinsælar. Stundum komu kvartanir um að þær væru fullþungar en af því að þetta varð vinsælt fannst mér að ætti ekki að slá af kröfun- um. Ég hef eiginlega haldið því að hafa krossgáturnar í þyngra lagi svo fólk geti ekki bara sest niður og hlaupið í gegnum þær, kannski á hálf- tíma. Gjarnan hef ég á tveim- ur eða þremur stöðum ein- hver sjaldgæf orð sem fólk þarf virkilega að hugsa um. Samútgáfan Korpus hf. Prentun og bókband: Oddi hf. Höfundar efnis i þessu tölublaði: Jóhann Guðni Reynisson Hjalti Jón Sveinsson Þórarinn Jón Magnússon Sigrún Sigurðardóttir Þorsteínn Erlingsson Christof Wehmeier Gunnar H. Ársælsson Sigtryggur Jónsson Steingerður Steinarsdóttir Jóna Rúna Kvaran Loftur Atli Eiríksson Fríða Bjórnsdóttir Auður Haralds Anna S. Björnsdóttir Gísli Ólafsson Guðjón Baldvinsson Myndir í þessu tölublaði: Binni Bragi Þ. Jósefsson Þórarinn Jón Magnússon Hjalti Jón Sveinsson Jóhann Guðni Reynisson Steingerður Steinarsdóttir Þorsteinn Erlingsson Max Bradley Loftur Atli Eirfksson Fríða Björnsdóttir Forsíðumyndin er af Birgittu Vilbergsdóttur, fimmta þátttakandanum í keppninni um titilinn forsiðustúlka Vikunnarog Wild 1993. Sjá nánar á bls.16 og 17. Ljósm.: Max Bradley. Breytingarnar á blaðinu og eigenda- og ritstjóraskipti hafa afskaplega lítið komið við mig. Ég kem bara þarna og af- hendi mína krossgátu." - Krossgáturnar eru kannski það efni, andstætt við fiest annað, sem hefur sáralítið breyst á þessum áratugum. - Já, það má segja það. Eina breytingin, sem hefur orðið, var þegar teknar voru inn myndir til notkunar í kross- gátunum. Þá breyttu þær svo- lítið um útlit. Myndirnar hafa kannski gert krossgáturnar dálítið líflegri. Það er bara út- litsatriði. - Þótt þú hafir verið þaul- sætinn við að semja krossgát- ur hefur aðalvettvangur þinn verið ritstörf af ýmsu tagi. Þú hefur meðal annars verið kenndur við Þjóðsögu. - Já, ég annaðist fyrir Þjóðsögu ritstjórn á árbók út- gáfunnar í sextán eða sautján ár. Þetta er alþjóðleg útgáfa sem er gefin út í Sviss og átta öðrum löndum. Þessi árbók er auk þess með íslenskum kafla sem Björn Jóhannsson, ritstjórnarfulltrúi Morgunblaðs- ins, sér um. Mitt verk var að þýða eða sjá um þýðingar á öllum textum í bókinni. Text- inn kemur frá Sviss á þýsku sem og öll niðurröðun eða hönnun bókarinnar. íslenski textinn verður því að falla inn í og má hvorki vera of langur né of stuttur á hverri síðu fyrir sig. Þetta er að verulegu leyti myndabók með textum. Svo eru í bókinni greinar um vís- indi, læknisfræði, myndlist, í- þróttir og fleiri sérsvið. Það er 28. árið sem þessi bók er að koma út núna. - Þú hefur þýtt fjöldann all- an af bókum. - Já, ég hef nú enga tölu á þeim lengur. Sérstaklega þýddi ég mikið áður fyrr. Eg hirti aldrei um að skrá þýðing- arnar hjá mér og nú á ég ekki einu sinni allar bækurnar sem ég hef þýtt. □ 4 VIKAN 17.TBL. 1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.